Sögur úr ritningunum
Martins-fjölskyldan


„Martins-fjölskyldan,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)

„Martins-fjölskyldan,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum

Apríl 1972–nóvember 1978

Martins-fjölskyldan

Vonast eftir blessunum Drottins

Helvécio Martins ekur heim úr vinnunni.

Helvécio Martins var að aka heim úr vinnu í Rio de Janeiro í Brasilíu. Vegurinn var svo fullur af bílum að enginn þeirra komst áfram. Helvécio hugleiddi eigið líf. Hann var í góðu starfi. Hann elskaði eiginkonu sína, Rudá, og börnin sín tvö, Marcus og Marisu. Honum fannst samt eins og eitthvað vantaði.

Heilagir, 4:229–30

Helvécio krýpur í bæn.

Helvécio fór út úr bílnum og tók að biðjast fyrir. „Góði Guð,“ sagði hann, „ég veit að þú ert þarna einhvers staðar, en ég veit ekki hvar.“ Hann sagði himneskum föður að fjölskylda sín væri að leita að einhverju og þörfnuðust hjálpar hans. Helvécio fór síðan aftur upp í bílinn sinn og ók heim.

Heilagir, 4:230

Martins-fjölskyldan heilsar trúboðum Síðari daga heilagra.

Síðar sendi Drottinn trúboða frá Bandaríkjunum. Þeir heimsóttu Martins-fjölskylduna. Helvécio tók eftir að þeir báru friðsælan anda inn á heimilið hans. Hann vissi að á þeim tíma var oft ekki komið vel fram við fólk með dökka húð í Bandaríkjunum. Hann spurði: „Hvernig kemur kirkjan þín fram við þá sem eru svartir?“

Heilagir, 4:230–31

Trúboðarnir útskýra takmarkanir musterisins og prestdæmisins fyrir Martins-fjölskyldunni.

Trúboðarnir útskýrðu að öll börn Guðs gætu látið skírast. Á þessum tíma gátu svartir sem áttu áa frá Afríku þó ekki haft prestdæmið eða hlotið flestar blessanir musterisins. Helvécio og Rudá höfðu margar fleiri spurningar. Trúboðarnir gerðu sitt besta til að svara þeim.

Heilagir, 4:231

David O. McKay, forseti kirkjunnar, krjúpandi í bæn.

Í mörg ár höfðu spámenn beðið þess að fá vitneskju um hvenær veita mætti öllum körlum prestdæmis- og musterisblessanir.

Heilagir, 4:71

Martins-fjölskyldan heilsar fólki á kirkjusamkomu.

Helvécio og Rudá ákváðu að prófa að fara í kirkju. Hinir heilögu þar voru afar elskuríkir og vingjarnlegir. Martins-fjölskyldunni líkaði það sem þau lærðu í kirkju.

Heilagir, 4:231–32

Martins-fjölskyldan ákveður að skírast.

Dag einn, á leið heim úr kirkju, sagði Marcus fjölskyldu sinni að hann hefði tekið eftir að þau virtust hamingjusamari. „Ég veit hvað veldur því,“ sagði Marcus. „Fagnaðarerindi Jesú Krists.“ Allir í fjölskyldunni vissu að Marcus hafði rétt fyrir sér. Þau ákváðu að láta skírast og verða staðfest.

Heilagir, 4:232

Helvécio og Rudá heimsækja musterið í São Paulo í Brasilíu.

Mörgum árum síðar voru hinir heilögu í Brasilíu önnum kafnir við að byggja musteri. Martins-fjölskyldan var spennt, en þau voru líka sorgmædd. Þau áttu ekki kost á að fara í musterið eftir að það yrði vígt. „Engar áhyggjur,“ sagði Helvécio við Rudá. „Drottinn veit allt.“

Heilagir, 4:293–94

Martins-fjölskyldan að tala við vin.

Það var ekki auðvelt að vera trúfastur. Fólk gerði gys að Martins-fjölskyldunni. Jafnvel vinir þeirra skildu ekki hvers vegna þau voru áfram í kirkjunni. Helvécio og fjölskylda hans vissu þó að þetta var kirkja Jesú Krists.

Heilagir, 4:251–52

Rudá ræðir við Helvécio um niðurfellingu musteris- og prestdæmistakmarkana.

Dag einn þegar Helvécio kom heim úr vinnunni sagði Rudá: „Ég hef fréttir, frábærar fréttir!“ Eftir mikla föstu og bænir hafði spámaðurinn, Spencer W. Kimball forseti, meðtekið opinberun. Guð sagði honum að hver sem væri, hver sem húðlitur hans eða hennar væri, gæti notið allra blessana prestdæmisins og musterisins.

Opinber yfirlýsing 2; Heilagir, 4:318–19

Martins-fjölskyldan tilbiður í musterinu.

Martins-fjölskyldan og margir aðrir höfðu beðið svo lengi. Nú var biðin á enda! Helvécio og Marcus fengu prestdæmið. Helvécio, Rudá og börn þeirra voru innsigluð sem fjölskylda í musterinu. Þau gátu nú hlotið allar blessanir fagnaðarerindisins.

Heilagir, 4:319–21