2010–2019
Kom, fylg mér – Hin forvirka varnaráætlun Drottins
Aðalráðstefna október 2019


Kom, fylg mér – Hin forvirka varnaráætlun Drottins

Drottinn er að búa fólk sitt gegn árásum andstæðingsins. Kom, fylg mér er hin forvirka varnaráætlun Drottins.

Við fögnum saman á þessari miklu aðalráðstefnu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Það er blessun að meðtaka huga og vilja Drottins í gegnum kenningar spámanna hans og postula. Russell M. Nelson forseti er lifandi spámaður Drottins. Hve þakklát við erum fyrir hina innblásnu ráðgjöf og leiðsögn sem okkur veittist í dag.

Ég bæti vitnisburði mínum við þá sem fluttir voru áður. Ég ber vitni um Guð, hinn eilífa föður okkar. Hann lifir og elskar okkur og vakir yfir okkur. Sæluáætlun hans veitir blessanir þessa dauðlega lífs og gerir okkur að lokum kleift að snúa aftur í návist hans.

Ég ber einnig vitni um Jesú Krist. Hann er hinn eingetni sonur. Hann frelsaði okkur frá dauða og hann frelsar okkur frá synd er við iðkum trú á hann og iðrumst. Hin algjöra friðþægingarfórn í okkar þágu veitir blessanir ódauðleika og eilífs lífs. „Þökk sé Guði fyrir hina óviðjafnanlegu gjöf hins dýrðlega sonar hans“ („Hinn lifandi Kristur: Vitnisburður postulanna,“ aðalráðstefna, apríl 2017, https://www.churchofjesuschrist.org/languages/isl/pdf?lang=isl).

Síðari daga heilagir alls staðar í heiminum eru blessaðir að geta tilbeðið Jesú Krist í musterum hans. Eitt slíkt musteri í Winnipeg í Kanada, er í byggingu eins og stendur. Konan mín, Anne Marie og ég áttum kost á því að skoða byggingarreitinn í ágúst á þessu ári. Musterið er fagurlega hannað og verður örugglega stórbrotið þegar það er fullgert. Hins vegar er ekki hægt að hafa stórbrotið musteri í Winnipeg, eða annars staðar, án sterkrar og traustrar undirstöðu.

Frost og þíða og þensla jarðvegsins í Winnipeg, gera erfitt fyrir með að setja undirstöður fyrir musterið. Því var ákveðið að undirstöðurnar fyrir musterið skyldu samanstanda af 70 yfirsteyptum stálbitum. Stálbitar þessir eru um 18 metrar að lengd og 30 til 50 cm að þvermáli. Þeir voru reknir ofan í jörðina, þar til þeir komu niður á fast berg, um 15 metrum undir yfirborði. Á þennan hátt mynda stálbitarnir 70 sterkar og traustar undirstöður fyrir musterið í Winnipeg.

Sem Síðari daga heilagir, leitum við á líkan hátt að sterkri og traustri undirstöðu í lífi okkar – andlegri undirstöðu sem nauðsynleg er fyrir ferðalagið í jarðvistinni og til baka til okkar himnesku heimkynna. Sú undurstaða er byggð á berggrunni trúarumbreytingar okkar á Drottin Jesú Krist.

„Og nú synir mínir. Munið og hafið hugfast, að það er á bjargi lausnara okkar, sem er Kristur, sonur Guðs, sem þið verðið að byggja undirstöðu ykkar. Að þegar djöfullinn sendir sína voldugu storma, já, spjót sín í hvirfilvindinum, … mun það ekkert vald hafa til að draga ykkur niður í djúp vansældar og óendanlegs volæðis, vegna þess að það bjarg, sem þið byggið á, er öruggur grundvöllur, og ef menn byggja á þeim grundvelli, geta þeir ekki fallið“ (Helaman 5:12).

Sem betur fer lifum við á tímum er spámenn og postular kenna okkur um frelsarann Jesú Krist. Er við fylgjum leiðbeiningum þeirra grundvöllum við sterka undirstöðu í Kristi.

