2 Nefí 1
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

Önnur bók Nefís

Frásögn af dauða Lehís. Bræður Nefís rísa gegn honum. Drottinn varar Nefí við og beinir honum út í óbyggðirnar. Ferðir hans um óbyggðirnar og fleira.

1. Kapítuli

Lehí segir fyrir um land frelsisins — Niðjum hans mun stökkt á dreif og þeir lostnir, ef þeir hafna hinum heilaga Ísraels — Hann hvetur syni sína til að búast alvæpni réttlætisins. Um 589–570 f.Kr.

1 En nú bar svo við, að þegar ég, Nefí, hafði lokið við að fræða bræður mína, ræddi afaðir okkar, Lehí, margt við þá, og endurtók meðal annars það, hve mikið Drottinn hefði fyrir þá gjört, er hann leiddi þá burtu úr landi Jerúsalem.

2 Og hann ræddi við þá um auppreisn þeirra á vötnunum og miskunn Guðs, þegar hann þyrmdi lífi þeirra, svo að sjórinn gleypti þá ekki.

3 Og hann ræddi einnig við þá um fyrirheitna landið, sem hafði fallið þeim í skaut — hve miskunnsamur Drottinn hefði verið, þegar hann varaði okkur við og benti okkur á að flýja land Jerúsalem.

4 Því að sjá, mælti hann. Ég hef séð í asýn, að bJerúsalem er tortímt, og hefðum við haldið kyrru fyrir í Jerúsalem, hefðum við einnig cfarist.

5 En þrátt fyrir þrengingar okkar hefur okkur fallið hið afyrirheitna land í skaut, sagði hann, land, sem bstendur öllum öðrum löndum framar, land, sem Drottinn Guð hefur gjört sáttmála við mig um, að verði erfðaland niðja minna. Já, Drottinn hefur með csáttmála veitt mér og börnum mínum þetta land að eilífu og einnig öllum þeim, sem hönd Drottins leiðir úr öðrum löndum.

6 Og þess vegna spái ég, Lehí, því, í samræmi við áhrif andans, sem í mér er, að aengir komi til þessa lands, nema hönd Drottins leiði þá hingað.

7 Þess vegna er þetta land ahelgað þeim, sem hann mun leiða hingað. Og fari svo, að þeir þjóni honum samkvæmt þeim boðum, sem hann hefur gefið, mun landið verða þeim land bfrelsis. Þess vegna verða þeir aldrei hnepptir í ánauð, nema misgjörða sinna vegna, því að verði misgjörðir ríkjandi, mun landið verða þeim cbölvað, en alla tíð blessað fyrir hina réttlátu.

8 Og sjá. Viska er í því fólgin, að aðrar þjóðir fái enn um hríð enga vitneskju um þetta land, því að sjá, svo margar þjóðir mundu þá flæða yfir landið, að erfingjunum gæfist ekkert rúm.

9 Þess vegna hef ég, Lehí, fengið það fyrirheit, að þeim, sem Drottinn Guð leiðir burtu frá landi Jerúsalem, amuni vegna vel á þessari grund, bef þeir halda boðorð hans. Og þeim mun haldið frá öllum öðrum þjóðum, svo að þeir geti sjálfir átt þetta land. Og chaldi þeir boðorð hans, munu þeir blessaðir á þessari grund, og enginn verður til að áreita þá eða taka erfðaland þeirra frá þeim, og þeir munu dvelja í öryggi að eilífu.

10 En sjá. Þegar sá tími kemur, að þeim hnignar í trúleysi, eftir að þeir hafa hlotið svo mikla blessun úr hendi Drottins — og hafa jafnframt vitneskju um sköpun jarðar og allra manna, þekkja til hinna miklu og undursamlegu verka Drottins, allt frá sköpun jarðar, hafa hlotið kraft til að gjöra alla hluti fyrir trú, hafa haft öll boðorðin frá upphafi og verið leiddir til hins dýrmæta lands fyrirheitanna fyrir óþrjótandi gæsku hans — já, renni sá dagur upp, að þeir afneiti hinum heilaga Ísraels, hinum sanna aMessíasi, lausnara sínum og Guði, sjá, þá munu dómar hins réttvísa yfir þeim kveðnir.

11 Já, hann mun leiða aaðrar þjóðir til þeirra og veita þeim vald, og hann mun taka frá þeim landið, sem þeir eiga, og hann mun láta btvístra þeim og ljósta þá.

12 Já, á meðan ein kynslóðin tekur við af annarri, munu ablóðsúthellingar og miklar hörmungar yfir þá ganga. Þess vegna óska ég þess, synir mínir, að þið minnist þessa, já, ég vildi, að þið færuð að orðum mínum.

13 Ó, að þið vöknuðuð, vöknuðuð af djúpum svefni, já, af ahelsvefni og hristuð af ykkur hina hræðilegu bhlekki, sem fjötra ykkur, þá hlekki, sem fjötra mannanna börn og leiða þau í ánauð niður í eilíft chyldýpi vansældar og volæðis.

14 Vaknið og rísið úr duftinu! Hlýðið á orð riðandi aforeldris, sem þið brátt leggið í kalda og þögula bgröf, þaðan sem enginn ferðalangur getur nokkru sinni horfið aftur. Eftir aðeins fáa daga geng ég cveg allrar veraldar.

