Tónlist
Söngurinn við jötuna


32

Söngurinn við jötuna

Blíðlega

1. Þetta er árstíðin öllum svo kær!

Allir nú syngi, því jól eru nær.

Fæðingarsagan sé þýð þakkargjörð,

því Jesús fæddist sem barn hér á jörð.

2. Þetta er stjarnan hans skínandi skær,

skein fyrstu jólanótt fjær bæði’ og nær.

Sjáið þann engil, er söng þakkargjörð.

Söng: „Hósíanna og friðinn á jörð“!

3. Þetta er fjárhúsið, fátæklegt skjól.

Fyrst héldu húsdýrin með honum jól.

Þetta er heyjatan, bólið hans blítt,

blessað að hvíla þar höfuðið frítt.

4. Hirðarnir hröðuðu för sinni fljótt,

finna Guðsbarnið og tilbiðja’ um nótt.

Vitringar gáfu því göfugan sjóð,

gull, myrru´ og reykelsi af fjarlægri slóð.

5. Sjá, hér er María, móðirin kær,

með henni Jósef með asnann sér nær.

Betlehems sveinninn, er bjargar í neyð,

barnið, sem frelsar allt mannkyn frá deyð.

Stilla má upp myndum og persónum, þegar við á.

Texti: Patricia Kelsey Graham, f. 1940. © 1980 IRI. Aðlögun eftir ljóðinu “The Nativity Story” eftir Avon Allen Compton.

Íslensk þýðing: Jón Hj. Jónsson

Lag: Patricia Kelsey Graham, f. 1940. © 1980 IRI

Lúkasarguðspjall 2:1–16

Matteusarguðspjall 2:1–11