Tónlist
Öll jörðin finnst mér fögur


122

Öll jörðin finnst mér fögur

Fagnandi

1. Öll jörðin finnst mér fögur,

fegurri´ en lýsa má,

blikandi tindar og blávötn,

bárur um víðan sjá.

[Chorus]

Ég syng, ég syng, ég syng, ég syng

minn söng um vorsins yl.

Ég syng, ég syng, ég syng, ég syng,

í söng Guð lofa vil.

2. Hvert blóm, sem við mér brosir,

mér birtir vorsins þrá,

en fegurð og ást Guðs finn ég best

foreldrum mínum hjá.

[Chorus]

Ég syng, ég syng, ég syng, ég syng

minn söng um vorsins yl.

Ég syng, ég syng, ég syng, ég syng,

í söng Guð lofa vil.

Texti: Anna Johnson, 1892–1979. © 1962 IRI

Íslensk þýðing: Ingólfur Jónsson frá Prestbakka

Lag: Alexander Schreiner, 1901–1987. © 1962 IRI

Sálmarnir 100:1–2