„Hinir heilögu læra um skírn fyrir dána,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)
„Hinir heilögu læra um skírn fyrir dána,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum
Ágúst–október 1840
Hinir heilögu læra um skírn fyrir dána
Von fyrir fjölskyldumeðlimi sem ekki voru skírðir
Jane Neyman bjó í Nauvoo. Hún fór í jarðarför þar sem Joseph Smith flutti ræðu. Jarðarförin fékk Jane til að hugsa um son sinn, Cyrus. Hann hafði dáið og var ekki skírður. Jane hafði áhyggjur af Cyrus. Hún vissi að við yrðum að skírast til að lifa hjá himneskum föður.
Heilagir, 1:421
Joseph vissi hvernig henni leið. Hann var vanur að velta því sama fyrir sér varðandi Alvin bróður sinn, sem hafði líka dáið án þess að hafa skírst.
Heilagir, 1:421
Við jarðarförina miðlaði Joseph nokkru sem Guð hafði kennt honum. Hann sagði að þegar einhver hefur dáið án þess að hafa skírst, getum við skírst fyrir þann einstakling.
Heilagir, 1:421
Jane var svo glöð að heyra þetta! Stuttu eftir jarðarförina fór hún að ánni með öldungi kirkjunnar. Hann skírði hana fyrir Cyrus.
Heilagir, 1:421
Nokkrum vikum síðar, kenndi Joseph hinum heilögu meira um skírn fyrir hina dánu. Hann sagði að margir sem dáið hefðu, vildu láta skírast. Þau vildu fylgja Jesú Kristi. Þau biðu og vonuðu að fjölskylda þeirra, sem enn væri á lífi, myndi skírast fyrir þau.
Kenning og sáttmálar 128:15–19; Heilagir, 1:423
Hinir heilögu hlupu samstundis að ánni. Þeir voru skírðir fyrir fólkið sem þeir elskuðu. Hyrum Smith var skírður fyrir Alvin. Síðar kenndi Drottinn að skírn fyrir dána ætti að fara fram í musterinu, einhver ætti að halda skýrslu um hverja skírn og karlar skyldu skírðir fyrir karla og konur fyrir konur.
Kenning og sáttmálar 124:29–32; 127:5–12; 128:1–9; Heilagir, 1:424