15 En sjá. Drottinn hefur afrelsað sál mína frá víti. Ég hef séð dýrð hans, og belskandi carmar hans umlykja mig að eilífu —

16 Og ég þrái, að þið munið og virðið areglur og ákvæði Drottins. Sjá, þetta hefur níst sál mína angist frá upphafi.

17 Harmur hefur íþyngt hjarta mínu alltaf öðru hverju, því að ég hef óttast, að fylling heilagrar areiði Drottins Guðs ykkar komi yfir ykkur vegna hörkunnar, sem í hjarta ykkar er, og að þið bútilokist og tortímist að eilífu —

18 Eða að bölvun komi yfir ykkur í amarga ættliði, og sverð og hungursneyð sæki ykkur heim og þið verðið fyrirlitnir og leiddir að vilja og í ánauð bdjöfulsins.

19 Ó, synir mínir. Aðeins að þetta verði ekki hlutskipti ykkar, heldur að þið verðið hinir útvöldu Drottins, sem hann hefur avelþóknun á. En sjá, verði hans vilji, því að bvegir hans eru réttlætið að eilífu.

20 Og hann hefur sagt: aSem þér haldið bboðorð mín, svo mun yður cvegna vel á þessari grund, og svo sem þér haldið ekki boðorð mín, svo munuð þér útilokast úr návist minni.

21 Og til að sál mín megi gleðjast yfir ykkur og hjarta mitt fái yfirgefið þessa jörð fullt af gleði ykkar vegna og harmur og sorg þurfi ekki að íþyngja mér allt til grafarinnar, rísið þá úr duftinu, synir mínir, verið akarlmenni, ákveðnir, beinhuga og óskiptir í hjarta, sameinaðir í öllu, svo að þið fallið ekki í ánauð —

22 Og verðið ekki fyrir sárri bölvun, og kallið ekki vanþóknun aréttvíss Guðs yfir ykkur, ykkur til tortímingar, já, eilífrar tortímingar, bæði sálar og líkama.

23 Vaknið synir mínir, búist aalvæpni réttlætisins. Hristið af ykkur hlekkina, sem fjötra ykkur, komið fram úr myrkrinu og rísið úr duftinu.

24 Rísið ei framar gegn bróður ykkar, sem hefur séð dýrðlegar sýnir og haldið boðorðin allt frá þeirri stundu, er við yfirgáfum Jerúsalem. Hann hefur verið verkfæri í höndum Guðs til að leiða okkur til fyrirheitna landsins, því að án hans hefðum við farist úr ahungri í óbyggðunum. Engu að síður reynduð þið að bráða hann af dögum. Já, hann hefur orðið að þola miklar raunir ykkar vegna.

25 Og ykkar vegna skelf ég mjög af ótta um, að hann þurfi að þjást aftur. Því að sjá, þið hafið ásakað hann um að sækjast eftir völdum og ayfirráðum yfir ykkur, en ég veit, að hann hefur hvorki sóst eftir völdum né yfirráðum yfir ykkur, heldur eftir dýrð Guðs og eilífri velferð ykkar.

26 Og þið hafið möglað, vegna þess að hann talaði af hreinskilni við ykkur. Þið segið hann hafa verið aharðorðan. Þið segið hann hafa verið ykkur reiðan. En sjá, harkan var kraftur Guðs orðs, sem í honum bjó, og það, sem þið kallið reiði, var einungis sannleikurinn, sem í Guði býr, sem knúði hann til að sýna ykkur djarflega fram á misgjörðir ykkar.

27 Og akraftur Guðs hlýtur að vera með honum, jafnvel svo, að þið verðið að hlýða, þegar hann skipar ykkur fyrir. En sjá. Það var ekki hann sjálfur, heldur bandi Drottins, sem í honum var, sem clauk upp vörum hans, þannig að hann gat ei lokað þeim aftur, heldur varð að tala.

28 Og sjá nú, sonur minn Laman, einnig þið Lemúel og Sam, sem og þið synir mínir, sem eruð synir Ísmaels. Ef þið hlýðið röddu Nefís, munuð þið ekki farast. Og þóknist ykkur að hlýða honum, verður ablessun mín með ykkur, já, jafnvel fyrsta blessun mín.

29 En þóknist ykkur ekki að hlýða á hann, tek ég afyrstu blessun mína aftur, já, jafnvel blessun mína, og læt hana hvíla á honum.

30 Og nú mæli ég til þín, Sóram. Sjá, þú ert aþjónn Labans. Engu að síður hefur þú verið leiddur burt úr landi Jerúsalem, og ég veit, að þú ert og verður að eilífu sannur vinur sonar míns, Nefís.

31 Vegna þess að þú hefur verið trúr, munu niðjar þínir blessaðir aásamt niðjum hans, þannig að þeir munu dvelja í velmegun um langan aldur á þessari grund, og ekkert nema misgjörðir þeirra sjálfra mun að eilífu gjöra þeim mein eða hrófla við velmegun þeirra á þessari grund.

32 Ef þið þess vegna haldið boðorð Drottins, hefur Drottinn helgað þetta land til athvarfs fyrir niðja þína og niðja sonar míns.