Elsku hjartans mamma mín
Ástúðlega
1Elsku hjartans mamma mín,
mér ertu ljúf og góð.
Þér syng ég mína söngva,
söngva minna bestu ljóð.
2Elsku mamma, þér ég ann
augu þín ljómann ber,
ljómandi líkt og stjörnur,
lýsa mér hvar sem fer.
3Elsku mamma, þér ég ann
og ávallt hlýði þér.
Vertu mér vonar stjarnan
væna, sem lýsir mér.
Texti: Maud Belnap Kimball, 1889–1971
Íslensk þýðing: Ingólfur Jónsson frá Prestbakka
Lag: Mildred Tanner Pettit, 1895–1977. Úts. © 1989 IRI