Sögur úr ritningunum
Dagur lækningar


„Dagur lækningar,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)

„Dagur lækningar,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum

Apríl–júlí 1839

Dagur lækningar

Sjúkir blessaðir með krafti Guðs

Fangavörður ræðir við Joseph Smith.

Meðan Joseph Smith og aðrir leiðtogar kirkjunnar voru fangar í Missouri, fóru nokkrir verðir með þá í annað fangelsi. Verðirnir voru vingjarnlegir við fangana. Nótt eina sagði leiðtogi varðanna Joseph að hann myndi fara að sofa og ef Joseph og vinir hans myndu hlaupa í burtu, myndi hann ekki stöðva þá.

Heilagir, 1:392–93

Joseph heilsar fjölskyldu sinni.

Joseph og hinir kirkjuleiðtogarnir struku í burtu. Þeir fundu fjölskyldur sínar í bæ að nafni Quincy.

Heilagir, 1:395–96

Fólk veitir hinum heilögu mat og skjól.

Fólkið í Quincy sýndi hinum heilögu góðvild. Það sá hinum heilögu fyrir fæði, fatnaði og stað til að dvelja á.

Heilagir, 1:377

Heilagir hefja uppbyggingu Nauvoo.

Hinir heilögu voru þakklátir fyrir vinsemd fólksins í Quincy. Joseph var þó ljóst að þau þyrftu eigin stað til að dvelja á. Kirkjuleiðtogar keyptu land sem enginn annar vildi og hinir heilögu tóku að flytja þangað.

Heilagir, 1:399–400

Kona annast aðra konu með malaríu.

Landið var nálægt stórri á. Það blautt, forugt og fullt af moskítóflugum. Moskítóflugurnar gerðu marga hinna heilögu mjög veika, af sjúkdómi sem kallast malaría. Sumir þeirra dóu.

Heilagir, 1:402

Joseph Smith og Wilford Woodruff veita veikum dreng prestdæmisblessun.

Þegar Joseph sá að svo margir voru veikir, hóaði hann saman nokkrum kirkjuleiðtogum og bað þá að koma með sér. Allan morguninn fóru þeir frá einni fjölskyldu til annarrar, heimsóttu veika og blessuðu fólkið. Þeir notuðu kraft Jesú Krists til að lækna það af sjúkdómi sínum.

Heilagir, 1:402

Joseph ræðir við Elijah Fordham.

Einn þeirra sem þeir heimsóttu var Elijah Fordham. Hann var svo veikur að konan hans hélt að hann myndi brátt deyja. Joseph spurði Elijah hvort hann hefði trú til að læknast.

Heilagir, 1:402

Elijah segir Joseph að hann hafi trú til að læknast.

Elijah sagði: „Ég er hræddur um að það sé um seinan.“ Joseph spurði Elijah að því hvort hann tryði á Jesú Krist. „Ég geri það, bróðir Joseph,“ svaraði hann.

Heilagir, 1:402

Elijah rís á fætur eftir að hafa fengið prestdæmisblessunina.

Joseph blessaði hann í nafni Jesú Krists. Elijah reis á fætur. Jesús hafði læknað hann! Elijah fór síðan með Joseph að næsta húsi og hjálpaði honum að blessa aðra sem voru veikir.

Heilagir, 1:402–3