Ritningar
Bók Móse 7


7. Kapítuli

(Desember 1830)

Enok kennir, leiðir fólkið, flytur fjöll — Síonarborg stofnuð — Enok sér fyrir komu mannssonarins, friðþægingarfórn hans, og upprisu hinna heilögu — Hann sér fyrir endurreisnina, sameininguna, síðari komuna, og endurkomu Síonar.

1 Og svo bar við, að Enok hélt áfram máli sínu og sagði: Sjá, faðir vor Adam kenndi þetta og margir hafa trúað og orðið asynir Guðs og margir hafa ekki trúað og hafa farist í syndum sínum, og í bótta og kvöl horfa þeir fram til þess, er hinni réttlátu og heilögu reiði Guðs mun hvolft yfir þá.

2 Og frá þeim tíma hóf Enok að spá og segja við fólkið: Þegar ég á ferð minni stóð uppi á Mahuja og ákallaði Drottin, barst rödd frá himni er sagði: Snú við og far upp á Símeonfjall.

3 Og svo bar við, að ég sneri við og fór upp á fjallið, og þegar ég stóð á fjallinu, sá ég himnana opnast, og ég varð íklæddur adýrð —

4 Og ég sá Drottin og hann stóð frammi fyrir mér og talaði til mín, já, eins og maður talar við mann, aaugliti til auglitis, og hann sagði við mig: bLít á, og ég mun sýna þér heiminn í marga ættliði.

5 Og svo bar við, og tak eftir, að ég sá í Shumdalnum mikla þjóð, sem bjó í tjöldum, og var það Shumþjóðin.

6 Og enn sagði Drottinn við mig: Lít á, og ég leit til norðurs og sá Kanaansþjóðina, sem bjó í tjöldum.

7 Og Drottinn sagði við mig: Spá þú. Og ég spáði og sagði: Sjá, Kanaansþjóðin, sem er fjölmenn, mun ganga til orrustu gegn Shumþjóðinni og mun drepa hana, og henni mun algjörlega tortímt, og Kanaansþjóðin mun skiptast í landinu og landið verður nakið og ófrjósamt og engin þjóð mun dvelja þar önnur en Kanaansþjóðin —

8 Því að sjá, Drottinn mun leggja þá bölvun yfir landið, að miklir hitar verða þar og það verður ófrjósamt að eilífu. Og öll börn Kanaans urðu asvört, svo að allir fyrirlitu þau.

9 Og svo bar við, að Drottinn sagði við mig: Lít á, og ég leit á og sá Saronsland og Enoksland og Omnersland og Henisland og Shemsland og Hanersland og Hananníaland og alla íbúa þeirra —

10 Og Drottinn sagði við mig: Far til þessa fólks og seg því — aIðrist, svo að ég komi ekki og ljósti það banni og það deyi.

11 Og hann gaf mér boðorð um að ég skyldi askíra í nafni föðurins og sonarins, sem er fullur bnáðar og sannleika, og cheilags anda, sem ber föðurnum og syninum vitni.

12 Og svo bar við, að Enok hélt áfram að kalla alla til iðrunar, nema Kanaansþjóðina —

13 Og svo mikil var atrú Enoks, að hann leiddi fólk Guðs, og óvinir þess börðust við það og hann mælti orð Drottins, og jörðin skalf og bfjöllin hörfuðu, já, að boði hans. Og cvatnsfljótin breyttu farvegi sínum og öskur ljónanna heyrðist úr óbyggðunum og allar þjóðir voru slegnar miklum ótta, svo dkröftugt var orð Enoks og svo mikill var kraftur þess máls, sem Guð hafði gefið honum.

14 Land reis einnig úr djúpi sjávar, og svo mikill varð ótti óvina fólks Guðs, að þeir flýðu og héldu sér í fjarlægð og fóru til landsins, sem reis úr djúpi sjávar.

15 Og arisar landsins stóðu einnig í fjarlægð, og bölvun lagðist á alla, sem börðust gegn Guði —

16 Og frá þeim tíma voru styrjaldir og blóðsúthellingar meðal þeirra, en Drottinn kom og dvaldi með fólki sínu og það lifði í réttlæti.

17 Og aótti við Drottin sló allar þjóðir, svo mikil var dýrð Drottins, sem yfir fólki hans hvíldi. Og Drottinn bblessaði landið, og fólkið var blessað á fjöllunum og á hæðunum og það blómstraði.

