„Joseph og Hyrum fórna lífi sínu fyrir fagnaðarerindið,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)
„Joseph og Hyrum fórna lífi sínu fyrir fagnaðarerindið,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum
Mars–júní 1844
Joseph og Hyrum fórna lífi sínu fyrir fagnaðarerindið
Spámaðurinn deyr, en verk Drottins heldur áfram
Joseph Smith hafði áhyggjur. Hvað myndi gerast fyrir kirkjuna ef hann dæi? Hann vildi tryggja að verk Drottins héldi áfram. Hann kallaði því postulana saman og veitti þeim prestdæmislyklana sem Jesús Kristur hafði veitt honum. Það þýddi að postularnir gátu leitt kirkju Drottins og unnið verk hans. Þetta hjálpaði Joseph að líða betur.
Heilagir, 1:519–20
Margir voru þó reiðir Joseph. Sumir vildu jafnvel drepa hann. Þeim líkaði ekki það sem hann kenndi. Þeir skrifuðu um hann í dagblað til að reita fleiri til reiði gagnvart Joseph og kirkjunni. Sumir þeirra vildu ráðast á Nauvoo.
Heilagir, 1:526–28, 530–32, 533–34
Joseph og aðrir leiðtogar í Nauvoo létu eyðileggja prentsmiðjuna til að koma í veg fyrir útbreiðslu hatursins. Þetta gerði fólk enn reiðara. Ríkisstjórinn sagði Joseph að fara til Carthage-borgar, svo að dómari gæti skorið úr um hvort hann hefði brotið lögin. Joseph vissi að ef hann færi til Carthage, myndi fólkið drepa hann.
Kenning og sáttmálar 135:4; Heilagir, 1:533–37, 539–41
Joseph vildi þó líka að hinir heilögu væru öruggir. Ef hann færi til Carthage, léti fólkið ef til vill hina heilögu í Nauvoo í friði. Joseph ákvað að fara. Hann blessaði Emmu og börn sín, kyssti þau bless og hélt til Carthage.
Heilagir, 1:542–44
Bróðir Josephs, Hyrum, fór með honum. Það gerðu líka John Taylor, Willard Richards og fleiri vinir. Þegar þeir fóru, stöðvaði Joseph hest sinn og horfði til baka yfir Nauvoo. „Þetta er fallegasti staðurinn og besta fólkið undir himninum,“ sagði hann.
Heilagir, 1:543–45
Þegar þeir komu til Carthage, voru þeir settir í fangelsi. Þegar þeir voru í fangelsinu, las Hyrum fyrir þá í Mormónsbók. Joseph sagði vörðunum að Mormónsbók væri sönn.
Heilagir, 1:546
John Taylor söng sálm um Jesú til að hughreysta vini sína. Það var fallegt og Hyrum bað hann að syngja það aftur.
Heilagir, 1:549
Síðar sama dag komu reiðir menn vopnaðir inn í fangelsið. Þeir ýttu hurðinni og tóku að skjóta inn í herbergið þar sem Joseph og vinir hans voru. John Taylor var illa særður. Hyrum og Joseph voru myrtir.
Kenning og sáttmálar 135:1–2; Heilagir, 1:550–52
Hinir heilögu urðu mjög sorgmæddir þegar þeir komust að því að Joseph og Hyrum væru látnir. Þeir vissu þó að dráp spámannsins myndi ekki stöðva kirkjuna. Þetta er kirkja frelsarans og hann myndi halda áfram að leiða hana. Kirkjan myndi halda áfram að vaxa og blessa börn Guðs hvarvetna um heim.
Heilagir, 1:553–59