Ritningar
Kenning og sáttmálar 15
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

15. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Johns Whitmer, í Fayette, New York, í júní 1829 (sjá einnig formálsorð að kafla 14). Þessi boðskapur er afar persónulegur, því Drottinn talar um það, sem aðeins hann og John Whitmer vissu. John Whitmer varð síðar eitt vitnanna átta að Mormónsbók.

1–2, Armur Drottins er yfir allri jörðunni; 3–6, Að prédika fagnaðarerindið og frelsa sálir er það sem mest er virði.

1 Hlýð á, þjónn minn John, og hlusta á orð Jesú Krists, Drottins þíns og lausnara.

2 Því að sjá, ég tala til þín af festu og akrafti, því að armur minn er yfir allri jörðunni.

3 Og ég mun segja þér það, sem enginn maður veit, nema aðeins þú og ég —

4 Því oft hefur þú æskt þess af mér að fá að vita það, sem yrði þér mest virði.

5 Sjá, blessaður ert þú vegna þessa, og fyrir að tala orð mín, sem ég hef gefið þér, að boði mínu.

6 Og sjá nú, ég segi þér, að það, sem verða mun þér mest virði, er að aboða fólki þessu iðrun, svo að þú megir leiða sálir til mín og bhvílast með þeim í críki dföður míns. Amen.