18 Og Drottinn nefndi þjóð sína aSíon, vegna þess að hugur hennar og hjarta voru beitt, og hún lifði í réttlæti og enginn fátækur var á meðal hennar.

19 Og Enok hélt áfram að prédika í réttlæti fyrir fólki Guðs. Og svo bar við, að á dögum sínum byggði hann borg, sem nefnd var borgin helga, já, Síon.

20 Og svo bar við, að Enok talaði við Drottin og hann sagði við Drottin: Vissulega mun aSíon vera örugg að eilífu. En Drottinn sagði við Enok: Síon hef ég blessað, en aðra hef ég fordæmt.

21 Og svo bar við, að Drottinn sýndi Enok alla íbúa jarðarinnar, og hann leit, og tak eftir, Síon var atekin upp til himins er tímar liðu. Og Drottinn sagði við Enok: Sjá bústað minn að eilífu.

22 Og Enok leit einnig alla aðra, sem voru synir Adams, og þeir voru sambland af öllum niðjum Adams, nema niðjum Kains, því að niðjar Kains voru asvartir og voru ekki meðal þeirra.

23 Og eftir að Síon hafði verið tekin upp til ahimins, bleit Enok og tak eftir, callar þjóðir jarðar voru fyrir augum hans —

24 Og kynslóð kom eftir kynslóð, og Enok var alyft hátt upp, allt að brjósti föðurins og mannssonarins, og sjá, kraftur Satans var yfir öllu yfirborði jarðar.

25 Og hann sá engla stíga niður frá himni og hann heyrði háa rödd segja: Vei, vei, sé íbúum jarðarinnar.

26 Og hann sá Satan, og hann hafði mikla akeðju í hendi sér, og hún sveipaði alla jörðina bmyrkri, og hann leit upp og hló og cenglar hans fögnuðu.

27 Og Enok sá aengla stíga niður af himni, er báru bvitni um föðurinn og soninn, og heilagur andi kom yfir marga og þeir voru hrifnir upp til Síonar með krafti himins.

28 Og svo bar við, að Guð himinsins leit yfir leifar fólksins og grét, og Enok bar vitni um það og sagði: Hvernig má það vera, að himnarnir gráti og tár þeirra falli sem regn yfir fjöllin?

29 Og Enok sagði við Drottin: Hvernig má það vera að þú agrátir, þar eð þú ert heilagur og ert frá eilífð til eilífðar?

30 Og væri manninum unnt að telja öreindir jarðar, já, milljóna ajarða sem þessarar, þá næði það ekki upphafstölu bsköpunarverka þinna, og tjöld þín eru enn útþanin, en samt ert þú þar, og brjóst þitt er þar, og þú ert einnig réttvís, þú ert miskunnsamur og góðviljaður að eilífu —

31 Og þú hefur tekið Síon að þínu eigin brjósti frá öllum sköpunarverkum þínum, frá allri eilífð til allrar eilífðar, og ekkert nema afriður, bréttvísi og csannleikur býr við hásæti þitt, og miskunn mun verða fyrir ásjónu þinni og eiga sér engan endi. Hvernig má það vera, að þú getir grátið?

32 Drottinn sagði við Enok: Sjá þessa bræður þína. Þeir eru mín eigin ahandaverk, og bþekkingu þeirra gaf ég þeim, þegar ég skapaði þá, og í aldingarðinum Eden gaf ég manninum csjálfræði sitt —

33 Og við bræður þína hef ég sagt, og einnig gefið þeim boðorð um, að þeir eigi að aelska hver annan og að þeir skuli velja mig, föður sinn. En sjá. Þeir eru án ástúðar og hata sitt eigið blóð —

34 Og aeldur réttlátrar reiði minnar hefur blossað upp gegn þeim, og í heitri vanþóknun minni mun ég senda bflóðin yfir þá, því að heit reiði mín er tendruð gegn þeim.

35 Sjá, ég er Guð. aMaður heilagleika er nafn mitt, Ráðgefandi er nafn mitt, og Óendanlegur og Eilífur er bnafn mitt.

36 Þess vegna get ég rétt út hendur mínar og haldið öllum sköpunarverkum mínum. Og aaugu mín sjá einnig gegnum þau, og meðal allra handaverka minna hefur ekki verið eins mikið branglæti og meðal bræðra þinna.

