Aðalráðstefna
Takast á við andlega fellibylji með trú á Jesú Krist
Aðalráðstefna október 2021


Takast á við andlega fellibylji með trú á Jesú Krist

Við tökumst best á við andlega fellibylji okkar með því að trúa á Krist og halda boðorð hans.

Undanfarin sex ár höfum ég og ástin mín, Ann, búið í Texas nálægt Mexíkóflóa, þar sem nokkrir af stærstu fellibyljunum hafa komið yfir Bandaríkin og skilið eftir sig gríðarlega eyðileggingu og jafnvel manntjón. Því miður hafa síðustu mánuðir ekki farið varhluta af slíkum hrikalegum atburðum. Elska okkar og bænir eru í þágu allra sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir áhrifum af þessu. Árið 2017 upplifðum við persónulega fellibylinn Harvey, sem hellti úr sér allt að 150 cm metúrhelli.

Náttúrulögmál stjórna myndun fellibylja. Hitastig hafsins verður að vera hið minnsta 27 gráður á Celsíus og ná 50 metra undir yfirborð sjávar. Þegar vindur fer eftir heitu sjávaryfirborði, veldur það því að vatn gufar upp í lofthjúpinn og breytist í vökva. Skýjabólstrar myndast þá og vindar verða spírallaga ofan við yfirborð sjávar.

Ljósmynd
Fellibylur

Fellibyljir eru gríðarstórir að stærð, ná 1,5 kílómetra eða lengra upp í lofthjúpinn og yfir næstum 200 kílómetra svæði. Athyglisvert er að þegar fellibyljir mæta landi taka þeir að veikjast, þar sem þeir eru ekki lengur ofan við hlýtt sjávaryfirborðið, sem knýr styrk þeirra. 1

Ekki er víst að þið munið nokkurn tíma upplifa hrikalegan náttúrulegan fellibyl. Hvert okkar hefur eða mun þó upplifa andlega fellibylji sem ógna friði okkar og reyna á trú okkar. Í heimi nútímans virðast þeir aukast að tíðni og styrkleika. Sem betur fer, þá hefur Drottinn séð okkur fyrir öruggri leið til að sigrast á þeim af gleði. Með því að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists, erum við fullvissuð um að er „syrtir af skugganna skýjum og skelfingin ógnun oss fær, þá leiftrar oss ljósið af hæðum og lausnina skynjum vér nær.“ 2

Russell M. Nelson forseti útskýrði:

„Heilagir geta verið hamingjusamir við allar aðstæður. Við getum fundið gleði, þótt við höfum átt slæman dag, viku eða jafnvel ár!

… Gleðin sem við finnum hefur lítið að gera með aðstæður okkar í lífinu, en þess meira með það sem við einblínum á.

Þegar við einblínum á Jesú Krist og fagnaðarerindi hans, þá getum við fundið gleði, þrátt fyrir það sem gerist – eða gerist ekki – í lífi okkar.“ 3

Á sama hátt og fellibyljir stjórnast af náttúrulögmálum, þá stjórna guðleg lögmál því hvernig við finnum gleði í andlegum fellibyljum. Gleðin eða vesældin sem við upplifum þegar við tökumst á við storma lífsins er bundin lögmálum sem Guð hefur sett. Nelson forseti sagði: „Þau eru kölluð boðorð, en eru engu að síður jafn sönn lögmáli átaks og gagntaks, þyngdarlögmálinu [og] lögmálinu sem ræður hjartaslættinum.

Nelson forseti sagði enn fremur: „Þetta er fremur einföld formúla: Ef við viljið vera hamingjusöm, haldið þá boðorðin.“ 4

Efinn er óvinur trúar og gleði. Á sama hátt og heitt yfirborð sjávar er framleiðslustöð fellibylja, þá er efinn framleiðslustöð andlegra fellibylja. Á sama hátt og trú er valkostur, svo er og efinn. Þegar við veljum að efast veljum við að láta stjórnast af áhrifum óvinarins og verðum þar með veik og viðkvæm. 5

Satan reynir að lokka okkur í framleiðslustöð efans. Hann reynir að herða hjörtu okkar, svo við munum ekki trúa. 6 Framleiðslustöð efans kann að virðast lokkandi, því hið heita og að því er virðist kyrrláta sjávaryfirborð, krefst þess ekki að við lifum „samkvæmt sérhverju orði, sem fram gengur af Guðs munni.“ 7 Við slíkar aðstæður freistar Satan okkar til að slaka á andlegri árvekni okkar. Slíkt værðarleysi getur dregið úr andlegri sannfæringu, þar sem við erum „hvorki [köld] né [heit].“ 8 Ef við erum ekki bundin Kristi, mun efinn og aðdráttarafl valda hjá okkur sljóleika og við munum hvorki upplifa kraftaverk, varanlega hamingju né „[hvíld sálum okkar].“ 9

