Sögur úr ritningunum
„Frysting“ í Gana


„‚Frysting‘ í Gana,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)

„‚Frysting‘ í Gana,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum

Júní 1989–nóvember 1990

„Frysting“ í Gana

Vera trúföst meðan hinir heilögu geta ekki komið saman

Alice Johnson og Hetty Brimah miðla fagnaðarerindinu í Koforidua, Gana.

Alice Johnson var trúboði sem þjónaði í heimalandi sínu, Gana. Hún naut þess að gefa vitnisburð sinn um Jesú Krist og hjálpa kirkjunni að vaxa.

Heilagir, 4:416–17

Alice og Hetty læra að þær geta ekki lengur miðlað fagnaðarerindinu.

Dag einn fékk Alice slæmar fréttir. Stjórnvöld í Gana höfðu sagt að ekki væri mögulegt að hafa fleiri kirkjusamkomur. Trúboðar gátu ekki lengur kennt.

Heilagir, 4:417

Lögreglumenn fyrir utan læsta kirkjubyggingu.

Lögreglumenn neyddu trúboða til að yfirgefa íbúðir sínar og tóku reiðhjólin þeirra. Sumir meðlimir kirkjunnar voru settir í fangelsi. Hermenn læstu kirkjubyggingum og hleyptu engum inn. Fólk kallaði þetta „frystinguna“.

Heilagir, 4:417–18

Alice fer til að búa með vinkonu sinni.

Trúboðarnir urðu að fara heim. Alice fór og bjó hjá vinkonu sinni í öðrum bæ. Hún hafði áhyggjur af því að fá aldrei að ljúka trúboði sínu.

Heilagir, 4:418

Heilagir í Gana.

Hinir heilögu í Gana voru ráðvilltir, sorgmæddir og hræddir. Þeir veltu fyrir sér hvað þeir hefðu gert rangt. Myndu þeir nokkurn tíma fá að fara í kirkju aftur?

Heilagir, 4:418

Heilagir halda sakramentissamkomu á heimili sínu.

Þótt hinir heilögu gætu ekki komið með deildum sínum, elskuðu þeir samt Drottin og vildu tilbiðja hann. Þeir héldu sakramentissamkomur á heimilum sínum. Fjölskyldumeðlimir sem höfðu prestdæmið blessuðu brauðið og vatnið og færðu það hinum í fjölskyldunni.

Kenning og sáttmálar 6:32; Heilagir, 4:419

Heilagir miðla fagnaðarerindinu saman á heimili sínu.

Mánuð eftir mánuð hélt frystingin áfram. Hinir heilögu sungu sálma og kenndu hver öðrum fagnaðarerindið á heimilum sínum. Þeir heimsóttu hver annan til hjálpar við að halda sterkri trú. Þeir lögðu tíund sína til hliðar til að greiða hana þegar þeir gætu farið aftur í kirkju. Þeir báðust fyrir og föstuðu að frystingunni lyki.

Heilagir, 4:436–37

Alice er aftur boðið að þjóna í trúboði.

Að lokum, eftir 18 mánuði, ákvað ríkisstjórnin að kirkjan gæti haldið samkomur að nýju. Nýr trúboðsforseti bað um að fá að tala við Alice, sem var nú nemandi í framhaldsskóla. „Viltu koma aftur og þjóna í trúboði eftir skóla?“ spurði hann. „Nei,“ svaraði hún. „Ég vil þjóna núna strax!“

Heilagir, 4:437–39

Heilagir í Gana mæta á kirkjusamkomu.

Alice og hinir heilögu voru svo glöð að þau gátu aftur farið í kirkju! Fyrsta sunnudaginn eftir frystinguna, stóð sakramentissamkoma yfir í tvær klukkustundir, því svo margir vildu gefa vitnisburð sinn. Þau sögðu hvert öðru hvernig Drottinn hefði blessað þau og hjálpað þeim að viðhalda sterkri trú.

Kenning og sáttmálar 20:75; Heilagir, 4:438