Sögur úr ritningunum
Elijah Able


„Elijah Able,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)

„Elijah Able,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum

1838

Elijah Able

Trúarleiðangur og hugrekki

Elijah Able skírir Eunice Franklin.

Drottinn kallaði mann að nafni Elijah Able til að verða trúboði. Elijah kenndi Eunice og Charles Franklin fagnaðarerindi Jesú Krists. Hann sagði þeim frá Mormónsbók og spámanninum Joseph Smith. Eunice og Charles trúðu því sem hann kenndi og vildu ganga í kirkjuna. Elijah skírði þau.

Heilagir, 1:316

Elijah dreymir draum.

Elijah fór til að miðla fagnaðarerindinu í öðrum bæ. Nótt eina, nokkrum mánuðum síðar, dreymdi hann vinkonu sína, Eunice. Í draumnum var Eunice ekki lengur viss um að Mormónsbók væri sönn eða að Joseph Smith væri spámaður. Þegar Elijah vaknaði, fór hann þegar í stað aftur til að athuga með Eunice.

Kenning og sáttmálar 75:27; Heilagir, 1:315‑16

Elijah ræðir við Eunice.

Eunice varð hissa að sjá Elijah við dyr sínar! Draumur Elijah var réttur: Eunice trúði ekki lengur á Mormónsbók eða Joseph Smith.

Heilagir, 1:317

Elijah prédikar í skóla.

Elijah bað Eunice að koma og hlusta á sig prédika í skóla. Þegar hún heyrði orð Elijah fann hún aftur fyrir heilögum anda. Hún vissi að fagnaðarerindið væri sannleikur!

Heilagir, 1:317

Elijah ræðir við fólk fyrir utan skólann.

Elijah lofaði Eunice að hann myndi koma aftur eftir tvær vikur til að boða fagnaðarerindið. En sumir í bænum vildu ekki að hann kæmi aftur. Eftir að Elijah fór, tóku þau að segja öllum að Elijah hefði drepið fólk. Þeir buðu verðlaun fyrir hvern þann sem fyndi hann.

Heilagir, 1:318

Eunice að þræta við fólk í bænum.

Eunice vissi að fólkið væri að ljúga upp á Elijah. Hann hafði ekki drepið neinn. Hann var góður maður og þjónn Guðs. Hún vissi að lygar þess myndu ekki hindra Elijah í að koma til bæjarins þeirra til að boða fagnaðarerindið. Eunice sagði fólkinu að Elijah myndi koma aftur. „Guð mun vernda hann,“ sagði hún.

Heilagir, 1:318

Elijah kemur aftur í skólann.

Elijah kom aftur. Hann kom í sama skóla og hann hafði áður prédikað. Hann var troðfullur af fólki sem vildi að hann yrði handtekinn. Elijah stóð frammi fyrir mannfjöldanum. Hann sagði að ef fólkið vildi handtaka sig, ætti það að gera það núna, áður en hann tæki að kenna. Ef ekki, ætti það að leyfa honum að kenna.

Heilagir, 1:318

Fólk horfir á Elijah þegar hann kennir.

Enginn hreyfði sig. Elijah beið, en mannfjöldinn sat þögull. Elijah söng sálm, flutti bæn og kenndi fagnaðarerindi Jesú Krists. Kraftur Guðs var yfir honum. Eftir að hann hafði lokið kennslunni, talaði hann við vini sína, Eunice og Charles, og hélt trúboði sínu áfram í friði.

Heilagir, 1:319