Á sama hátt og fellibyljir veikjast yfir landi, kemur trú í stað efa, ef við byggjum undirstöðu okkar á Kristi. Við getum þá séð andlega fellibylji í réttu ljósi og hæfni okkar til að sigrast á þeim mun aukast. Síðan, „þegar djöfullinn sendir sína voldugu storma, já, spjót sín í hvirfilvindinum, … mun það ekkert vald hafa til að draga [okkur] niður í djúp vansældar og óendanlegs volæðis, vegna þess að það bjarg, sem [við byggjum] á, er öruggur grundvöllur.“ 10

Nelson forseti hefur kennt:

„Trú á Jesú Krists er undirstaða allrar trúar og lykill að guðlegum krafti.

Drottinn krefst ekki fullkominnar trúar til þess að við fáum aðgang að hans fullkomna mætti. Hann gerir þó kröfu um að við trúum.“ 11

Frá aðalráðstefnu í apríl höfum ég og fjölskylda mín reynt að styrkja trú okkar á Jesú Krist og friðþægingu hans til að hjálpa okkur að „snúa áskorunum [okkar] í óviðjafnanlegan vöxt og tækifæri.“ 12

Barnabarnið okkar, Ruby, hefur verið blessuð með sterkum og einbeittum vilja. Þegar hún fæddist var vélinda hennar ekki áfast maganum. Jafnvel sem ungabarn tókst Ruby á við þessa raun af óvenjulegri festu, með hjálp foreldra sinna. Ruby er nú fimm ára. Þótt hún sé enn mjög ung, er hún áhrifamikið dæmi um að láta eigin aðstæður ekki ráða eigin hamingju. Hún er alltaf hamingjusöm.

Í maí síðastliðnum tókst Ruby á við annan fellibyl með trú. Hún fæddist líka með vanþroska hönd sem þurfti að laga með skurðaðgerð. Áður en þessi flókna aðgerð fór fram, heimsóttum við hana og gáfum henni mynd sem sýnir fallega barnshönd sem ástúðlega heldur í hönd frelsarans. Þegar við spurðum hana hvort hún væri kvíðin, svaraði hún: „Nei, ég er glöð!“

Ljósmynd
Ruby með málverk af hönd frelsarans

Við spurðum hana síðan: „Ruby, af hverju?“

Ruby svaraði fullviss: „Vegna þess að ég veit að Jesús mun halda í höndina mína.“

Bati Ruby hefur verið kraftaverk og hún heldur áfram að vera hamingjusöm. Hve hin hreina barnstrú er andstæð heimsku efans, sem oft getur freistað okkar þegar við verðum eldri! 13 Við getum öll orðið sem lítil börn og valið að vera ekki vantrúuð. Þetta er einfaldur valkostur.

Umhyggjusamur faðir sárbað frelsarann: „Ef þú getur nokkuð, … hjálpa okkur.“ 14

Jesús sagði þá við hann:

„‚Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.‘

Jafnskjótt hrópaði faðir sveinsins: ‚Ég trúi, hjálpa þú vantrú minni.‘“ 15

Þessi auðmjúki faðir valdi viturlega að trúa á Krist, fremur en að efast. Nelson forseti sagði: „Aðeins vantrú ykkar mun koma í veg fyrir að Guð blessi ykkur með kraftaverki til að færa fjöll úr stað í lífi ykkar .“ 16

Hve miskunnsamur Guð er að setja mörkin við trú, en ekki vitneskju!

Alma kennir:

„Blessaður er sá, sem trúir á orð Guðs.“ 17

„[Því að] Guð er öllum miskunnsamur, sem á nafn hans trúa. Þess vegna óskar hann þess í fyrsta lagi, að þið trúið.“ 18

Já, Guð þráir í fyrsta lagi að við trúum á hann.

Við tökumst best á við fellibylji okkar með því að trúa á Krist og halda boðorð hans. Fyrir trú okkar og hlýðni tengjumst við krafti að handan til að sigrast á „[öllu] sem gerist – eða gerist ekki – í lífi okkar.“ 19 Já, Guð „blessar [okkur] samstundis“ fyrir að trúa og hlýða. 20 Í tímans rás mun tilveruástand okkar í raun breytast í hamingju og „[við] erum lifandi gjörð í Kristi,“ er við iðkum trú á hann og höldum boðorð hans. 21

Bræður og systur, megum við í daga velja að „[efast] eigi, heldur [trúa].“ 22 „Rétta leiðin er sú að trúa á Krist.“ 23 Við erum „rist … á lófa [hans].“ 24 Hann er frelsari okkar og lausnari, sem stendur við dyrnar okkar og knýr á. 25 Í nafni Jesú Krists, amen.