„Um Kenningu og sáttmála,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)
„Um Kenningu og sáttmála,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum
Aðfaraorð
Um Kenningu og sáttmála
Drottinn talar aftur
Himneskur faðir elskar okkur. Hann vill að við gerum sáttmála við sig eða gefum honum loforð, svo að hann geti blessað okkur. Hann sendi son sinn, Jesú Krist, til að vera frelsari okkar og hjálpa okkur að snúa að nýju til sín.
Guð sendir líka spámenn til að kenna okkur um Jesú Krist og boðorð hans. Spámenn þjóna Jesú Kristi og hjálpa við að leiða kirkju hans.
Jesús segir spámönnunum hvað þeir eigi að kenna okkur. Orð fornra spámanna eru rituð í ritningum eins og Biblíunni og Mormónsbók.
Í mörg ár eftir að Jesús var á jörðinni, voru engir spámenn. Fólk var ekki að gera og halda sáttmála við Guð. Kirkja Jesú Krists var ekki á jörðinni.
Drottinn kallaði þá Joseph Smith til að vera spámaður. Joseph var bara ungur maður, en Guð ætlaði honum mikilvægt verkefni.
Joseph Smith kenndi um Jesú. Hann hjálpaði til við að skipuleggja kirkju Jesú. Jesús kenndi Joseph Smith fagnaðarerindi sitt og hvernig leiða ætti kirkju sína.
Margt sem Jesús sagði Joseph Smith ritað er í Kenningu og sáttmálum. Kenning og sáttmálar er ritningarbók, líkt og Biblían og Mormónsbók.
Sögur úr Kenningu og sáttmálum segja frá því hvernig Jesús kom aftur með eða endurreisti kirkju sína með hjálp spámannsins Joseph Smith og annarra. Meðlimir kirkjunnar eru kallaðir heilagir. Þessar sögur sýna að Guð elskar börn sín um allan heim. Hann lofar að blessa okkur þegar við gerum sáttmála við hann.