„Joseph og Oliver meðtaka prestdæmislykla,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)
„Joseph og Oliver meðtaka prestdæmislykla,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum
Apríl 1836
Joseph og Oliver meðtaka prestdæmislykla
Jesús Kristur og englar vitja Kirtland-musterisins
Einni viku eftir vígslu Kirtland-musterisins, komu þúsundir heilagra saman í musterinu til að tilbiðja frelsarann. Það var páskadagur. Joseph Smith, Oliver Cowdery og postularnir tólf, veittu hinum heilögu sakramentið.
Kenning og sáttmálar 110, kaflafyrirsögn; Heilagir, 1:239
Eftir sakramentið, fundu Joseph og Oliver hljóðlátan stað í musterinu, bak við tjaldið, til að biðjast fyrir.
Kenning og sáttmálar 110, kaflafyrirsögn; Heilagir, 1:239
Þegar þeir höfðu lokið bæninni, litu þeir upp. Jesús Kristur stóð frammi fyrir þeim! Hann vissi að hinir heilögu höfðu lagt hart að sér við að byggja musterið. „Ég hef veitt þessu húsi viðtöku,“ sagði hann. Jesús sagði Joseph og Oliver að blessanir musterisins myndu færa mörgum mikla gleði.
Eftir að Jesús fór, birtist Móse, spámaður Gamla testamentisins, Joseph og Oliver. Hann fól þeim prestdæmislyklana til samansöfnunar Ísraels. Það þýddi að þeir gætu verið leiðandi í því verki að miðla fagnaðarerindinu. Þeir gætu sent trúboða út um allan heim til að leiða fólk inn í kirkju frelsarans.
Þessu næst birtist spámaðurinn Elías. Hann veitti Joseph og Oliver lyklana til að endurreisa sáttmála Abrahams. Það þýddi að hinir heilögu gátu hlotið sama sáttmála og Abraham frá Drottni. Þeir myndu hafa kraft til að færa fólki hvarvetna fagnaðarerindið og blessanir hans um ókomin ár.
Loks birtist spámaðurinn Elía. Hann veitti Joseph og Oliver prestdæmislyklana til að innsigla eða sameina fjölskyldur um eilífð. Það verk sem hinir heilögu gerðu í musterunum yrði meðtekið á himnum. Nú hafði kirkjan mátt til að vinna verk frelsarans og búa hann undir að koma til jarðar að nýju.