„Samansöfnun í Ohio,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)
„Samansöfnun í Ohio,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum
Desember 1830–maí 1831
Samansöfnun í Ohio
Trú Lucy Smith og kraftaverk
Í Ohio gengu sífellt fleiri í kirkjuna. Drottinn sagði Joseph Smith að hinir heilögu sem byggju á öðrum stöðum ættu að safnast saman í Ohio. Það yrði langt ferðalag. Drottinn lofaði hins vegar að eftir að þau hefðu safnast saman, myndi hann kenna hinum heilögu lögmálið sitt og blessa þá með krafti til að vinna verk sitt.
Kenning og sáttmálar 37; 38:32; Heilagir, 1:109–110
Lucy, móðir Josephs, og um 80 manna hópur kirkjumeðlima yfirgáfu heimili sín í New York og fluttu til Ohio. Þau fóru um borð í bát sem myndi fara með þau hluta leiðarinnar. Eftir að hafa ferðast í nokkra daga, þurfti báturinn að hætta för. Þykkur ís í vatninu hindraði leið þeirra.
Heilagir, 1:121–22.
Hinir heilögu urðu að bíða eftir að ísinn brotnaði í sundur. Þeir voru þreyttir, hungraðir, blautir og kaldir.
Heilagir, 1:122
Biðin reyndi á þolrifin. Sumir hinna heilögu tóku að þræta sín á milli.
Heilagir, 1:122
Lucy leið ekki vel að hlusta á hina heilögu þræta. Hún vissi að hún yrði að segja eitthvað. „Hvar er trú ykkar?“ spurði hún. Lucy sagði hinum heilögu, að ef þeir bæðu til Guðs, myndi hann brjóta upp ísinn, svo þau gætu haldið ferð sinni áfram.
Heilagir, 1:122–23
Skyndilega heyrðu þau miklar drunur þegar ísinn brotnaði í sundur. Rás opnaðist í ísnum, rétt nægilega breið til að báturinn þeirra gæti farið þar í gegn.
Heilagir, 1:123
Hinir heilögu voru hissa og þakklátir. Þau komu saman til að biðja og þakka himneskum föður. Bátur þeirra sigldi heilu og höldnu í átt til Ohio.
Heilagir, 1:123
Þegar þessir heilögu komu til Ohio tóku meðlimir kirkjunnar þar fagnandi á móti þeim og hjálpuðu þeim að finna sér samastað. Drottinn stóð við loforð sitt um að kenna þeim lögmál sitt og veita þeim mátt til að vinna verk sitt.
Kenning og sáttmálar 42; Heilagir, 1:126