Sögur úr ritningunum
Samuel Smith miðlar Mormónsbók


„Samuel Smith miðlar Mormónsbók,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)

„Samuel Smith miðlar Mormónsbók,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum

1830 – 1832

Samuel Smith miðlar Mormónsbók

Ein bók blessar líf margra

Samuel Smith deilir Mormónsbók með John og Rhodu Greene.

Drottinn kallaði Samuel Smith, yngri bróður Josephs, í trúboð til að miðla fagnaðarerindinu. Samuel hitti John og Rhodu Greene og sagði þeim frá Mormónsbók. John var prédikari í annarri kirkju. Hann sagði að hann myndi taka eintak af bókinni og sjá hvort einhver í kirkjunni hans vildi lesa hana.

Heilagir, 1:99

Rhoda afhendir Samúel aftur Mormónsbók.

Eftir nokkra mánuði kom Samuel aftur. Rhoda sagði eiginmann sinn ekki geta fundið neinn sem vildi lesa Mormónsbók. Hún lét Samuel fá hana aftur.

Heilagir, 1:99

Rhoda segir Samúel að henni líkaði að lesa Mormónsbók.

Samúel var leiður. Hann snéri við til að fara, en Rhoda stöðvaði hann. Hún sagðist hafa lesið Mormónsbók og hefði líkað hún.

Heilagir, 1:99

Samúel afhendir Rhodu Mormónsbók og býður henni að biðja Guð um vitnisburð.

Heilagur andi sagði Samúel að skila bókinni aftur til Rhodu. „Biddu Guð að gefa þér vitnisburð,“ sagði Samúel við hana. Hann kenndi Rhodu um heilagan anda og hvernig hún myndi vita að Mormónsbók væri sönn.

Moró 10:3 – 5; Heilagir, 1:99–100

Samúel snýr heim úr trúboði sínu.

Samúel snéri heim úr trúboði sínu. Hann hafði ekki skírt neinn og einungis fáir höfðu áhuga á Mormónsbók.

Rhoda deilir Mormónsbók með bróður sínum, Brigham Young.

Rhoda og John báðust fyrir og heilagur andi sagði þeim að Mormónsbók væri sönn. Rhoda deildi síðan bókinni með bróður sínum, Brigham Young.

Heilagir, 1:100

Brigham Young og Heber Kimball lesa Mormónsbók.

Brigham og vinur hans, Heber Kimball, höfðu leitað hinnar sönnu kirkju Jesú. Þeir lesa Mormónsbók. Þeir lærðu og báðust fyrir varðandi fagnaðarerindi Jesú Krists í næstum tvö ár.

Brigham hlustar á trúboða gefa vitnisburð sinn.

Á þessum tíma fóru Brigham og Heber með fjölskyldum sínum á kirkjusamkomur. Á einum þessara funda heyrði Brigham trúboða miðla vitnisburði sínum. Trúboðinn var ekki góður ræðumaður, en Brigham skynjaði heilagan anda þegar hann talaði. Brigham vissi að hann var að segja sannleikann.

Brigham og Heber miðla fagnaðarerindinu.

Brigham, Heber og eiginkonur þeirra, Miriam og Vilate, skírðust. Þau elskuðu frelsarann og fagnaðarerindi hans. Mörgum árum síðar kallaði Drottinn Brigham og Heber sem postula sína og að þjóna í trúboði. Vegna þess að Samúel miðlaði Mormónsbók, gengu margir í kirkju frelsarans.

Kenning og sáttmálar 124:127–29126; Heilagir, 1:215–16