Fyrir ári síðan setti Russel M. Nelson forseti fram þessa yfirlýsingu í inngangsorðum sínum fyrir aðalráðstefnunna í október: „Hið viðvarandi ætlunarverk kirkjunnar er að hjálpa öllum meðlimum að styrkja eigin trú á Drottin Jesú Krist og friðþægingu hans, hjálpa þeim að gera og halda sáttmála við Guð og styrkja og innsigla fjölskyldur þeirra. Þetta er ekki auðvelt í þessum flókna heimi. Árásir óvinarins á trúna og okkur sjálf og fjölskyldur okkar verða stöðugt harðari. Við þurfum að koma forvirkri varnaráætlun í framkvæmd, til að standast andlega“ („Upphafsorð,” aðalráðstefna, okt. 2018; leturbreyting hér).

Eftir boðskap Nelsons forseta kynnti öldungur Quentin L. Cook, í Tólfpostulasveitinni, námsefnið Kom, fylg mér, fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Í lokin sagði hann eftirfarandi:

  • „Hið nýja heimanámsefni Kom fylg mér … er hannað til að hjálpa meðlimum að læra fagnaðarerindið á heimilinu.“

  • „‚Þetta námsefni er fyrir alla einstaklinga og fjölskyldur í kirkjunni‘ [Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur (2019), vi].“

  • „Ætlun okkar er að bæta trúarlega upplifun með breyttri áherslu á trúarfræðslu í kirkju og á heimili, svo það stórefli trú og andríki og stuðli að auknum trúarlegum viðsnúningi til himnesks föður og Drottins Jesú Krists.“ („Aukinn og varanlegur viðsnúningur til himnesks föður og Drottins Jesú Krists,“ aðalráðstefna, október 2018.)

Í janúar á þessu ári hófu Síðari daga heilagir alls staðar í heiminum að læra Nýja testamentið með námsefninu Kom, fylg mér sem leiðarvísi. Kom, fylg mér hefur vikulega áætlun og hjálpar okkur að læra ritningarnar, reglur fagnaðarerindisins og kenningar spámannanna og postulanna. Þetta er dásamlegt efni fyrir okkur öll.

Hvað sjáum við eftir níu mánaða ritningarlestur á heimsvísu? Við sjáum Síðari daga heilaga alls staðar eflast í trú og hollustu á Drottin Jesú Krist. Við sjáum einstaklinga og fjölskyldur gefa sér tíma út vikuna að lesa orð frelsarans. Við sjáum kennsluframfarir í sunnudagaskólanum er við lesum ritningarnar heima við og miðlum innsæi okkar í kirkju. Við sjáum aukna gleði og einingu í fjölskyldunni, þegar við höfum breytt einföldum ritningalestri yfir í djúpan ritningalærdóm.

Ég hef hlotið þau forréttindi að heimsækja marga Síðari daga heilaga og hlusta af eigin raun á reynslu þeirra með Kom, fylg mér. Þakklæti þeirra fyllir hjartað mitt gleði. Eftirfarandi eru nokkrar þær athugasemdir sem ég hef heyrt frá ýmsum meðlimum kirkjunnar í ólíkum heimshlutum:

  • Faðir einn sagði: „Ég hef ánægju af Kom, fylg mér, því efnið veitir mér tækifæri til að vitna fyrir börnum mínum um frelsarann.“

  • Á öðru heimili sagði barn nokkurt: „Þetta er tækifæri fyrir mig til að hlýða á foreldra mína bera vitnisburði sína.“

  • Móðir nokkur deildi þessu: „Við höfum hlotið innblástur um hvernig setja eigi Guð fremstan. Sá tími sem við [töldum okkur] ‚ekki hafa,‘ er [fylltur] von, friði og árangri á þann hátt sem við töldum ekki mögulegan.“

  • Hjón sögðu: „Við lesum ritningarnar á allt annan hátt en við höfum áður gert. Við lærum miklu meira en við höfum áður gert. Drottinn vill að við sjáum hlutina öðruvísi. Drottinn er að undirbúa okkur.“

  • Móður nokkur sagði: „Ég er hrifin af því að við lærum sama efnið saman. Áður lásum við það. Í dag lærum við það.“

  • Systir nokkur deildi þessari innsýn: „Áður höfðum við lexíu og ritningarnar voru stuðningsefnið. Nú höfum við ritningarnar og lexían er stuðningsefnið.“

