Tónlist
Jesús var líka lítið barn


Jesús var líka lítið barn

Blíðlega

1— Jesús var líka lítið barn,

já, lítið barn sem ég,

og átti blíða, ljúfa lund

á leið um barnsins veg.

Leitumst við það, litlu börnin nú,

að líkjast honum, ég og þú.

2Hann lék sér eins og önnur börn

með æskukæti´ og fjör.

Hann reiddist ei í röngum leik,

en réttlát veitti svör.

Leitumst við það, litlu börnin nú,

að líkjast honum, ég og þú.

Texti: James R. Murray, 1841–1905

Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson

Lag: Joseph Ballantyne, 1868–1944

Lúkasarguðspjall 2:40