2010–2019
Ástkærar dætur
Aðalráðstefna október 2019


Ástkærar dætur

Þungamiðja alls sem við gerum í Stúlknafélaginu er sú þrá okkar að hjálpa ykkur að öðlast óhrekjanlega trú á Drottin Jesú Krist.

Kæru systur, það er ánægjulegt að vera meðal ykkar! Við erum vitni að úthellingu opinberana, sem eru bæði útvíkkandi og upplífgandi fyrir sálina.

Er við hefjum, langar mig að kynna ykkur fyrir vinkonum mínum, þær eru einstakar að hæfileikum, hefðum og einstaklings- og fjölskylduaðstæðum. Hver þeirra hefur sigrað hjarta mitt, rétt eins og þið allar.

Ljósmynd
Bella

Fyrst skulum við hitta Bellu. Hún stendur sterk, sem eina stúlkan í grein sinni á Íslandi.

Ljósmynd
Josephine

Svo er það Josephine frá Afríku, sem hefur skuldbundið sig á ný til að lesa Mormónsbók á hverjum degi. Hún er að uppgötva kraftinn og þær blessanir sem koma frá þessu einfalda, trúfasta framtaki.

Ljósmynd
Ashtyn

Að lokum skulum við hitta Ashtyn, einstaka stúlku sem lést eftir sex ára baráttu við krabbamein. Vitnisburður hennar um friðþægingarfórn Jesú Krists bergmálar enn í hjarta mínu.

Þið eruð allar eftirtektarverðar stúlkur. Þið eruð einstakar, hver ykkar með sínar eigin gjafir og reynslu, samt svo líkar á mikilvægan og eilífan máta.

Þið eruð bókstaflega andadætur himneskra foreldra og ekkert fær aðskilið ykkur frá elsku þeirra og kærleika frelsara ykkar.1 Er þið leitið hans, takið jafnvel örsmá skref áfram, uppgötvið þið hinn varanlega frið sem veitist sál ykkar, sem trúföstum lærisveinum frelsarans, Jesú Krists.

Okkar ástkæri spámaður, Russell M. Nelson forseti, hefur beðið mig að segja ykkur frá nokkrum innblásnum breytingum sem munu hjálpa ykkur að „þróa [ykkar] helgu persónulegu möguleika.“2 og auka réttlát áhrif ykkar. Ég mun ræða fjögur atriði í kvöld, þar sem breytingar verða gerðar.

Þema Stúlknafélagsins

Í fyrsta lagi er það þrá okkar að hjálpa ykkur að öðlast óhrekjanlega trú á Drottin Jesú Krist3 og örugga vitneskju um guðlegt auðkenni ykkar sem dóttir Guðs.

Í kvöld langar mig að tilkynna um breytingu á þema Stúlknafélagsins. Ég bið þess að þið megið finna heilagan anda bera ykkur vitni um sannleiksgildi þessara orða er ég fer með nýja þemað:

Ég er ástkær dóttir himneskra foreldra,4 með guðlegt eðli og eilíf örlög.5

Ég, sem lærisveinn Jesú Krists, 6 leitast við að líkjast honum.7 Ég leita persónulegrar opinberunar og bregst við henni8 og þjóna öðrum í helgu nafni hans.9

Ég mun standa sem vitni Guðs, alltaf, í öllu og allsstaðar.10

Ég keppi að upphafningu, 11 virði gjöf iðrunar12 og reyni dag hvern að verða betri.13 Ég mun, fyrir trú14 styrkja heimili mitt og fjölskyldu, 15 gera og halda helga sáttmála16 og meðtaka helgiathafnir17 og blessanir hins heilaga musteris.18

Takið eftir breytingunni frá „við“ yfir í „ég.“ Þessi sannleikur á við ykkur persónulega. Þú ert ástkær dóttir himneskra foreldra. Þú ert sáttmálslærisveinn frelsara okkar, Jesú Krists. Ég býð ykkur að læra og hugleiða þessi orð. Ég veit, eins og þið, að þið munið öðlast vitnisburð um sannleiksgildi þeirra. Að öðlast skilning á þessum sannleika, mun breyta því hvernig þið takist á við áskoranir. Að þekkja auðkenni ykkar og tilgang, mun hjálpa ykkur að samræma vilja ykkar vilja frelsarans.

