Sögur úr ritningunum
Ísraelsfylkingin


„Ísraelsfylkingin,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)

„Ísraelsfylkingin,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum

Nóvember 1833–febrúar 1835

Ísraelsfylkingin

Læra að treysta Drottni

Heilagir í Missouri búa í tjöldum.

Hinir heilögu, sem höfðu búið í Independence, Missouri, þurftu á hjálp að halda. Þeir höfðu unnið hörðum höndum að því að byggja upp Síon, eins og Guð hafði beðið um. En aðrir bæjarbúar vildu ekki hafa þá þar. Þeir neyddu hina heilögu til að yfirgefa heimili sín.

Heilagir, 1:195

Joseph Smith fréttir af erfiðleikum hinna heilögu í Missouri.

Joseph Smith bjó í Kirtland. Hann heyrði af því sem kom fyrir hina heilögu í Missouri og varð dapur. Hann baðst fyrir til að vita hvað gera skyldi. Drottinn bauð Joseph að finna fólk til að fara með sér til Missouri. Það vonaðist til þess að stjórnvöld hjálpuðu hinum heilögu við að endurheimta heimili sín.

Kenning og sáttmálar 103:1–2, 11–20, 30–34; Heilagir, 1:195–96

Ísraelsfylkingin býr sig undir að hjálpa hinum heilögu í Missouri.

Um 100 manns buðust til að slást í för með honum. Spámaðurinn kallaði þennan hóp Ísraelsfylkinguna. Þau hlökkuðu til að fara til að hjálpa hinum heilögu í Missouri.

Heilagir, 1:197–99

Joseph heilsar Brigham Young, Heber Kimball og Wilford Woodruff

Brigham Young og vinur hans, Heber Kimball, voru í hópnum. Piltur að nafni Wilford Woodruff kom alla leið frá New York til að hjálpa.

Heilagir, 1:197–98

Meðlimir Ísraelsfylkingar taka sér hvíld.

Fleiri bættust í hópinn. Þau gengu í heilan mánuð og fóru yfir breitt fljót til Missouri. Þau voru þreytt og aum. Hin langa ganga hafði einnig valdið nokkrum vonbrigðum. Þau áttu enn langt í að komast til borgarinnar Independence.

Heilagir, 1:200–201

Kona segir Joseph að hópur karla sé að leita að Ísraelsfylkingunni.

Þegar þau héldu göngunni áfram, kallaði kona til þeirra. Hún sagði karlmenn vera að koma til að drepa þau.

Heilagir, 1:203

Fimm menn á hestbaki ógnandi Joseph og Ísraelsfylkingunni.

Ísraelsfylkingin nam staðar fyrir nóttina á hæð einni ofan við á. Er þau settu upp búðir, riðu fimm karlar til þeirra á hestum. Þeir gortuðu yfir því að 300 menn til viðbótar væru á leið til að ráðast á fylkinguna. Margir meðlimir Ísraelsfylkingarinnar voru áhyggjufullir. Joseph sagði þeim að hafa trú á að Guð myndi hjálpa þeim.

Heilagir, 1:203

Joseph og fleiri finna skjól inni í kirkju.

Brátt fylltist himinninn gráum skýjum. Úrhellisrigning tók að falla. Áin varð dýpri. Vindurinn blés niður trjám. Eldingar leiftruðu á himninum. Joseph og fólkið fundu litla kirkju þar sem þau gátu verið örugg. Þau sungu sálma alla nóttina. „Guð er í storminum!“ sagði Joseph.

Heilagir, 1:203–4

Joseph segir meðlimum Ísraelsfylkingarinnar að þeir geti farið heim.

Stormurinn hafði stöðvað karlmennina sem vildu ráðast á þau. Fylkingin var örugg. Stjórnvöld sögðust þó ekki myndu hjálpa hinum heilögu. Drottinn sagði Joseph að Ísraelsfylkingin gæti farið heim. Hinir heilögu ættu að byggja upp Síon með því að halda boðorð Guðs. Hann lofaði að „heyja orrustu Síonar“.

Kenning og sáttmálar 105:1–19; Heilagir, 1:204–5

Meðlimir Ísraelsfylkingarinnar ræða saman.

Sumir meðlimir fylkingarinnar urðu æstir þegar þeir heyrðu þetta. Þeir voru sorgmæddir yfir því að fá ekki að berjast fyrir Síon. Sumir töldu að Ísraelsfylkingin hefði brugðist. Aðrir, eins og Brigham Young, Heber og Wilford, voru þakklátir fyrir að geta verið með spámanninum Joseph og lært af honum.

Heilagir, 1:205–6

Brigham Young settur í embætti sem postuli Jesú Krists.

Síðar sagði Drottinn Joseph Smith að kalla tólf postula til að hjálpa við að leiða kirkju hans. Postularnir yrðu sérstök vitni nafns Jesú Krists um allan heim. Átta af postulunum tólf höfðu gengið með Ísraelsfylkingunni. Að þjóna með Joseph, hjálpaði við að búa þá undir þessa mikilvægu köllun.

Kenning og sáttmálar 18:26–27; 107:23; Heilagir, 1:214–17