Sögur úr ritningunum
Draumur Desideriu


„Draumur Desideriu,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)

„Draumur Desideriu,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum

1880–1886

Draumur Desideriu

Leidd af Drottni í Mexíkó

Desideriu Yáñez dreymir draum.

Desideria Yáñez bjó í Nopala, Mexíkó. Nótt eina dreymdi Desideriu að lítil bók væri búin til í Mexíkóborg. Hún var kölluð Voz de amonestación eða Aðvörunarrödd. Þegar Desideria vaknaði vissi hún að hún yrði að finna þessa bók.

Heilagir, 2:477

Desideria segir syni sínum frá draumnum.

En Mexíkóborg var langt í burtu og Desideria var of gömul til að fara í svona langt ferðalag. Hún fann að Drottinn vildi að hún fyndi bókina. Hún sagði því syni sínum, José, frá draumnum. Hann taldi bókina líka mikilvæga. Hann sagði móður sinni að hann myndi finna hana fyrir hana.

Heilagir, 2:478

José kemur til Mexíkóborgar.

Þegar José kom til Mexíkóborgar voru göturnar iðandi, háværar og fullar af fólki. Hvernig gat hann fundið bókina í svona mikilli mannþröng?

Heilagir, 2:478

José hittir James Stewart.

Eftir nokkra daga hitti José trúboða að nafni James Stewart. James sagðist vera að vinna að prentun bókar sem heitir Voz de amonestación.

Heilagir, 2:478

James ræðir um Mormónsbók.

José var afar spenntur! Hann sagði James frá draumi móður sinnar. James útskýrði að trúboðar myndu nota Voz de amonestación til að kenna fólki um Jesú Krist og nýja ritningu, Mormónsbók.

Heilagir, 2:478

James gefur José bækur til að hjálpa honum að læra um fagnaðarerindið.

Voz de amonestación var enn ekki tilbúin og Mormónsbók hafði ekki verið þýdd á spænsku. En James gaf José aðrar bækur og bæklinga til að hjálpa honum og móður hans að læra um Jesú Krist, Mormónsbók og hina endurreistu kirkju.

Kenning og sáttmálar 90:11; Heilagir, 2:478–79

José og móðir hans læra saman um fagnaðarerindið.

José flýtti sér heim til móður sinnar. Þau lærðu fagnaðarerindið saman og vissu að það væri sannleikur. Desideria bað trúboða að koma og skíra sig.

Heilagir, 2:479

Desideria, José og Carmen dóttir José skírð.

Desideria var ein af fyrstu konunum sem skírðust í Mexíkó. José og dóttir hans skírðust líka.

Heilagir, 2:479

Desideria fær í hendur eintak af Mormónsbók.

Þegar Voz de amonestación var tilbúin, fékk José tíu eintök sem móðir hans gat deilt með öðrum í Nopala. Mörgum árum síðar, þegar Mormónsbók var loks prentuð á spænsku, varð Desideria fyrsti einstaklingurinn í Mexíkó til að fá eintak. Hún vissi að Drottinn hafði leitt hana til sinnar endurreistu kirkju.

Kenning og sáttmálar 88:81; Heilagir, 2:479