2010-2019
Verum fyrirmyndar Síðari daga heilagir
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

Verum fyrirmyndar Síðari daga heilagir

Ég skil kærleika minn og blessun eftir hjá ykkur, að þið megið endurnærast af orði Drottins og heimfæra kenningar hans á ykkar eigið líf.

Þetta hefur verið andlega hvetjandi og söguleg ráðstefna. Við horfum til framtíðarinnar, full eldmóði. Við höfum verið hvött til að gera betur og að vera betri. Þessi frábæru skilaboð sem aðalvaldhafar og aðrir yfirmenn kirkjunnar hafa flutt okkur úr þessum ræðustól og tónlistin sem flutt hefur verið, hafa verið stórkostleg! Ég hvet ykkur til að íhuga þessi skilaboð og byrja strax í þessari viku.1 Þau tjá huga og vilja Drottins fyrir fólk hans, í dag.

Þessi heimilismiðaða, kirkjustyrkta samþætta námsskrá, hefur þann möguleika að leysa kraft fjölskyldunnar úr læðingi, er hver fjölskylda fylgir því eftir samviskusamlega og vandlega að breyta heimilum sínum í griðarstað trúar. Ég lofa ykkur því að er þið vinnið samviskusamlega að því að endurhanna heimili ykkar í það að verða miðstöð trúarfræðslu, þá munu helgidagar ykkar að lokum verða ykkur einstaklega ljúfir. Börn ykkar munu verða spennt yfir því að læra og lifa eftir kenningum frelsarans og áhrif andstæðingsins á líf ykkar og heimili, munu minnka. Breytingarnar á fjölskyldum ykkar munu verða afgerandi og varanlegar.

Á þessari ráðstefnu höfum við styrkt ásetning okkar að koma í verk þeirri viðleitni að heiðra Drottin Jesú Krist í hvert skipti sem við tölum um kirkju hans. Ég lofa ykkur því að þessi stranga áhersla á því að nota rétt nafn kirkju frelsarans og meðlima hennar, mun leiða til aukinnar trúar og tengingu við enn sterkari andlegan kraft, fyrir meðlimi kirkju hans.

Nú skulum við snúa okkur að málefni musterisins. Við vitum að tími okkar í musterinu er það sem ræður úrslitum varðandi sáluhjálp okkar og upphafningu, bæði fyrir okkur sjálf og fjölskyldur okkar.

Eftir að við meðtökum okkar eigin musterishelgiathafnir og gerum heilaga sáttmála við Guð þá þarf hvert og eitt okkar áframhaldandi andlega styrkingu og lærdóm, sem einungis er mögulegur í húsi Drottins. Forfeður okkar þurfa einnig á því að halda að við séum staðgenglar þeirra.

Íhugið hina miklu náð og sanngirni hjá Guði, sem sá fyrir leið, áður en að heimurinn var skapaður, til að veita þeim musterisblessanir sem dáið hafa án þekkingar á fagnaðarerindinu. Hinar helgu helgiathafnir musterisins eru fornar. Hvað mig varðar er fyrnska þeirra heillandi og enn önnur sönnun á áreiðanleika þeirra.2

Kæru bræður og systur, árásir andstæðingsins aukast gífurlega, bæði að styrk og fjölbreytni.3 Þörf okkar á því að fara reglulega í musterið hefur aldrei verið meiri. Ég sárbæni ykkur um að meta það hvernig þið verjið tíma ykkar, með bæn í huga. Fjárfestið í framtíð ykkar og fjölskyldu ykkar. Ef þið hafið viðráðanlegan aðgang að musterinu þá hvet ég ykkur til að finna leið til að eiga reglulegar heimsóknir þangað - að vera í heilögu húsi Drottins - og halda svo þá áætlun, af einurð og gleði. Ég lofa ykkur því að Drottinn mun færa ykkur þau kraftaverk sem þið þurfið á að halda, er þið færið þær fórnir að þjóna og tilbiðja í musterum hans.

Á þessum tíma höfum við 159 starfandi musteri. Gott viðhald og umönnun þessara mustera er okkur mjög mikilvæg Er árin líða þurfa musterin áhjákvæmilega á viðgerðum að halda og að vera gerð upp. Af þessum ástæðum eru nú áætlanir uppi um að gera Salt Lake musterið, og önnur fyrstu kynslóðar musteri, upp og endurnýja þau. Nákvæmari upplýsingar um þessi verkefni verða gerðar opinberar þegar þær verða tilbúnar.

Í dag erum við mjög ánægð að tilkynna áætlanir um að byggja 12 musteri í viðbót. Þessi musteri verða byggð á eftirfarandi stöðum: Mendoza, Argentínu; Salvador, Brasilíu; Yuba City, Kaliforníu; Phnom Penh, Kambodíu; Praia, Grænhöfðaeyjum; Yigo, Guam; Puebla, Mexíkó; Auckland, Nýja Sjálandi; Lagos, Nígeríu; Davao, Filippseyjum, San Juan, Púertó Ríkó; og Washington-sýslu, Utah.

Bygging þessara mustera kann ekki að breyta lífi ykkar, en tíminn sem þið verjið þar mun vissulega gera það. Ég hvet þau ykkar sem hafið verið fjarri musterinu lengi, til að undirbúa ykkur og snúa þangað eins fljótt og mögulegt er. Síðan býð ég ykkur að tilbiðja í musterinu og biðja þess að þið megið skynja óendanlega elsku frelsarans til ykkar, frá hjartans rótum, svo að hvert ykkar megi öðlast sinn eigin vitnisburð um að hann leiðir þetta helga og elífa verk.4

Bræður og systur, ég þakka ykkur fyrir bænir ykkar og stuðning í verki. Ég skil kærleika minn og blessun eftir hjá ykkur, að þið megið endurnærast af orði Drottins og heimfæra kenningar hans á ykkar eigið líf. Ég fullvissa ykkur um að opinberanir eru viðvarandi í kirkjunni og munu halda áfram þar til „tilgangi Guðs verður náð og að hinn mikli Jehóva mun segja verkinu lokið.“5

Ég blessa ykkur með aukinni trú á hann og hans helga verki með trú og þolinmæði til að standast persónulegar áskoranir ykkar í lífinu. Ég blessa ykkur svo að þið náið að verða fyrirmyndar Síðari daga heilagir. Ég blessa ykkur á þennan máta og gef ykkur minn vitnisburð um að Guð lifir! Jesús er Kristur! Þetta er hans kirkja. Við erum hans fólk, í nafni Jesú Krists, amen.