Ritningar
Kenning og sáttmálar 134
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

134. Kafli

Trúaryfirlýsing varðandi stjórnvöld og lög almennt, samþykkt einróma á aðalsamkomu kirkjunnar, sem haldin var í Kirtland, Ohio, 17. ágúst 1835. Margir hinna heilögu söfnuðust saman til að fjalla um tillögur um efni fyrstu útgáfunnar á Kenningu og sáttmálum. Á þeim tíma var svofelldur inngangur hafður með þessari yfirlýsingu: „Svo að trú vor varðandi jarðnesk stjórnvöld og lög almennt verði ekki mistúlkuð eða misskilin, höfum við talið rétt að láta skoðun okkar varðandi þau koma fram í lok þessarar bókar.“

1–4, Stjórnvöld eiga að vernda skoðana- og trúfrelsi; 5–8, Allir menn eiga að styðja stjórnvöld sín og sýna landslögum virðingu og lotningu; 9–10, Trúfélög ættu ekki að hafa borgaralegt vald; 11–12, Menn eiga rétt á að verja sjálfa sig og eigur sínar.

1 Vér trúum, að Guð hafi innleitt astjórnkerfi manninum til heilla, og að hann gjöri manninn bábyrgan fyrir starfi sínu í þeim, bæði varðandi setningu laga og framkvæmd þeirra, til heilla og öryggis fyrir samfélagið.

2 Vér álítum, að engin stjórnvöld fái starfað í friði, nema lög séu sett og þeim viðhaldið, sem tryggi sérhverjum einstaklingi afrelsi til að fylgja bsamvisku sinni, eignar- og umráðarétt og cverndun lífs.

3 Vér álítum, að öll stjórnvöld verði að hafa opinbera aembættismenn og yfirvöld til að framfylgja lögum sínum, og að þeir, sem beiti lögunum af sannsýni og réttvísi, séu valdir og studdir með samþykki fólksins, ef um lýðveldi er að ræða, eða með vilja þjóðhöfðingja.

4 Vér álítum, að átrúnaður sé innleiddur af Guði, og að mennirnir séu ábyrgir gagnvart honum, og honum einum, fyrir iðkun hans, nema ef trúarskoðanir þeirra hvetja þá til að ganga á rétt og frelsi annarra. En vér álítum ekki, að mannleg lög hafi rétt til afskipta með því að setja reglur um atilbeiðslu og binda þannig samvisku manna, né fyrirskipa nokkurt ákveðið form á almennri eða einstaklingsbundinni guðrækni. Að opinber yfirvöld skuli halda afbrotum niðri, en aldrei stjórna samvisku manna. Þau skulu refsa sekum, en aldrei hefta frelsi sálarinnar.

5 Vér álítum, að öllum mönnum sé skylt að styðja viðkomandi stjórnvöld, þar sem þeir búa, og veita þeim fulltingi sitt, svo lengi sem lög þeirra stjórnvalda vernda meðfæddan og ófrávíkjanlegan rétt þeirra, og að upphlaup og auppreisn séu vansæmandi sérhverjum borgara, sem þannig verndar nýtur, og skyldi slíkum refsað á viðeigandi hátt, og að öll stjórnvöld hafi rétt til að setja þau lög, sem að þeirra eigin dómi séu best til þess fallin að tryggja almenna hagsmuni, en virði þó á sama tíma helgi skoðanafrelsisins.

6 Vér álítum, að virða skuli sérhvern mann í stöðu sinni, stjórnendur og yfirvöld sem slík, því að þau eru sett til verndar hinum saklausu og til refsingar hinum seku, og að öllum mönnum beri að virða alögin og lúta þeim, því að án þeirra mundi ríkja stjórnleysi og angist í stað friðar og einingar. Lög manna eru sett í þeim megintilgangi að gæta hagsmuna okkar sem einstaklinga og þjóða og manna á milli, og guðleg lögmál sett á himni setja reglur í andlegum efnum, um trú og tilbeiðslu, og skal skaparanum gjörð skil á hvorum tveggja.

7 Vér álítum, að stjórnendur, ríki og stjórnvöld hafi rétt til, og þeim sé skylt, að setja lög, sem tryggi öllum þegnum vernd og fullt frelsi til trúariðkana. En vér álítum þau ekki hafa rétt til að svipta þegnana þessu frelsi eða afnema skoðanafrelsi þeirra, svo lengi sem lögunum er sýnd virðing og lotning og trúarskoðanir þeirra réttlæta ekki uppreisn eða samsæri.

8 Vér álítum, að aviðurlög við afbrotum skuli fara eftir eðli brotsins. Að fyrir morð, landráð, rán, þjófnað og brot á almennum friði, skuli í öllum tilvikum refsað í samræmi við saknæmi og skaðsemi manna, eftir lögum þeirra stjórnvalda þar sem brotið er framið. Og til að viðhalda friði og spekt skuli allir menn eftir bestu getu ganga fram í því að þeir, sem góð lög brjóta, hljóti refsingu.

9 Vér álítum því, að ekki sé rétt að blanda saman trúaráhrifum og borgaralegri stjórn, þar sem einu trúfélaginu sé hyglað og annað rænt andlegum rétti sínum og einstaklingsréttur þegnanna sé virtur að vettugi.

10 Vér álítum, að öll trúfélög hafi rétt til að taka á ósæmilegri hegðun meðlima sinna, í samræmi við lög og reglur hvers félags, þó með því skilyrði, að slík afskipti varði aðeins aðild þeirra og góða stöðu. En vér álítum ekki, að nokkurt trúfélag hafi vald til að leiða menn til yfirheyrslu varðandi eignarrétt þeirra eða líf, eða til að taka frá þeim þessa heims gæði eða á nokkurn hátt ógna lífi þeirra eða limum eða beita þá nokkurri líkamlegri refsingu. Þau geta aðeins avikið þeim úr trúfélaginu og svipt þá aðild.

11 Vér álítum því, að menn eigi að skjóta máli sínu til borgaralegra dómstóla, þar sem þeir eru fyrir hendi þeim til verndar, og leita bóta á órétti og misgjörningi, sem valdið hefur þeim persónulegum miska eða ógnað eignarrétti þeirra og æru. En vér álítum, að allir menn hafi rétt til að verja sig, vini sína og eignir og stjórnvöld, fyrir ólögmætum árásum og yfirgangi hverra sem vera skal, þegar aðstæður krefjast þess, og ekki er unnt að skjóta máli sínu til dómstóla og njóta aðstoðar þeirra.

12 Vér álítum, að rétt sé að aprédika fagnaðarerindið fyrir þjóðum jarðar, og hvetja hina réttlátu til að bjarga sér frá spillingu heimsins. En vér teljum ekki rétt að skipta sér af þrælum né prédika yfir þeim fagnaðarerindið, né heldur skíra þá, sé það andstætt vilja og óskum húsbænda þeirra, né að skipta sér af þeim eða hafa minnstu áhrif á þá í þá átt að gjöra þá óánægða með hlutskipti sitt í þessu lífi og ógna þannig lífi manna. Slík afskipti álítum vér ólögmæt og röng og að þau ógni friði sérhvers stjórnkerfis, sem leyfir, að mönnum sé haldið í þrældómi.