Tónlist
Ég lifi í því húsi


73

Ég lifi í því húsi

Blíðlega

1. Ég lifi í því húsi, sem Guð mér gaf á jörð.

Ég var áður andi´ á himni, uns fæðing var hér gjörð.

Ég ber í hús mitt birtu, svo búi andinn frjáls.

Minn líkami er húsið í ljósi guðlegs máls.

2. Ef ég líkama minn annast á allan bezta veg,

þá í musteri míns föður fyrirheitin öðlast ég.

Á upprisunnar morgni mun líkama nýjan fá,

og í unað æðri heima um eilífð dvelja þá.

Texti: Donnell Hunter, f. 1930. © 1969 IRI

Íslensk þýðing: 1. vers MarÍus Ólafsson, 2. vers Jón Hj. Jónsson

Lag: Darwin Wolford, f. 1936. © 1969 IRI

1. Korintubréf 3:16–17

Kenning og sáttmálar 88:27–29