Í faðmi frelsarans
Af tilfinningu
1Í faðmi frelsarans
ég finn hans kærleiks undur,
og áhrif anda hans
í öllu´ er augað sér.
Hann veit, að ég elska hann,
allt líf mitt á með sann.
Í faðmi frelsarans
ég finn hans kærleiks undur.
2Í faðmi frelsarans
Guðs föðurást mig vefur
Er heitt ég bið til hans,
mitt hjarta öðlast frið.
Hann veit, að ég elska hann,
allt líf mitt á með sann.
Í faðmi frelsarans
ég finn hans kærleiks undur.
3Í faðmi frelsarans
ég fæ hans ríka blessun,
og hjarta mitt er hans,
því hann er hirðir minn.
Hann veit, að ég elska hann,
allt líf mitt á með sann.
Í faðmi frelsarans
ég finn hans kærleiks undur.
4Hans ást ég öðrum gef,
er elskuríkt ég þjóna,
því meir sem miðlað hef,
því meira’ í staðinn hlýt.
Hann veit, að ég elska hann,
allt líf mitt á með sann.
Í faðmi frelsarans
ég finn hans kærleiks undur.
Texti: Ralh Rodgers yngri, 1936–1996; K. Newell Dayley, f. 1939; og Laurie Huffman, f. 1948
Íslensk þýðing: Jón Hj. Jónsson
Lag: K. Newell Dayley, f. 1939
© 1978, 1979 K. Newell Dayley. Birt með leyfi. Öll réttindi áskilin. þennan söng má afrita til nota heima eða Í kirkju, en ekki Í hagnaðarskyni.