37 En sjá, syndir þeirra munu falla á höfuð feðra þeirra. Satan verður faðir þeirra og vansæld verður dómur þeirra, og allir himnarnir munu gráta yfir þeim, já, yfir öllu handaverki mínu. Hví skyldu himnarnir ekki gráta, er þeir sjá að þessir muni þjást?

38 En sjá, þeir sem augu þín hvíla á munu farast í flóðinu. Og sjá, ég mun loka þá inni, avarðhald hef ég búið þeim.

39 Og aþað, sem ég hef útvalið, hefur talað máli þeirra fyrir mér. Þess vegna þjáist hann fyrir syndir þeirra, ef þeir vilja iðrast þann dag, er minn bútvaldi snýr aftur til mín, og fram að þeim degi munu þeir ckveljast —

40 Fyrir því munu himnarnir gráta, já, og öll handaverk mín.

41 Og svo bar við, að Drottinn talaði til Enoks og sagði Enok frá öllum gjörðum mannanna barna. Þess vegna vissi Enok og leit ranglæti þeirra og vansæld, og grét og rétti fram arma sína, og ahjarta hans þandist út sem eilífðin, og brjóst hans brann og öll eilífðin hrærðist.

42 Og Enok sá einnig aNóa og bfjölskyldu hans, að afkomendur allra sona Nóa mundu öðlast stundlegt hjálpræði —

43 Þess vegna sá Enok að Nói byggði aörk og að Drottinn brosti við henni og hélt henni í eigin hendi sinni. En yfir aðra, hina ranglátu, féll flóðið og gleypti þá.

44 Og þegar Enok sá þetta, varð sál hans beisk og hann grét yfir bræðrum sínum og sagði við himnana: Ég læt aekki huggast. En Drottinn sagði við Enok: Léttu á hjarta þínu og vertu glaður og lít á.

45 Og svo bar við, að Enok leit, og frá Nóa sá hann allar fjölskyldur jarðar, og hann ákallaði Drottin og sagði: Hvenær kemur dagur Drottins? Hvenær mun blóði hins réttláta verða úthellt, svo að allir þeir sem trega verði ahelgaðir og öðlist eilíft líf?

46 Og Drottinn sagði: Það verður á ahádegisbaugi tímans, á degi ranglætis og refsingar.

47 Og sjá, Enok leit komudag mannssonarins, já, í holdinu. Og sál hans fagnaði og hann sagði: Hinum réttláta er lyft upp, og alambinu er slátrað frá grundvöllun veraldar, og fyrir trú er ég við brjóst föðurins, og sjá, bSíon er með mér.

48 Og svo bar við, að Enok leit til ajarðarinnar, og hann heyrði rödd úr iðrum hennar er sagði: Vei, vei sé mér, móður mannanna. Ég er kvalin, ég er þreytt, vegna ranglætis barna minna. Hvenær fæ ég bhvíld og verð hrein af cóhreinindum þeim, sem af mér hafa komið? Hvenær mun skapari minn helga mig, svo að ég fái hvílst og réttlætið fái um hríð dvalið á yfirborði mínu?

49 Og þegar Enok heyrði jörðina trega, grét hann, ákallaði Drottin og sagði: Ó Drottinn, vilt þú ekki sýna jörðinni samúð? Vilt þú ekki blessa börn Nóa?

50 Og svo bar við, að Enok hélt áfram ákalli sínu til Drottins og sagði: Ég bið þig, ó Drottinn, í nafni þíns eingetna, já, Jesú Krists, að sýna Nóa og niðjum hans miskunn, svo að jörðin fyllist aldrei aftur flóði.

51 Og Drottinn fékk ei staðist. Og hann gjörði sáttmála við Enok og sór honum eið, að hann mundi stöðva aflóðin; að hann mundi vitja barna Nóa —

52 Og hann tók ófrávíkjanlega ákvörðun um að aleifar niðja hans mundu alltaf finnast meðal allra þjóða, meðan jörðin stæði —

53 Og Drottinn sagði: Blessaður er sá, sem Messías kemur af, því að hann segir — Ég er aMessías, bkonungur Síonar, cbjarg himins, sem er víðfeðmt sem eilífðin. Sá, sem kemur inn um hliðið og dfetar upp með mér, mun aldrei falla. Blessaðir eru þess vegna þeir, sem ég hef talað um, því að þeir munu ganga fram með esöngvum ævarandi gleði.

