„Bygging Kirtland-musterisins,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)
„Bygging Kirtland-musterisins,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum
Desember 1832–mars 1836
Bygging Kirtland-musterisins
Sérstakt hús fyrir Drottin
Drottinn sagði Joseph Smith að tími væri kominn fyrir hina heilögu að byggja sérstakt hús í Kirtland. Þetta hús yrði musteri, staður þar sem Drottinn myndi vitja fólks síns og gefa því loforð. Hann myndi gefa þeim sérstaka gjöf í musteri sínu. Hann kallaði gjöfina kraft frá upphæðum eða musterisgjöf.
Kenning og sáttmálar 88:119; 95:8; Heilagir, 1:205
Hinir heilögu hófu ekki byggingu musterisins þegar í stað. Nokkrum mánuðum síðar minnti Drottinn þau á að musterið væri afar mikilvægt. Hyrum Smith hljóp heim til foreldra sinna til að ná í verkfæri. Þegar mamma hans spurði hvert hann væri að fara, sagðist hann vilja verða fyrstur til að vinna við hús Drottins.
Hinir heilögu í Kirtland hófu byggingu musterisins. Það kostaði mikla peninga og krafðist mikillar vinnu. Kirkjumeðlimir, líkt og Sidney Rigdon, gáfu mikla peninga til byggingar musterisins. Þeir voru spenntir yfir því að fylgja boðorðum Drottins og meðtaka blessanir í húsi hans.
Heilagir, 1:209-211
Þegar hinir heilögu unnu við musterið, urðu þeir uppiskroppa með peninga. Sidney og aðrir kirkjuleiðtogar voru áhyggjufullir. Sidney bað til Guðs um hjálp.
Heilagir, 1:210–11
Meðlimur kirkjunnar, Caroline Tippets, og fjölskylda hennar höfðu safnað miklum peningum. Caroline leyfði að kirkjan fengið peningana að láni til að hjálpa til við byggingu musterisins.
Heilagir, 1:211–13
Margir hinna heilögu í Kirtland lögðu hart að sér við að byggja musterið. Sumir óku vögnum fullum af steinum að musterinu. Aðrir útbjuggu föt og mat fyrir verkamennina. Börnin söfnuðu saman glerbrotum til að mala og setja á veggi musterisins, svo þeir glitruðu og skinu í sólarljósinu.
Heilagir, 1:210, 219, 221
Fljótlega var musterið fullgert! Hinir heilögu hlökkuðu til að fara í hús Drottins til að meðtaka blessanirnar sem Drottinn hafði lofað þeim.
Heilagir, 1:221