Kærustu nöfnin
Ástúðlega
1Ég þekki dásamlegt dýrðarnafn,
dáð mest um jarðar slóðir.
Hlusta! Nú hvísla ég því að þér,
og það er nafnið móðir.
Móðir, svo sönn og mild við mig,
ég elska þig, elska þig.
Móðir, svo sönn og ástúðleg,
ég elska þig.
2Ég þekki dásamlegt dýrðarnafn,
dáð mest um aldaraðir.
Hlusta! Nú hvísla ég því að þér,
og það er nafnið faðir.
Faðir, svo ljúfur um lífsins stig,
ég elska þig, elska þig.
Faðir, svo ljúfur um lífsins stig,
ég elska þig.
Lag og texti: Frances K. Taylor, 1870–1952
Íslensk þýðing: Jón Hj. Jónsson