„Newel og Ann Whitney hitta spámanninn Joseph,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)
„Newel og Ann Whitney hitta spámanninn Joseph,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum
Október 1830–febrúar 1831
Newel og Ann Whitney hitta spámanninn Joseph
Drottinn svarar trúarbæn
Ann og Newel Whitney áttu verslun í Kirtland, Ohio. Ann ólst ekki upp við kirkjusókn né að læra um Drottin, en hana langaði að kynnast honum. Eftir að hún og Newel giftust, báðust þau oft fyrir og báðu Drottin að leiða sig.
Heilagir, 1:111–12
Kvöld eitt, meðan Ann og Newel voru á bæn, sáu þau sýn. Ský hvíldi yfir húsi þeirra í sýninni. Andi Guðs fyllti þau. Skýið umlukti þau. Þau heyrðu síðan rödd frá himni. Hún sagði: „Búið yður undir að taka á móti orði Drottins, því að það kemur.“
Heilagir, 1:111
Eftir nokkurn tíma kom Parley Pratt til Kirtland. Hann og félagar hans kenndu fagnaðarerindi Jesú Krists. Um leið og Ann heyrði hvað þeir kenndu, vissi hún að það var satt. Hún fór heim til að deila fréttunum með Newel. Brátt voru þau skírð.
Heilagir, 1:112
Tveimur mánuðum síðar komu karl og kona í verslun Newel. Newel þekkti þau ekki, en maðurinn tók í hönd Newels og nefndi Newel með nafni. Maðurinn sagði: „Ég er spámaðurinn Joseph.“ Hann útskýrði að Drottinn væri að svara bænum Newels. Hann hafði sent Emmu og Joseph til að hitta Ann og Newel.
Heilagir, 1:113
Newel og Ann vissu að sýn þeirra væri að rætast. Þau báðu Joseph og Emmu að vera hjá sér á heimili sínu. Ann og Newel elskuðu Jesú og fagnaðarerindi hans. Þau gáfu allar eigur sínar til hinna heilögu og kirkju frelsarans.
Kenning og sáttmálar 38:23–27, 34–42; Heilagir, 1:114