Sögur úr ritningunum
Farið frá Nauvoo og haldið vestur


„Farið frá Nauvoo og haldið vestur,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)

„Farið frá Nauvoo og haldið vestur,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum

Júní 1844–júlí 1847

Farið frá Nauvoo og haldið vestur

Hinir heilögu strengja Drottni heit og standa við þau

Brigham Young hefur umsjón með byggingu Nauvoo-musterisins.

Joseph Smith var látinn. Nú leiddu Brigham Young og hinir postularnir kirkjuna. Brigham var ljóst að hinir heilögu voru ekki lengur öruggir í Nauvoo. Þeir yrðu að fara. Drottinn vildi þó fyrst að þeir lykju við byggingu musterisins. Hann vildi að þau gerðu sáttmála við sig og yrðu innsigluð sem fjölskyldur.

Heilagir, 1:571, 579–80

Brigham hjálpar hinum heilögu að hljóta blessanir í musterinu.

Að nokkrum mánuðum liðnum, var musterið tilbúið fyrir fólk til að gera sáttmála þar. Þúsundir heilagra komu í musterið. Brigham dvaldi í musterinu langt fram á nótt til að hjálpa þeim að gera sáttmála við Drottin. Að lokum sagði Brigham öllum að þau þyrftu að yfirgefa Nauvoo.

Heilagir, 1:582

Brigham segir hinum heilögu að þeir þurfi að yfirgefa Nauvoo.

Þegar Brigham vaknaði morguninn eftir, biðu fleiri heilagir við musterið. Brigham sagði þeim að ekki væri öruggt að dvelja í Nauvoo. Þau þurftu að finna sér nýtt heimili í vestrinu. Hann lofaði að þau gætu byggt nýtt musteri þegar þau kæmu þangað.

Heilagir, 1:582–83, 2:13–14

Heilagir biðja Brigham að þau fái að meðtaka blessanir í musterinu.

En hin heilögu fóru þó ekki. Þau vildu gera sáttmála við Drottin áður en þau hófu ferð sína til nýrra heimkynna.

Heilagir, 1:583

Brigham heldur áfram að hjálpa hinum heilögu að hljóta blessanir í musterinu.

Brigham sá andlit þeirra og sá sig um hönd. Hann varði það sem eftir var dags og næsta dag við að hjálpa hinum heilögu að gera sáttmála í musterinu.

Heilagir, 1:583

Hinir heilögu yfirgefa Nauvoo og hefja ferð sína vestur.

Nú þegar hinir heilögu höfðu gert sáttmála við Drottin, var kominn tími til að yfirgefa Nauvoo. Brigham vissi að Drottinn hafði fyrirbúið þeim stað. Hann hafði séð hann í sýn. Þau hófu ferð sína. Veðrið var kalt og jörðin aurug. Fólk veiktist. Þau voru þegar að verða uppiskroppa með mat.

Heilagir, 2:16–18, 20–21

Brigham og fleiri búa í búðum á kafi í snjó.

Hinir heilögu áttu langt ferðalag fyrir höndum. Brigham velti fyrir sér hvernig þau gætu tekist á við svo langt og strangt ferðalag. Hann bað til Guðs um hjálp.

Heilagir, 2:46

Heilagir annast hver annan í Vetrarstöðvunum.

Drottinn veitti Brigham opinberun. Hann kenndi Brigham hvernig leiða ætti hina heilögu. Hann sagði að þau ættu að hjálpa hvert öðru að annast hina fátæku.

Kenning og sáttmálar 136:1–8

Hinir heilögu halda ferð sinni áfram vestur að vori.

Drottinn sagði að hinir heilögu skyldu minnast sáttmálanna sem þeir hefðu gert við hann. Ef þeir gerðu það, myndi hann blessa þá og hjálpa þeim á ferðalagi þeirra.

Kenning og sáttmálar 136:4, 11, 42; Heilagir, 2:47

Fjölskylda krýpur við gröf.

Ferðin var enn mjög erfið. Sumir dóu. Vegna musterissáttmála sinna, vissu hinir heilögu þó að þeir myndu sjá fjölskyldumeðlimi sína aftur.

Wilford Woodruff og Brigham Young koma til Saltvatnsdalsins.

Nokkrum mánuðum síðar komu hinir fyrstu heilögu í Saltvatnsdalinn, árið 1847. Þegar Brigham Young sá dalinn sagði hann: „Þetta er staðurinn.“ Það var sami staðurinn og hann hafði séð í sýn. Þar yrðu hinir heilögu öruggir. Hér gætu þeir tilbeðið Drottin og unnið verk hans í friði.

Heilagir, 2:17, 64–67

Myndaröð af musterum og heilögum víða um heim.

Í áranna rás komu fleiri og fleiri heilagir. Þeir byggðu miklu fleiri musteri, þar sem fólk gat gert sáttmála við Drottin. Þeir sendu trúboða út um víðan heim til að kenna fagnaðarerindi Jesú Krists. Kirkja frelsarans hélt áfram að vaxa og blessaði börn himnesks föður hvarvetna.