Ritningar
Kenning og sáttmálar 133
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

133. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Hiram, Ohio, 3. nóvember 1831. Í formála að þessari opinberun, segir í sögu Josephs Smith: „Á þessum tíma var það margt, sem öldungarnir vildu vita varðandi prédikun fagnaðarerindisins til íbúa jarðar og varðandi samansöfnunina. Og til að geta gengið í hinu sanna ljósi og fengið leiðbeiningar að ofan, spurði ég Drottin hinn 3. nóvember 1831 og hlaut þessa mikilvægu opinberun, sem hér fer á eftir.“ Þessum kafla var fyrst bætt við Kenningu og sáttmála sem viðauka, en fékk síðar kaflanúmer.

1–6, Hinum heilögu er boðið að búa sig undir síðari komuna; 7–16, Öllum mönnum er boðið að flýja frá Babýlon, koma til Síonar og búa sig undir hinn mikla dag Drottins; 17–35, Hann mun standa á Síonfjalli, meginlöndin verða eitt land, og hinar týndu ættkvíslir Ísraels munu snúa aftur; 36–40, Fagnaðarerindið var endurreist með Joseph Smith og skal prédikað um allan heim; 41–51, Drottinn mun koma niður með refsingu yfir hina ranglátu; 52–56, Það verður ár hans endurleystu; 57–74, Fagnaðarerindið skal sent út til frelsunar hinum heilögu og tortímingar hinum ranglátu.

1 Hlýðið á, ó, fólk kirkju minnar, segir Drottinn Guð yðar, og hlustið á orð Drottins varðandi yður —

2 Drottins, sem skyndilega mun akoma til musteris síns, Drottins, sem koma mun yfir heiminn með fordæming og bdóm. Já, yfir allar þjóðir sem gleyma Guði og yfir alla óguðlega meðal yðar.

3 Því að hann mun gjöra aberan heilagan armlegg sinn fyrir augum allra þjóða, og öll endimörk jarðar munu sjá bhjálpræði Guðs síns.

4 Búið yður því, búið yður, ó, fólk mitt. Helgið yður, safnist saman í landi Síonar, ó, fólk kirkju minnar, allir þér sem ekki hafið fengið boð um að halda kyrru fyrir.

5 Farið út frá aBabýlon. Verið bhrein, sem berið ker Drottins.

6 Boðið til hátíðarsamkoma yðar og atalið oft hvert til annars. Og sérhver maður ákalli nafn Drottins.

7 Já, sannlega segi ég yður enn, að tíminn er kominn er rödd Drottins segir við yður: Farið út frá Babýlon. aSafnist saman frá öllum þjóðum, frá hinum bfjórum vindum, frá einum enda himins til annars.

8 aSendið öldunga kirkju minnar til fjarlægra þjóða, til beyja sjávarins. Sendið til annarra landa. Kallið allar þjóðir, fyrst cÞjóðirnar og síðan dGyðingana.

9 Og sjá og tak eftir, þetta skal vera hróp þeirra, og rödd Drottins til allra manna: Farið til lands Síonar, svo að þenja megi út landamæri þjóðar minnar og astikur hennar styrkist, og bSíon breiðist út til nærliggjandi héraða.

10 Já, látið hrópið hljóma meðal allra þjóða: Vaknið og rísið á fætur og farið til móts við abrúðgumann. Sjá og tak eftir, brúðguminn kemur, farið til móts við hann. Búið yður undir hinn bmikla dag Drottins.

11 Verið þess vegna á averði, því að hvorki bvitið þér daginn né stundina.

12 Þess vegna skulu þeir, sem ameðal Þjóðanna eru, flýja til bSíonar.

13 Og þeir, sem af aJúda eru komnir, flýi til bJerúsalem, til cfjalla dhúss Drottins.

14 Farið frá þjóðunum, já, úr Babýlon, úr miðju ranglætinu, sem er hin andlega Babýlon.

15 En sannlega, svo segir Drottinn: Lát útgöngu yðar ekki verða í aflýti, heldur skal allt vel undirbúið. Og sá, sem fer, skal bekki líta til baka, svo að bráð tortíming komi ekki yfir hann.

16 Hlýðið á og heyrið, ó, þér íbúar jarðar. aHlustið saman, þér öldungar kirkju minnar, og hlýðið á rödd Drottins, því að hann kallar á alla menn og hann býður öllum mönnum alls staðar að biðrast.

17 Því að sjá, Drottinn Guð hefur asent engil, sem hrópar um miðhimininn og segir: Greiðið Drottni veg og gjörið bbeinar brautir hans, því að stund ckomu hans er í nánd —

18 Þegar alambið mun standa á bSíonfjalli og með honum ceitt hundrað fjörutíu og fjórar þúsundir, með nafn föðurins skráð á enni sér.

