Tónlist
Nefí hinn hugdjarfi


64

Nefí hinn hugdjarfi

Með þrótti

1. Sjá, Drottinn sendi Nefí að ná í töflurnar

frá þeim illa Laban, sem innan borgar var.

Laman og Lemúel óttaslegnir þar.

Nefí dyggur, djarfur! Sjáið hér hans svar:

[Chorus]

„Sjá, ég fer og ég geri það sem Guð mér bauð.

Ég veit, að Guð mér greiðir veg, og Guði hlýði ég.“

„Sjá, ég fer og ég geri það sem Guð mér bauð.

Ég veit, að Guð mér greiðir veg, og Guði hlýði ég.“

2. Þá bauð Drottinn Nefí næst að byggja bát.

Bræður Nefís trúðu´ ekki´ að hann kæmist á flot.

Hlógu og hæddu, og töldu af og frá.

Nefí reyndist djarfur, mælti þetta þá:

[Chorus]

„Sjá, ég fer og ég geri það sem Guð mér bauð.

Ég veit, að Guð mér greiðir veg, og Guði hlýði ég.“

„Sjá, ég fer og ég geri það sem Guð mér bauð.

Ég veit, að Guð mér greiðir veg, og Guði hlýði ég.“

3. Já, boðin Drottinn gefur og býð´r að hlýða sér.

Stundum freistast ég til að fylgja sjáfum mér.

Þó huglaus hugsi: „Það þýðir ekki neitt.“

Djarfur vil ég vera, og víst er svar mitt greitt:

[Chorus]

„Sjá, ég fer og ég geri það sem Guð mér bauð.

Ég veit, að Guð mér greiðir veg, og Guði hlýði ég.“

„Sjá, ég fer og ég geri það sem Guð mér bauð.

Ég veit, að Guð mér greiðir veg, og Guði hlýði ég.“

Lag og texti: Bill N. Hansen yngri, f. 1952, og Lisa T. Hansen, f. 1958

Íslensk þýðing: Jón Hj. Jónsson

© 1986 Wilford N. Hansen yngri og Lisa Tensmeyer Hansen. Öll réttindi áskilin. þennan söng má afrita til nota heima eða Í kirkju, en ekki Í hagnaðarskyni.

1 Nefí 3:1–7

1 Nefí 17:8–10

1 Nefí 18:4