„Knight-hjónin og aðrir safnast saman til Síonar,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)
„Knight-hjónin og aðrir safnast saman til Síonar,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum
Desember 1830–ágúst 1831
Knight-hjónin og aðrir safnast saman til Síonar
Kalli Drottins hlýtt
Polly og Joseph Knight bjuggu með fjölskyldu sinni í New York. Þau þekktu spámanninn Joseph vel. Eftir að hafa lært um fagnaðarerindið, ákváðu þau að ganga í kirkjuna. Þegar Drottinn bauð hinum heilögu að flytja sig um set til Ohio, hlýddu Knight-hjónin því.
Kenning og sáttmálar 37; Heilagir, 1:33, 94, 109–110
Knight-hjónin voru ánægð þegar þau komu til Ohio. Leman Copley, meðlimur kirkjunnar, sagði að sumir hinna heilögu gætu búið á landi hans. Þar væri nægilegt rými til að sá fyrir uppskeru og byggja heimili. Joseph Knight og synir hans unnu hörðum höndum við að gera akrana tilbúna fyrir sáningu.
Heilagir, 1:126–27.
Dag einn skipti Leman þó um skoðun varðandi land sitt. Hann vildi ekki að hinir heilögu dveldu þar lengur. Hann sagði Knight-hjónunum og öllum öðrum að fara burt.
Heilagir, 1:127
Hinir heilögu voru áhyggjufullir. Nú áttu þeir hvergi heima. Þeir spurðu spámanninn Joseph hvað þeir ættu að gera.
Kenning og sáttmálar 54; Heilagir, 1:127
Drottinn sagði að þessir heilögu ættu að fara til Missouri og byggja upp Síon. Síon yrði borg þar sem fólk Drottins gæti safnast saman. Í Síon myndu þau byggja musteri þar sem þau myndu gera sáttmála eða loforð við Guð. Hann myndi blessa þau ef þau héldu þessa sáttmála. Knight-hjónin voru spennt að fara.
Kenning og sáttmálar 29:1–8; 42:30–36; 45:59–66; 54:6–9; 57:1–2; Heilagir, 1:128
Þegar Knight-hjónin ferðuðust til Missouri, varð Polly mjög veik. Eiginmaður hennar, Joseph, og synir hennar höfðu áhyggjur af því að hún myndi ekki lifa mikið lengur. Polly sagði þó fjölskyldu sinni að hún vildi vera í Síon áður en hún dæi. Hún þráði það mest af öllu!
Heilagir, 1:128
Eftir langt ferðalag komu Knight-hjónin til Missouri. Polly var Drottni afar þakklát fyrir að hafa lifað það að sjá það gerast. Knight-hjónunum fannst landið fallegt. Þau trúðu að þau gætu haldið boðorð Drottins um að byggja upp Síon þar.
Heilagir, 1:132
Hinir heilögu fluttu sérstaka bæn og nefndu landið Síon, þangað sem fólk Drottins kæmi. Spámaðurinn Joseph setti stein til að merkja hvar horn musterisins ætti að vera. Nokkrum dögum síðar lést Polly. Drottinn lofaði að hinir heilögu sem kæmu til Síonar og dæju, myndu hvílast á himnum.
Kenning og sáttmálar 59:1–2; Heilagir, 1:132–33