19 Búið yður þess vegna undir akomu bbrúðgumans, farið þér, farið til móts við hann.

20 Því að sjá, hann mun astanda á Olíufjallinu og á hinu máttuga hafi, já, hinu mikla djúpi, og á eyjum sjávarins og á landi Síonar.

21 Og hann lætur rödd sína aberast frá bSíon og hann talar frá Jerúsalem og rödd hans mun heyrast meðal allra manna —

22 Og rödd hans verður sem arödd margra vatna og rödd sterkrar bþrumu, sem cbrýtur niður fjöllin, og dalirnir finnast ei.

23 Hann mun gefa hinu mikla djúpi boð, og það hverfur aftur til landanna í norðri og aeyjarnar verða eitt land —

24 Og land aJerúsalem og land Síonar verða aftur á sínum stað og jörðin verður eins og hún var, áður en hún var bgreind í sundur.

25 Og Drottinn, sjálfur frelsarinn, mun standa mitt á meðal fólks síns og aríkja yfir öllu holdi.

26 Og Drottinn verður minnugur þeirra, sem eru í löndunum í anorðri, og spámenn þeirra munu heyra rödd hans og ekki lengur draga sig í hlé, og þeir munu ljósta björgin og ísinn mun bráðna í návist þeirra.

27 Og avegur skal lagður mitt á hið mikla djúp.

28 Óvinir þeirra verða þeim að bráð —

29 Og lifandi vatnslindir munu spretta upp í anöktum eyðimörkunum og sólbrunnar auðnir líða ekki lengur af þorsta.

30 Og þær munu gefa börnum aEfraíms, þjónum mínum, hina miklu fjársjóði sína.

31 Og mörk hinna ævarandi ahæða munu skjálfa í návist þeirra.

32 Og þar munu þeir falla til jarðar og verða krýndir dýrð, já, í Síon, með hendi þjóna Drottins, já, barna Efraíms.

33 Og þeir munu fyllast asöngvum hinnar ævarandi gleði.

34 Sjá, þetta er blessun hins ævarandi Guðs til akynkvísla Ísraels og hin ríkari blessun á höfuð bEfraíms og meðbræðra hans.

35 Og einnig þeir, af ættkvísl aJúda, munu, eftir þjáning sína, bhelgaðir verða frammi fyrir Drottni, til að dvelja í návist hans dag og nótt, alltaf og að eilífu.

36 Og sannlega segir Drottinn nú, svo að þetta verði kunnugt yðar á meðal: Ó, íbúar jarðar, ég hef sent aengil minn, og hann flýgur um miðhimininn og heldur á hinu bævarandi fagnaðarerindi og hefur birst nokkrum. Og hann hefur afhent það manninum, og mun birtast mörgum sem á jörðunni dvelja.

37 Og þetta afagnaðarerindi skal bprédikað csérhverri þjóð, kynkvísl, tungu og lýð.

38 Og þjónar Guðs munu ganga fram og segja hárri röddu: Óttist Guð og gefið honum dýrðina, því að stund dóms hans er runnin upp —

39 Og atilbiðjið hann, sem gjörði himin og jörð og hafið og uppsprettur vatnanna —

40 Ákallið nafn Drottins dag og nótt og segið: Ó, að þú vildir asundurrífa himininn og koma niður, og að fjöllin hjaðni við návist þína.

41 Og það mun koma yfir höfuð þeirra, því að návist Drottins verður sem eyðandi eldur, er brennir, og sem eldur, er lætur vötnin aólga.

42 Ó Drottinn, þú munt koma niður og gjöra andstæðingum þínum nafn þitt kunnugt, og allar þjóðir munu skjálfa við návist þína —

43 Þegar þú gjörir þá hræðilegu hluti, sem þeir eigi vænta —

44 Já, þegar þú kemur niður og fjöllin hjaðna við návist þína, munt þú ahitta þann, sem fagnar og iðkar réttlæti, og sem minnist þín og vegu þinna.

45 Því að frá upphafi veraldar hafa menn ekki haft spurnir af og ekkert eyra heyrt og ekkert auga séð, ó Guð, utan þú, hversu stórfenglega hluti þú hefur afyrirbúið þeim, sem bvæntir þín.

46 Og sagt mun verða: aHver er þessi, sem bkemur niður frá Guði á himni í lituðum klæðum. Já, frá svæðum, sem enginn veit deili á, klæddur dýrðarklæðum sínum og fer um í mikilleik styrks síns?

47 Og hann mun segja: Ég er sá, sem talaði í réttlæti, máttugur til að frelsa.

48 Og Drottinn verður arauður á að líta, og klæði hans verða eins og þess sem treður vínþröngina.

49 Og svo mikil verður dýrð návistar hans, að asólin mun hylja ásjónu sína af blygðun og tunglið mun eigi bera birtu sína og stjörnurnar munu kastast úr stað.