54 Og svo bar við, að Enok ákallaði Drottin og sagði: Þegar mannssonurinn kemur í holdinu, mun jörðin þá hvílast? Ég bið þig, sýn mér þetta.

55 Og Drottinn sagði við Enok: Lít á. Og hann leit og sá að amannssyninum var lyft upp á bkrossinum, að hætti manna —

56 Og hann heyrði háa raust og himnarnir huldust og öll sköpunarverk Guðs treguðu og jörðin astundi og björgin klofnuðu og hinir heilögu brisu upp og voru ckrýndir dýrðarkórónum til dhægri handar mannssyninum —

57 Og allir þeir aandar, sem í bvarðhaldi voru, komu fram og stóðu Guði til hægri handar, og þeir sem eftir voru, voru geymdir í hlekkjum myrkursins fram að dómi hins mikla dags.

58 Og enn grét Enok og ákallaði Drottin og spurði: Hvenær mun jörðin hvílast?

59 Og Enok sá mannssoninn stíga upp til föðurins, og hann ákallaði Drottin og sagði: Munt þú ekki koma aftur til jarðar? Því að þú ert Guð og ég þekki þig og þú hefur svarið mér eið og boðið mér að biðja í nafni þíns eingetna. Þú hefur gjört mig og veitt mér rétt til hásætis þíns, ekki af sjálfum mér, heldur fyrir þína eigin náð. Þess vegna spyr ég þig, hvort þú komir ekki aftur til jarðar.

60 Og Drottinn sagði við Enok: Sem ég lifi, já, svo mun ég koma á asíðustu dögum, á dögum ranglætis og refsingar, til að uppfylla eiðinn, sem ég hef unnið þér, varðandi börn Nóa —

61 Og sá dagur kemur, að jörðin mun ahvílast, en fyrir þann dag munu himnarnir bmyrkvast og chula myrkursins mun þekja jörðina, og himnarnir munu bifast og jörðin einnig, og miklar þrengingar verða meðal mannanna barna, en fólk mitt mun ég dvarðveita —

62 Og aréttlæti mun ég senda niður af himni, og bsannleika mun ég senda frá cjörðu, til að bera dvitni um minn eingetna, eupprisu hans frá dauðum, já, og einnig upprisu allra manna. Og réttlæti og sannleika mun ég láta sópa jörðina sem vatnsflóð, til að fsafna mínum kjörnu saman frá öllum heimshornunum fjórum, til staðar, sem ég mun fyrirbúa, helgrar borgar, svo að fólk mitt megi girða lendar sínar og líta fram til komu minnar. Því að þar mun tjaldbúð mín standa, og hún skal nefnd Síon, gNýja Jerúsalem.

63 Og Drottinn sagði við Enok: Þá skalt þú og öll aborg þín mæta þeim þar, og við munum taka þau í faðm okkar og þau skulu sjá okkur og við munum falla þeim um háls og þau munu falla okkur um háls og við munum kyssa hvert annað —

64 Og þar mun bústaður minn vera, og hann verður Síon, sem koma mun út frá öllu því, sem ég hef skapað. Og í aþúsund ár skal jörðin bhvílast.

65 Og svo bar þar við, að Enok sá þann dag, er mannssonurinn akemur á síðustu dögum, til að dvelja í réttlæti á jörðunni í þúsund ár —

66 En fyrir þann dag sá hann miklar þrengingar meðal hinna ranglátu, og hann sá einnig hafið, að það var ókyrrt, og hjörtu mannanna abrugðust þeim og þeir litu með ótta til bdóms hins almáttuga Guðs, sem koma mundi yfir hina ranglátu.

67 Og Drottinn sýndi Enok allt, allt til enda veraldar. Og hann sá dag hinna réttlátu, stund endurlausnar þeirra, og hlaut fyllingu agleðinnar —

68 Og allir dagar aSíonar, á dögum Enoks, voru þrjú hundruð sextíu og fimm ár.

69 Og Enok og allt hans fólk agekk með Guði, og hann dvaldi í miðri Síon. Og svo bar við, að Síon var ekki, því að Guð tók hana upp að sínum eigin barmi, og þaðan er sú sögn komin, að Síon sé Flúin.