  • Enn önnur systir sagði: „Ég skynja mun milli þess þegar ég tek þátt í því [í samanburði] við það þegar ég geri það ekki. Mér finnst auðveldar að tala við aðra um Jesú Krist og trú okkar.“

  • Amma nokkur sagði: „Ég hringi í börn mín og barnabörn á sunnudögum og við deilum innsæi okkar úr Kom, fylg mér.“

  • Ein systir hafði þetta að segja: „Kom, fylg mér er eins og Kristur sjálfur sé að þjóna mér. Þetta er innblástur frá himni.“

  • Faðir nokkur sagði: „Er við notum Kom, fylg mér, erum við að merkja dyrastafi okkar, eins og börn Ísraels, til að vernda fjölskyldu okkar gegn áhrifum tortímandans.“

Bræður og systur, það er mikil gleði fólgin í því að heimsækja ykkur og hlýða á hvernig framtak ykkar með Kom, fylg mér blessar ykkur. Takk fyrir hollustu ykkar.

Að læra ritningarnar með Kom, fylg mér sem leiðarvísi, eykur trúarumbreytingu okkar á Jesú Krist og fagnaðarerindi hans. Við erum ekki bara að skipta út einni klukkustund í kirkju á sunnudögum fyrir eina klukkustund af auknum ritningalestri heimavið. Lærdómur á fagnaðarerindinu er viðvarandi vinna alla vikuna. Eins og systir ein sagði mér: „Takmarkið er ekki að stytta kirkjuna um eina klukkustund; það er að lengja kirkjuna um sex daga!“

Íhugum á ný aðvörunina sem spámaður okkar, Nelson forseti, veitti í upphafsorðum sínum á aðalráðstefnunni í október 2018.

„Árásir óvinarins á trúna og okkur sjálf og fjölskyldur okkar verða stöðugt harðari. Við þurfum að koma forvirkri varnaráætlun í framkvæmd, til að standast andlega“ („Upphafsorð,”).

Síðan (um 29 klukkustundum síðar), á sunnudagssíðdegi, lauk hann ráðstefnunni með þessu loforði: „Er þið vinnið samviskusamlega að því að endurhanna heimili ykkar í það að verða miðstöð trúarfræðslu … [munu] áhrif andstæðingsins á líf ykkar og heimili … minnka“ („Verum fyrirmyndar Síðari daga heilagir,“ aðalráðstefna, október 2018).

Hvernig geta árásir andstæðingsins verið að aukast verulega, ef áhrif andstæðingsins minnka í raun á sama tíma? Það getur gerst og er að gerast alls staðar í kirkjunni, vegna þess að Drottinn er að búa fólk sitt gegn árásum andstæðingsins. Kom, fylg mér er hin forvirka varnaráætlun Drottins. Eins og Nelson forseti kenndi: „Þessi heimilismiðaða, kirkjustyrkta samþætta námsskrá, hefur þann möguleika að leysa kraft fjölskyldunnar úr læðingi.“ Hún krefst hins vegar okkar bestu viðleitni; við þurfum að „[fylgja] því eftir samviskusamlega og vandlega að breyta heimilum [okkar] í griðastað trúar“ („Verum fyrirmyndar Síðari daga heilagir,“)

Nelson forseti sagði einnig: „Sérhvert okkar ber ábyrgð á eigin andlegum vexti“ („Upphafsorð,“)

Með Kom, fylg mér er Drottin að búa okkur undir „[örðugar] tíðir sem við nú stöndum frammi fyrir“ (Quentin L. Cook, „Aukinn og varanlegur viðsnúningur,“). Hann er að hjálpa okkur að byggja „[öruggan grundvöll], og ef menn byggja á þeim grundvelli, geta þeir ekki fallið“ (Helaman 5:12) – grundvöll vitnisburðar sem festur er vandlega við berggrunn trúarlegs viðsnúnings okkar til Drottins Jesú Krists.

Megi hin daglega viðleitni okkar til að læra ritningarnar styrkja okkur og gera okkur verðug hinna fyrirheitnu blessana. Ég bið svo, í nafni Jesú Krists, amen.