Ritningar
Kenning og sáttmálar 65
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

65. Kafli

Opinberun um bæn gefin með spámanninum Joseph Smith í Hiram, Ohio, 30. október 1831.

1–2, Lyklar Guðs ríkis eru afhentir manni á jörðu, og málstaður fagnaðarerindisins mun sigra; 3–6, Þúsund ára ríki himins mun koma og sameinast ríki Guðs á jörðu.

1 Hlýðið á og takið eftir. Rödd sem þess er sendur er að ofan, máttug og kraftmikil, hljómar til endimarka jarðarinnar, já, rödd sem hrópar til mannanna — aGreiðið Drottni veg, gjörið beinar brautir hans.

2 aLyklar bGuðs ríkis eru afhentir manni á jörðu, og þaðan skal fagnaðarerindið breiðast út til endimarka jarðar, líkt og csteinninn, sem losaður er úr fjallinu án þess að hendur komi nærri, mun áfram velta, uns hann hefur dfyllt alla jörðina.

3 Já, rödd hrópar — Greiðið Drottni veg, tilreiðið akvöldmáltíð lambsins, undirbúið komu bbrúðgumans.

4 Biðjið til Drottins, ákallið hans heilaga nafn, kunngjörið hin undursamlegu verk hans meðal fólksins.

5 Ákallið Drottin, svo að ríki hans breiðist út á jörðunni og íbúar hennar megi veita því viðtöku og vera viðbúnir komandi dögum, þegar mannssonurinn akemur í himni niður, bklæddur ljóma cdýrðar sinnar, til að mæta því dGuðs ríki, sem reist er á jörðu.

6 Megi því aríki Guðs breiðast út, svo að bríki himins megi koma og þú, ó Guð, megir dýrðlegur verða á himni sem á jörðu, og óvinir þínir verði yfirbugaðir, því að cþinn er heiðurinn, mátturinn og dýrðin, alltaf og að eilífu. Amen.