Ritningar
Kenning og sáttmálar 57


57. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Síon, Jacksonsýslu, Missouri, 20. júlí 1831. Í hlýðni við fyrirmæli Drottins um að ferðast til Missouri, þar sem hann myndi opinbera „erfðaland yðar“ (kafli 52), höfðu öldungarnir ferðast frá Ohio til vestari jaðarmarka Missouri. Eftir að hafa íhugað ásigkomulag Lamaníta, hugleiddi spámaðurinn: „Hvenær mun eyðimörkin blómgast sem rós? Hvenær mun Síon reist í dýrð sinni, og hvar mun musteri þitt standa, sem allar þjóðir skulu koma til á síðustu dögum?“ Spámaðurinn fékk þá þessa opinberun.

1–3, Independence, Missouri, er staðurinn undir borg Síonar og musterið; 4–7, Hinir heilögu skulu kaupa lönd og hljóta arf á því svæði; 8–16, Sidney Gilbert skal opna verslun, William W. Phelps skal vera prentari og Oliver Cowdery skal ritstýra efni til birtingar.

1 Hlýðið á, ó, þér öldungar kirkju minnar, segir Drottinn Guð yðar, þér sem hafið safnast saman samkvæmt boði mínu til þessa lands, sem er aMissouri, og er það bland, sem ég hef útnefnt og chelgað til dsamansöfnunar hinna heilögu.

2 Þetta er þess vegna fyrirheitna landið og aborgarstæði bSíonar.

3 Og svo segir Drottinn Guð yðar: Ef þér viljið meðtaka visku, þá er hér viska. Sjá, sá staður, sem nú kallast Independence, er miðpunkturinn, og spildan undir amusterið liggur í vestur, á lóð sem ekki er fjarri dómhúsinu.

4 Þess vegna er það viturlegt, að hinir heilögu akaupi landið og einnig hverja spildu, sem liggur til vesturs, allt að markalínunni milli bGyðinga og Þjóðanna —

5 Og einnig hverja spildu, sem liggur að sléttunum, að svo miklu leyti sem lærisveinar mínir geta akeypt land. Sjá, í þessu er viska, svo að þeir geti bfengið það til ævarandi arfleifðar.

6 Og lát þjón minn Sidney Gilbert standa í því embætti, sem ég hef útnefnt honum, að taka á móti fé, að vera aerindreki kirkjunnar og kaupa land í öllum nærliggjandi héruðum eins og unnt er að gjöra í réttlæti og eins og skynsemin segir til um.

7 Og lát þjón minn aEdward Partridge standa í því embætti, sem ég hef útnefnt honum, og búthluta hinum heilögu arfleifð sinni, já, eins og ég hef boðið, og einnig þá, sem hann hefur tilnefnt sér til aðstoðar.

8 Og sannlega segi ég yður enn fremur: Lát þjón minn Sidney Gilbert koma sér fyrir á þessum stað og setja upp verslun, svo að hann geti selt vörur heiðarlega og geti aflað fjár til kaupa á landi, hinum heilögu til góðs, og geti séð lærisveinum mínum fyrir öllu því, sem þeir þarfnast til að koma sér fyrir á arfleifð sinni.

9 Og lát einnig þjón minn Sidney Gilbert afla sér leyfisbréfs — sjá, hér er viska, og hver sem les, hann skilji — svo að hann geti einnig sent fólkinu vörur, já, með hverjum ritara sem hann vill af þeim, sem ráðnir eru í þjónustu hans —

10 Og sjái þannig fyrir mínum heilögu, svo að fagnaðarerindi mitt verði prédikað þeim, sem í amyrkri og á bskuggasvæðum dauðans sitja.

11 Og sannlega segi ég yður enn: Lát þjón minn aWilliam W. Phelps koma sér fyrir á þessum stað og starfa sem bprentari kirkjunnar.

12 Og tak eftir, ef heimurinn veitir ritum hans viðtöku — sjá, hér er viska — skal hann afla alls þess, sem hann getur í réttlæti, hinum heilögu til heilla.

13 Og lát þjón minn aOliver Cowdery aðstoða hann, já, eins og ég hef boðið, á hverjum þeim stað, sem ég mun útnefna honum, við að afrita og leiðrétta og velja, svo að allt verði rétt fyrir mér, eins og andinn mun sanna með honum.

14 Og lát þannig þá, sem ég hef talað um, koma sér fyrir á landi Síonar ásamt fjölskyldum sínum eins fljótt og auðið er til að gjöra þessa hluti, já, það sem ég hef sagt.

15 Og nú varðandi samansöfnunina — Lát biskupinn og erindrekann undirbúa hið bráðasta komu þeirra fjölskyldna, sem boðið hefur verið að koma til þessa lands, og koma þeim fyrir á arfleifð sinni.

16 Öðrum öldungum og meðlimum skulu gefin frekari fyrirmæli síðar. Já, vissulega. Amen.