„Yanagida-fjölskyldan,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)
„Yanagida-fjölskyldan,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum
1950–1951
Yanagida-fjölskyldan
Tíund og trú á Jesú Krist
Toshiko og Tokichi Yanagida bjuggu í Japan. Þau trúðu á Jesú Krist og höfðu gengið í kirkjuna hans. En lífið í Japan var erfitt á þessum tíma. Stríð hafði eyðilagt mörg heimili og byggingar. Toshiko og Tokichi langaði að byggja hús fyrir fjölskyldu sína, en þau voru mjög fátæk.
Heilagir, 3:543
Yanagida-fjölskyldan vissi að Drottinn vildi að þau greiddu tíund, en þau voru ekki viss um að þau gætu það. Toshiko spurði trúboða hvað þau ættu að gera. „Það er svo erfitt fyrir okkur að greiða tíund,“ sagði hún. Trúboðarnir lofuðu að ef þau greiddu tíund sína, myndi Drottinn hjálpa þeim að ná því markmiði sínu að eignast heimili.
Kenning og sáttmálar 119; Heilagir, 3:543–44
Toshiko og Tokichi voru ekki viss. Þau áttu varla næga peninga til að kaupa hádegisverð fyrir son sinn. Þau ákváðu samt að setja traust sitt á Drottin og greiða tíund.
Heilagir, 3:543–44
Drottinn blessaði Yanagida-fjölskylduna. Fljótlega gátu þau keypt land og byrjað að byggja sér hús.
Heilagir, 3:544
Dag einn kom eftirlitsmaður. Hann sagði að það væri vandamál með landið þeirra og þau gætu ekki byggt hús þar. Hann sagði starfsmönnunum að hætta.
Heilagir, 3:544
Yanagida-fjölskyldan var afar sorgmædd. Hún sagði trúboðunum hvað hafði gerst. Trúboðarnir sögðust myndu fasta og biðja með Yanagida-fjölskyldunni.
Heilagir, 3:545
Síðar kom annar eftirlitsmaður. Hann sagði að hægt væri að laga vandamálið með landið þeirra. Yanagida-fjölskyldan gæti byggt húsið sitt. „Þið hljótið að hafa gert eitthvað gott,“ sagði eftirlitsmaðurinn við Toshiko og Tokichi. Þau vissu að Drottinn hefði blessað þau. Þau voru glöð yfir að hafa treyst honum og greitt tíund.
Heilagir, 3:545