Friður og leiðsögn munu verða ykkar, er þið fylgið Jesú Kristi.

Námsbekkir Stúlknafélagsins

Annað sem þessar breytingar munu hafa áhrif á, eru námsbekkir Stúlknafélagsins. Öldungur Neal A. Maxwell sagði: „Oft þarfnast fólk þess svo innilega að komast í skjól frá stormum lífsins, á kærkominn griðarstað.“19 Námsbekkir okkar verða að vera griðarstaðir frá stormum, öruggir, kærleiksríkir og kærkomnir staðir. Í þeirri viðleitni að stuðla að aukinni einingu, styrkja vináttuböndin og auka þá tilfinningu að Stúlknafélagið sé kærkominn staður, gerum við nokkrar breytingar á samsetningu námsbekkja.

Í meira en hundrað ár hefur stúlkunum verið skipt í þrjá námsbekki. Við bjóðum leiðtogum Stúlknafélagsins og biskupum, sem þegar tekur gildi, að hugleiða þarfir hverrar stúlku í bænaranda og með sérstakar aðstæður deildarinnar í huga. Hér eru nokkur dæmi um hvernig þetta gæti litið út.

  • Ef þið hafið fáar stúlkur, gætuð þið haft einn Stúlknafélagsbekk, þar sem allar hittast saman.

  • Kannski eruð þið með fjölmennari hóp 12 ára stúlkna og síðan fámennari hóp eldri stúlkna. Þið gætuð ákveðið að hafa tvo námsbekki: Stúlknafélag 12 ára og Stúlknafélag 13–18 ára.

  • Ef þið eruð hins vegar með stóra deild, þar sem yfir 60 stúlkur mæta, gætuð þið haft 6 bekki, einn fyrir hvern aldurshóp, skipaðan eftir aldursári.

Hvernig sem þið skipið í námsbekki ykkar, þá eruð þið stúlkurnar nauðsynlegar við uppbyggingu einingar. Verið þeim ljós sem í kringum ykkur eru. Verið uppspretta þess kærleika og þeirrar umhyggju sem þið vonist eftir frá öðrum. Haldið áfram að liðsinna öðrum með bæn í hjarta og láta gott af ykkur leiða. Er þið gerið svo, mun líf ykkar fyllast gæsku. Þið munið upplifa betri tilfinningar gagnvart öðrum og munið fara að sjá góðvild þeirra á móti.

Námsbekkjaheiti Stúlknafélagsins

Í þriðja lagi munu allir námsbekkir þessa nýja bekkjaskipulags vera kallaðir hinu sameignlega heiti „Stúlknafélagið.“20 Við munum hætta að nota nöfnin Býflugur, Meyjar og Lárberar.

Styrking forsætisráða námsbekkja

Að lokum, langar mig að ræða um mikilvægi forsætisráða námsbekkja. Sama hvernig Stúlknafélagið er skipulagt, þá ætti hver námsbekkur að vera með forsætisráð!21 Það er að guðlegri skipan að stúlkur séu kallaðir til leiðtogastarfa sem ungmenni.

Hlutverk og tilgangur forsætisráða námsbekkja hefur verið styrkt og betur skilgreint. Verk sáluhjálpar er eitt þessara mikilvægu ábyrgðarhlutverka, sérstaklega hvað varðar hirðisþjónustu, trúboðsstarf, endurvirkjun og musteris- og ættarsögustarf.22 Já, á þennan hátt stöndum við að samansöfnun Ísraels23 – dýrðlegu verki fyrir allar stúlkur, sem meðlimir í æskulýðsfylkingu Drottins.

