Aðalráðstefna
Þörfin fyrir kirkju
Aðalráðstefna október 2021


Þörfin fyrir kirkju

Ritningarnar kenna greinilega um uppruna og þörfina fyrir kirkju sem leidd er af Drottni okkar, Jesú Kristi, og með valdi hans.

Fyrir mörgum árum hóf öldungur Mark E. Petersen, meðlimur Tólfpostulasveitarinnar, ræðu með þessu dæmi.

„Kenneth og eiginkona hans, Lucille, eru gott fólk, heiðarleg og vönduð. Þau fara samt ekki í kirkju og þeim finnst þau geta verið gott fólk án hennar. Þau kenna börnum sínum heiðarleika og dyggðir og segja sér sjálfum að það sé um það bil það eina sem kirkjan gæti gert fyrir þau.

Hvað sem öllu líður, þá staðhæfa þau að þau þarfnast helganna fyrir fjölskylduafþreyingar … og [að] kirkjusókn myndi virkilega trufla það.“1

Í dag þá varðar boðskapur minn slíkt gott og trúarlega sinnað fólk sem hefur hætt að sækja eða taka þátt í kirkjum sínum.2 Þegar ég segi „kirkjur,“ þá á ég líka við bænahús, moskur eða önnur trúfélög. Við höfum áhyggjur af því að aðsókn á alla þessa staði hefur minnkað verulega á landsvísu.3 Ef við hættum að meta kirkjur okkar, sama af hvaða ástæðu það er, þá ógnum við andlegri tilvist okkar og verulegur fjöldi sem aðskilur sig frá Guði dregur úr blessunum hans fyrir þjóðir okkar.

Kirkjusókn og kirkjuvirkni hjálpar okkur að verða betra fólk og hafa betri áhrif á líf annarra. Í kirkju er okkur kennt hvernig við eigum að beita trúarreglum. Við lærum af hvert öðru. Sannfærandi fordæmi er kröftugra en prédikun. Við styrkjumst af því að umgangast aðra sem hafa svipaðan þankagang. Í kirkjusókn og kirkjuvirkni eru hjörtu okkar, eins og Biblían orðar það, „[sameinuð] í kærleika.“4

I.

Í ritningunum sem Guð hefur gefið kristnum mönnum, Biblíunni sem og nútíma opinberunum, er greinilega talað um þörfina fyrir kirkju. Hvorttveggja sýnir fram á að Jesús Kristur skipulagði kirkju og áformaði að kirkja myndi halda áfram með verk hans eftir dauða hans. Hann kallaði tólf postula og veitti þeim valdsumboð og lykla til að stjórna henni. Biblían kennir að Kristur sé „höfuð … kirkjunnar“5 og að embættismenn hennar „eiga að fullkomna hin heilögu og láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar.“6 Vissulega er Biblían skýr með uppruna kirkju og nauðsyn hennar í dag.

Sumir segja að það hjálpi þeim ekki að mæta á kirkjusamkomur. Sumir segja „Ég lærði ekkert í dag“ eða „enginn var vingjarnlegur“ eða „ég var móðgaður.“ Persónuleg vonbrigði ættu aldrei að halda okkur frá kenningu Krists, sem kenndi okkur að þjóna en ekki að þiggja þjónustu.7 Með þetta í huga, þá lýsti annar meðlimur því hver megin áhersla hans væri varðandi kirkjusókn.

„Fyrir mörgum árum breytti ég viðhorfi mínu gagnvart kirkjusókn. Ég fer ekki lengur í kirkju sjálfs míns vegna, heldur til að huga að öðrum. Ég geri mér far um að segja halló við fólk sem situr einsamalt, bjóða gesti velkomna, … bjóða mig fram við verkefni. …

„Í stuttu máli þá sæki ég kirkju í hverri viku með þeim ásetningi að vera virkur, ekki óvirkur og skipta máli á jákvæðan hátt í lífi fólks.8

Ljósmynd
Bjóða alla velkomna í kirkju

Spencer W. Kimball forseti sagði: „Við förum ekki á samkomur á sunnudögum til að láta skemmta okkur eða aðeins til að láta fræða okkur. Við förum til að tilbiðja Drottin. Það er á ábyrgð einstaklingsins. … Ef ykkur finnst samkoma vera misheppnuð, þá hafið þið sjálf brugðist. Enginn getur tilbeðið fyrir ykkur. Sjálf verðið þið að setja von ykkar á Drottin.9

Kirkjusókn getur opnað hjörtu okkar og helgað sálir okkar.

Ljósmynd
Deildarráðsfundur

Í kirkju þjónum við ekki einsömul eða að eigin vali eða að eigin hentugleik. Við þjónum vanalega í teymi. Í þjónustu uppgötvum við tækifæri send frá himnum til að rísa ofar einstaklingshyggju okkar tíma. Kirkjustýrð þjónusta gerir okkur mögulegt að sigrast á persónulegri eigingirni sem heftir andlegan vöxt.

