Ritningar
Kenning og sáttmálar 55
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

55. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Williams W. Phelps í Kirtland, Ohio, 14. júní 1831. William W. Phelps, prentari, og fjölskylda hans voru nýkomin til Kirtlands, og spámaðurinn leitaði upplýsinga hjá Drottni varðandi hann.

1–3, William W. Phelps er kallaður og útvalinn til að skírast, til að vígjast til öldungs og prédika fagnaðarerindið; 4, Hann skal einnig skrifa bækur fyrir börnin í kirkjuskólunum; 5–6, Hann skal fara til Missouri, en þar mun hann starfa.

1 Sjá, svo segir Drottinn við þig, þjónn minn William, já, sjálfur Drottinn gjörvallrar ajarðarinnar, þú ert kallaður og útvalinn. Og eftir að þú hefur verið bskírður með vatni, og ef þú gjörir það með einbeittu augliti á dýrð mína, skalt þú fá fyrirgefningu synda þinna og meðtaka hinn heilaga anda með chandayfirlagningu —

2 Og síðan skalt þú vígður af hendi þjóns míns, Josephs Smith yngri, til að verða öldungur þessarar kirkju og prédika iðrun og afyrirgefningu syndanna með skírn í nafni Jesú Krists, sonar hins lifanda Guðs.

3 Og þú skalt hafa vald til að veita hinn heilaga anda öllum þeim, sem þú leggur hendur yfir, séu þeir sáriðrandi fyrir mér.

4 Enn fremur skalt þú vígður til að aðstoða þjón minn Oliver Cowdery við prentun, val og ritun abóka fyrir skóla þessarar kirkju, svo að lítil börn geti einnig fengið kennslu frammi fyrir mér, eins og mér er þóknanlegt.

5 Og sannlega segi ég þér enn fremur, vegna þessa skalt þú hefja ferð þína með þjónum mínum Joseph Smith yngri og Sidney Rigdon, svo að þú getir fest arætur í erfðalandi þínu og unnið þetta verk.

6 Og lát enn fremur þjón minn Joseph Coe einnig hefja ferð sína með þeim. Annað skal kunngjört síðar, já, að vilja mínum. Amen.