Eins og þið vitið, kallar Drottinn á öllum þrepum kirkjunnar forsætisráð til að leiða fólk sitt. Stúlkur, það að þjóna í forsætisráði námsbekkjar kann að vera fyrsta tækifæri ykkar til taka þátt í þessu innblásna mynstri leiðtogastarfs. Fullorðnu leiðtogar, gerið það að forgangsatriði að kalla forsætisráð námsbekkja og leiðið þær síðan við hlið ykkar, ráðleggið og leiðbeinið, svo að starf þeirra geti verið farsælt.24 Hver sem leiðtogareynslan er innan forsætisráðs námsbekkjar, hefjist þá handa þar sem þær eru og hjálpið þeim að þroska hæfileikana og sjálfsöryggið sem mun blessa þær sem leiðtoga. Standið nærri, en yfirtakið ekki. Andinn mun leiða ykkur er þið leiðið þær.

Ljósmynd
Chloe

Til að útskýra mikilvægi hlutverks foreldra og leiðtoga sem ráðgjafa, langar mig að segja ykkur sögu. Chloe var kölluð til að þjóna sem bekkjarforseti. Skynsamur prestdæmisleiðtogi hennar hvatti hana til að leita aðstoðar Drottins við að mæla með nöfnum fyrir forsætisráð hennar. Chloe bað og meðtók frekar fljótlega innblástur um það hverjar hún myndi leggja til sem ráðgjafa sína. Er hún hélt áfram að hugleiða og biðja varðandi ritara, beindi andinn henni ítrekað að stúlku sem kom henni á óvart – einhverri sem kom sjaldan í kirkju eða á viðburði.

Chloe talað við móður sína varðandi þetta, þar sem hún var frekar óörugg með þessa ábendingu, og hún útskýrði fyrir henni að við fáum stundum opinberanir í gegnum endurteknar hugsanir. Með auknu sjálfsöryggi fannst Chloe að hún gæti mælt með þessari stúlku. Biskupinn kallaði stúlkuna og hún þáði það. Eftir að vera sett í embætti, sagði þessi ljúfi ritari: „Veistu, mér hefur aldrei fundist að ég ætti heima hér, eða að einhver þarfnaðist mín. Mér fannst ég ekki passa inn. Með þessari köllun finnst mér að himneskur faðir hefði tilgang og stað fyrir mig.“ Þegar Chloe og móðir hennar yfirgáfu fundinn, snéri Chloe sér að móður sinni og sagði með tár í augunum: „Opinberun er raunveruleg! Opinberanir virka í alvöru!“

Forsætisráð námsbekkjar, þið hafið verið kallaðar af Guði og ykkur er treyst til að leiða hóp dætra hans. „Drottinn þekkir ykkur. … Hann valdi ykkur.“25 Þið hafið verið settar í embætti af einum sem hefur prestdæmisumboð, sem þýðir að er þið framkvæmið skyldur köllunar ykkar, notið þið prestdæmisumboð. Þið hafið mikilvægt starf fyrir höndum. Verið næmar fyrir og framkvæmið samkvæmt leiðbeiningum heilags anda. Er þið gerið það, getið þið þjónað með sjálfsöryggi, því þið þjónið ekki einsamlar!

Bekkjarforsetar, við þörfnumst visku ykkar, raddar og orku í hið nýja ungmennaráð deildar, sem öldungur Quentin L. Cook tilkynnti í dag. Þið eruð mikilvægur þáttur í lausninni við að mæta þörfum bræðra ykkar og systra.26

Þessar breytingar á skipulagi námsbekkja og leiðtogastarfi geta hafist um leið og deildir og greinar eru tilbúnar, en ættu að vera komnar á 1. janúar 2020.

Kæru systur, ég ber vitni um að þessar breytingar sem ég hef talað um í dag eru innblásnar af Drottni. Þegar við útfærum þessar breytingar, megum við aldrei missa sjónar á tilgangi okkar: Að styrkja ásetning okkar um að fylgja Jesú Kristi og hjálpa öðrum að koma til hans. Ég ber vitni um að þetta er hans kirkja. Hve þakklát ég er fyrir að hann leyfir okkur að vera mikilvægur þáttur í helgu verki hans.

Ég bið þess að sami andi og hefur leitt þessar breytingar, muni leiða ykkur er þið sækið fram á sáttmálsveginum. Um það ber ég vitni í nafni Jesú Krists, amen.