Það er hægt að nefna aðra mikilvæga kosti, jafnvel í stuttu máli. Í kirkju eigum við samfélag við yndislegt fólk sem vinnur að því að þjóna Guði. Það minnir okkur á að við erum ekki ein í trúarlegum verkum okkar. Við þörfnumst öll samfélags við aðra og kirkjusamfélög eru sum hver meðal þeirra bestu sem við eigum völ á, fyrir okkur, lífsförunaut okkar og börn. Rannsóknir sýna að án þessa samfélags, sérstaklega á milli barna og trúfastra foreldra, þá eiga foreldrar við aukna erfiðleika að stríða í trúarlegu uppeldi barna sinna.10

II.

Fram að þessu hef ég talað almennt um kirkjur. Nú mun ég ræða hinar sérstöku ástæður fyrir aðild að og mætingu og þátttöku í endurreistri kirkju frelsarans, Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Ljósmynd
Salt Lake musterið

Að sjálfsögðu staðfestum við að ritningarnar, fornar og nútíma, kenna greinilega um uppruna og þörfina fyrir kirkju sem leidd er af Drottni okkar, Jesú Kristi, og með valdi hans. Við vitnum einnig um að hin endurreista kirkja Jesú Krists hefur verið sett á fót til að kenna fyllingu kenningar hans og til að framkvæma með prestdæmisvaldi hans þær helgiathafnir sem nauðsynlegar eru til inngöngu í ríki Guðs.11 Meðlimir sem sleppa því að mæta í kirkju og reiða sig aðeins á eigið andríki, aðskilja sig frá þessum mikilvægu þáttum fagnaðarerindisins: krafti og blessunum prestdæmisins, fyllingu hinnar endurreistu kenningar og hvatningunni og tækifærunum til að beita þeirri kenningu. Þeir fyrirgera sér því tækifæri að gera fjölskyldu sína varanlega að eilífu.

Annar mikilvægur kostur hinnar endurreistu kirkju er að hún hjálpar okkur að vaxa andlega. Vöxtur þýðir breytingar. Í andlegri merkingu þýðir það að iðrast og að leitast við að nálgast Drottin. Í hinni endurreistu kirkju höfum við kenningu, verklag og innblásna aðstoðarmenn sem hjálpa okkur að iðrast. Tilgangur þeirra, jafnvel í meðlimaráðum, er ekki að hegna, eins og á við um glæpadómstóla. Kirkjuaðildarráð leitast við í kærleika að gera okkur hæf fyrir miskunn fyrirgefningar sem er möguleg í gegnum friðþægingu Jesú Krists.

Ljósmynd
Trúboðshjón
Ljósmynd
ganga í átt að musterinu

Einstaklingsbundið andríki getur sjaldan veitt þá hvatningu og umgjörð fyrir óeigingjarna þjónustu sem veitt er af hinni endurreistu kirkju. Gott dæmi um þetta eru þeir piltar, stúlkur og eldra fólk sem gerir hlé á námi sínu og áætlunum eftirlaunaára, til að taka á móti trúboðsköllunum. Þau starfa sem trúboðar meðal ókunnugra, á framandi svæðum sem þau hafa ekki valið sjálf. Það sama má segja um trúfasta meðlimi sem taka þátt í þeirri óeigingjörnu þjónustu sem við köllum „musterisstarf.“ Engin slík þjónusta væri möguleg án kirkjunnar sem stendur fyrir henni og skipuleggur og leiðir hana.

Trú meðlima okkar og þjónusta í kirkjunni hefur kennt þeim hvernig vinna á verkefni í samvinnu, til að þau gagnist stærra samfélagi. Slík reynsla og þroski gerist ekki í þeirri einstaklingshyggju sem er svo ríkjandi í háttum nútíma samfélags. Í landfræðilegu skipulagi deilda okkar, þá eigum við samfélag við og störfum með fólki sem að við hefðum að öðrum kosti jafnvel ekki valið sjálf, einstaklingum sem kenna okkur og reyna.

Auk þess að hjálpa okkur að læra andlega eiginleika, eins og kærleika, samúð, fyrirgefningu og þolinmæði, þá veitir þetta okkur tækifæri til að læra hvernig á að starfa með fólki af mjög ólíkum uppruna og bakgrunni. Þessi kostur hefur hjálpað mörgum meðlima okkar og mörg samtök hafa verið blessuð af þátttöku þeirra. Síðari daga heilagir eru einnig þekktir fyrir eiginleika sína við að leiða og starfa í sameiginlegum verkefnum. Þessi hefð á sér uppruna hjá okkar hugrökku landnemum sem numu landið á fjallasvæðinu í vestri og settu á fót þá heiðruðu hefð óeigingjarnrar samvinnu fyrir almannaheill.

Ljósmynd
Verkefni Hjálparhanda

Flest mannúðar- og líknarstörf þarfnast samtengingar og skipulagningar á úrræðum á umfangsmikinn hátt. Hin endurreista kirkja gerir þetta með sínu gríðarmikla mannúðarstarfi um allan heim. Þar má nefna dreifingu á menntunar- og lækningabúnaði, að fæða hina hungruðu, huga að flóttamönnum, aðstoða við að snúa við áhrifum ánetjunar og fjölmargt annað. Meðlimir kirkju okkar eru vel þekktir fyrir starfsemi Hjálparhanda við náttúruhamfarir. Aðild að kirkjunni leyfir okkur að vera þátttakendur í slíkum stórfelldum verkefnum. Meðlimir greiða einnig föstufórnir til að aðstoða hina fátæku þeirra á meðal.

