Tónlist
Velja rétta veginn


Velja rétta veginn

Glaðlega

1Það er leið til að lifa með gleði:

Lifa´ og velja hið rétta hvern dag.

Nú ég læri að lifa´ eins og Jesús,

og það lýsir og blessar minn hag.

Rétta veginn velja glaður.

Alltaf vil ég velja rétt.

2Jesús kennir mér blíður að biðja,

biðja´ í hlýðni og iðrun og trú,

og ég veit, ef hans orðum ég fylgi,

öðlast fögnuð hans dag hvern mun nú.

Rétta veginn velja glaður.

Alltaf vil ég velja rétt.

Lag og texti: Clara W. McMaster, 1904–1997. © 1981 IRI

Íslensk þýðing: Jón Hj. Jónsson

Jóhannesarguðspjall 13:17

Bók Móse 6:33

Orðskviðirnir 29:18