50 Og rödd hans mun heyrast: Vínlagarþróna hef ég atroðið aleinn og dóm hef ég leitt yfir alla og enginn var með mér —

51 Ég hef fótumtroðið þá í heift minni og marið þá sundur í reiði minni, og blóð þeirra ahraut á klæði mín og litaði þau, því að þetta var dagur refsingarinnar, sem mér bjó í hjarta.

52 Og nú er ár minna endurleystu komið, og þeir munu tala um elskandi gæsku Drottins síns og allt, sem hann hefur gefið þeim, í samræmi við góðvild hans og í samræmi við elskandi gæsku hans, alltaf og að eilífu.

53 Í öllum aþrengingum þeirra var að honum þrengt. Og engill návistar hans frelsaði þá. Og af belsku sinni og af vægð sinni cendurleysti hann þá og tók þá á arma sér og bar þá alla forna daga —

54 Já, og einnig aEnok og þá sem með honum voru, spámennina, sem á undan honum voru, og einnig bNóa og þá sem á undan honum voru, og einnig cMóse og þá sem á undan honum voru —

55 Og frá Móse til Elía og frá Elía til Jóhannesar, sem voru með Kristi í aupprisu hans, og hinir heilögu postular, ásamt Abraham, Ísak og Jakob, verða í návist lambsins.

56 Og agrafir hinna bheilögu munu copnast, og þeir munu koma fram og standa lambinu til dhægri handar, þegar hann stendur á eSíonfjalli og á hinni helgu borg fNýju-Jerúsalem. Og þeir munu syngja gsöng hlambsins nótt og dag alltaf og að eilífu.

57 Og af þeirri ástæðu, að menn fengju hlutdeild í þeim adýrðum, sem opinberaðar yrðu, sendi Drottinn fyllingu bfagnaðarerindis síns, ævarandi sáttmála sinn, sem talar máli sínu á skýran og einfaldan hátt —

58 Til að búa hina vanmáttugu undir það sem kemur á jörðina, og að reka erindi Drottins á þeim degi, þegar hinir avanmáttugu munu gjöra hinum vitru kinnroða, og hinir bsmáu verða að máttugri þjóð, og ctveir reka tugþúsundir sínar á flótta.

59 Og með hinu vanmáttuga á jörðunni mun Drottinn aþreskja þjóðirnar með krafti anda síns.

60 Og af þeirri ástæðu voru boðorð þessi gefin. Á þeim tíma sem þau voru gefin var svo boðið, að þau skyldu hulin heiminum, en nú skulu þau asend út til balls holds —

61 Og þetta er að óskum og vilja Drottins, sem ríkir yfir öllu holdi.

62 Og sá, sem aiðrast og bhelgar sig frammi fyrir Drottni, mun hljóta ceilíft líf.

63 Og á þeim, sem aekki hlýða rödd Drottins, mun uppfyllast það, sem spámaðurinn Móse ritaði, að þeir yrðu bútilokaðir frá fólkinu.

64 Og einnig það, sem spámaðurinn aMalakí ritaði: Því að sjá, bdagurinn kemur, cbrennandi sem ofn, og allir hrokafullir og allir þeir sem ranglæti fremja munu verða sem hálmleggir. Og dagurinn sem kemur mun brenna þá upp, segir Drottinn hersveitanna, svo að hvorki verði eftir af þeim rót né kvistur.

65 Þess vegna verður þetta svar Drottins til þeirra:

66 Á þeim degi þegar ég kom til minna eigin, atók enginn yðar á móti mér, og þér voruð burtu reknir.

67 Þegar ég kallaði aftur gegndi enginn yðar. Þó var hvorki aarmur minn of stuttur til að endurleysa, né bkraftur minn of veikur til að bjarga.

68 Sjá, við átölur mínar aþornar hafið. Ég gjöri fljótin að eyðimörk, fiskar þeirra fúlna og deyja úr þorsta.

69 Ég færi himnana í myrkurhjúp og sveipa þá sorgarbúningi.

70 Frá minni hendi kemur aþetta yfir yður — þér skuluð liggja í kvölum.

71 Sjá og tak eftir, enginn getur bjargað yður, því að þér hlýdduð ekki rödd minni, þegar ég kallaði til yðar frá himnum. Þér trúðuð ekki þjónum mínum, og þegar þeir voru asendir yður, tókuð þér ekki á móti þeim.

72 Þess vegna ainnsigluðu þeir vitnisburðinn og bundu upp lögmálið, og þér voruð ofurseldir myrkrinu.

73 Þessir munu fara út í ystu myrkur, þar sem er agrátur og kvein og gnístran tanna.

74 Sjá, Drottinn Guð yðar hefur talað það. Amen.