Sögur úr ritningunum
Parley og Thankful Pratt


„Parley og Thankful Pratt,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)

„Parley og Thankful Pratt,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum

Ágúst – september 1830

Parley og Thankful Pratt

Trú til að fylgja andanum

Parley og Thankful Pratt á býli sínu.

Parley Pratt og Thankful Pratt voru bændur í Ohio. Dag einn fann Parley andann segja sér að yfirgefa heimili sitt til að kenna fólki um Biblíuna.

Heilagir, 1:92

Parley og Thankful fara til að kenna um Biblíuna.

Parley og Thankful seldu býlið sitt. Þau vissu ekki hvert þau myndu fara, en treystu því að Guð myndi blessa þau fyrir að þjóna honum.

Heilagir, 1:92

Parley fer frá borði í New York.

Parley og Thankful tóku föt og peninga og fóru um borð í bát. Þegar þau ferðuðust í gegnum New York, sagði andinn Parley að fara úr bátnum. Parley bað Thankful að halda áfram án hans. Hann lofaði að koma fljótlega aftur til hennar. Honum fannst það vera eitthvað sem Guð vildi að hann gerði í New York.

Heilagir, 1:92

Parley lærir um Mormónsbók.

Parley gekk langa leið. Loks kom hann að heimili prédikara. Prédikarinn sagði Parley frá undarlegri bók sem einhver hafði gefið honum. Hún kom af gulltöflum og var skrifuð fyrir löngu síðan. Hún var kölluð Mormónsbók. Ungur maður í New York hafði þýtt hana með krafti Guðs.

Heilagir, 1:92

Parley meðtekur vitnisburð um Mormónsbók.

Parley var mjög forvitinn. Prédikarinn sýndi Parley bókina. Parley opnaði bókina spenntur og hóf að lesa. Klukkustundir liðu, en hann gat ekki hætt að lesa, ekki einu sinni til að borða eða sofa. Andi Drottins sagði honum að þetta væri sannleikur.

Heilagir, 1:92–93.

Parley og Hyrum Smith tala saman um Mormónsbók.

Parley unni Mormónsbók svo mikið, að hann langaði að finna manninn sem þýddi hana. Hann gekk að býli Smith-fjölskyldunnar, þar sem hitti hann Hyrum, bróður Josephs. Þeir töluðu saman alla nóttina. Hyrum sagði Parley að Mormónsbók væri sönn. Hann gaf Parley sitt eigið eintak af bókinni.

Heilagir, 1:93

Parley hélt áfram að lesa Mormónsbók.

Þegar hann hélt áfram að lesa, komst Parley að því að Jesús Kristur hefði heimsótt fólkið í Ameríku fyrir löngu síðan. Parley fékk séð að Mormónsbók var dýrmætari en allur auður heimsins. Hann hlakkaði til þess að snúa aftur til Thankful og miðla henni því sem hann hafði lært.

Heilagir, 1:93; 3. Nefí 11:1–12

Parley miðlar Thankful og fjölskyldu sinni Mormónsbók.

Parley sagði Thankful og öðrum fjölskyldumeðlimum sínum frá Mormónsbók. Hann sagði þeim hvað hún kenndi um Jesú Krist. Thankful var glöð yfir því að Parley hafði fylgt andanum og fundið það verk sem Guð vildi að hann gerði. Líkt og Parley, þá komst Thankful að því sjálf að Mormónsbók væri sönn.

Heilagir, 1:98–99.