Ljósmynd
Meðtaka sakramentið

Auk þess að finna frið og gleði í samfélagi við andann, þá njóta þeir meðlimir sem sækja kirkju, ávaxta þess að lifa samkvæmt fagnaðarerindinu, blessanir eins og að lifa eftir Vísdómsorðinu, og veraldlegan og andlegan ávinning af því að lifa eftir tíundarlögmálinu. Við höfum einnig þá blessun að fá leiðsögn frá innblásnum leiðtogum.

Það sem stendur hæst eru hinar áreiðanlegu helgiathafnir prestdæmisins sem eru nauðsynlegar fyrir eilífðina, þar með talið sakramentið sem við meðtökum hvern hvíldardag. Sú athöfn sem skiptir mestu í hinni endurreistu kirkju er hinn eilífi hjónabandssáttmáli, sem gerir mögulega framþróun dýrðlegra fjölskyldusambanda. Russell M. Nelson forseti kenndi þetta lögmál á eftirminnilegan hátt. Hann sagði: „Við getum ekki óskað okkur inn í návist Guðs. Við eigum að hlýða þeim lögmálum sem [þessi blessun er] bundin.“12

Eitt þessara lögmála er að tilbiðja í kirkju á hverjum hvíldardegi.13 Tilbeiðsla okkar og iðkun eilífra lögmála færir okkur nær Guði og eflir getu okkar til að elska. Parley P. Pratt, einn upprunalegu postula þessarar ráðstöfunar, lýsti því hvernig honum leið þegar spámaðurinn Joseph Smith útskýrði þessi lögmál: „Mér fannst að Guð væri sannarlega faðir minn á himnum; að Jesús væri bróðir minn og að eiginkona mín væri ódauðlegur, eilífur förunautur. Góðhjartaður, þjónandi engill, veittur mér sem huggun og dýrðarsveigur frá eilífð til eilífðar. Í stuttu máli, gat ég sem sagt nú elskað í anda og einnig af skilningi.“14

Til að ljúka máli mínu, langar mig að minna alla á að við trúum ekki að hinu góða verði einungis áorkað fyrir milligöngu kirkju. Við sjáum milljónir manna styðja og halda úti ótal góðum verkefnum, ótengt kirkjum. Síðari daga heilagir taka þátt í mörgum þeirra á einstaklingsgrundvelli. Við sjáum þessi verk sem staðfestingu á þeim eilífa sannleika að „andinn gefur sérhverjum manni ljós, sem í heiminn kemur.“15

Þrátt fyrir það góða verk sem hægt er að vinna án kirkju, þá er fylling kenningarinnar og frelsandi og upphefjandi helgiathafnirnar einungis fáanlegar í hinni endurreistu kirkju. Að auki, þá veitir kirkjuástundun okkur styrk og aukningu trúar sem kemur frá samfélagi við aðra trúaða og að tilbiðja saman með þeim sem vinna einnig að því að halda sér á sáttmálsveginum og verða betri lærisveinar Krists. Ég bið þess að við getum öll verið staðföst í þessari reynslu innan kirkjunnar er við keppum að eilífu lífi, hinni mestu allra gjafa Guðs, í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Mark E. Petersen, „Eternal Togetherness,“ Ensign, nóv. 1974, 48.

  2. See D. Todd Christofferson, „Hvers vegna kirkjan,“ aðalráðstefna, okt. 2015.

  3. Sjá Jeffrey M. Jones, „U.S. Church Membership Falls below Majority for First Time,“ Gallup, 29. mars 2021, news.gallup.com/poll/341963/church-membership-falls-below-majority-first-time.aspx.

  4. Kólossusbréfið 2:2.

  5. Sjá Efesusbréfið 5:23–24.

  6. Efesusbréfið 4:12.

  7. Sjá Jakobsbréfið 1:27.

  8. Mark Skousen til Dallin H. Oaks, 15. Feb., 2009

  9. Teachings of Presidents of the Church: Spencer W. Kimball (2006), 173–74.

  10. Sjá Elizabeth Weiss Ozotak, “Social and Cognitive Influences on the Development of Religious Beliefs and Commitment in Adolescence,” Journal for the Scientific Study of Religion, bindi. 28, nr. 4 (des. 1989), 448–63.

  11. Sjá Jóhannes 3:5.

  12. Russell M. Nelson, „Nú er tíminn til undirbúnings,“ aðalráðstefna, apríl 2005.

  13. Sjá Kenning og sáttmálar 59:9.

  14. Autobiography of Parley P. Pratt, ritst. af Parley P. Pratt yngri (1938), 298.

  15. Kenning og sáttmálar 84:46; skáletrað hér; sjá einnig Kenning og sáttmálar 58:27–28.