2 Nefí 29
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

29. Kapítuli

Margir meðal Þjóðanna munu hafna Mormónsbók — Þeir munu segja: Við þurfum ekki fleiri Biblíur — Drottinn talar til margra þjóða — Hann mun dæma heiminn af þeim bókum sem skráðar verða. Um 559–545 f.Kr.

1 En sjá, mannmargt verður á þeim degi, þegar ég held áfram að vinna adásemdarverk meðal þeirra, til að minnast bsáttmálanna, sem ég hef gjört við mannanna börn, og rétta fram hönd mína cöðru sinni til að endurheimta þjóð mína, sem er af Ísraelsætt —

2 Einnig til að minnast fyrirheitanna, sem ég gaf þér, Nefí, og einnig föður þínum um að muna niðja yðar og að aorð niðja yðar muni ganga fram af munni mínum til niðja yðar. Og orðin munu bberast til endimarka jarðarinnar og verða sem cgunnfáni þjóðar minnar, sem er af Ísraelsætt —

3 Og vegna þess að orð mín berast áfram, munu margir meðal Þjóðanna segja: aBiblía! Biblía! Vér höfum Biblíu og ekki verður við Biblíuna bætt.

4 En Drottinn Guð mælir svo: Ó, heimskingjar, Biblíuna munu þeir hafa, og hún mun koma frá aGyðingunum, hinni fornu sáttmálsþjóð minni. Og hvaða þakkir færa þeir Gyðingunum fyrir bBiblíuna, sem þeir fá frá þeim? Já, hvað eiga Þjóðirnar við? Muna þeir sársauka, erfiði og þjáningar Gyðinganna og elju þeirra gagnvart mér við að færa Þjóðunum hjálpræði?

5 Ó, þér Þjóðir, hafið þér munað eftir Gyðingunum, hinni fornu sáttmálsþjóð minni? Nei, en þér hafið formælt þeim, afyrirlitið þá og ekkert reynt til að endurreisa þá. En sjá. Ég mun láta allt þetta koma yfir yðar eigið höfuð, því að ég, Drottinn, hef ekki gleymt þjóð minni.

6 Þér heimskingjar, sem segja munuð: aBiblía, vér höfum Biblíu og þurfum ekki á frekari Biblíu að halda. Hefðuð þér eignast Biblíu, nema vegna Gyðinganna?

7 Vitið þér ei, að fleiri en ein þjóð er til? Vitið þér ei, að ég, Drottinn Guð yðar, hef askapað alla menn og man eftir þeim, sem eru á beyjum sjávar, og að ég stjórna á himnum uppi og á jörðu niðri. Og ég læt orð mín berast til mannanna barna, já, til allra þjóða á jörðunni.

8 Hvers vegna möglið þér yfir því að taka við fleiri orðum frá mér? Vitið þér ei, að vitnisburður atveggja þjóða bvitnar fyrir yður um það, að ég er Guð, að ég man eina þjóð jafn vel og aðra? Þess vegna mæli ég sömu orðin við eina þjóð og við aðra. Og þegar þessar ctvær þjóðir renna saman í eina heild, munu vitnisburðir þjóðanna tveggja einnig renna saman í eina heild.

9 Og þetta gjöri ég til að geta sannað mörgum, að ég er hinn asami í gær og í dag og að eilífu, að ég mæli fram orð mín að vild minni. Og þó að ég hafi mælt fram beitt orð, þurfið þér ekki að álykta, að ég geti ekki sagt annað, því að verki mínu er enn ekki lokið og svo mun heldur ekki verða, þegar maðurinn líður undir lok, né heldur þaðan í frá og að eilífu.

10 Og þó að þér hafið Biblíuna, þurfið þér ekki að ætla, að hún innihaldi öll aorð mín né heldur, að ég hafi ekki látið rita meira.

11 Því að ég býð aöllum mönnum, bæði í austri og vestri, norðri og suðri og á eyjum sjávar, að bfæra þau orð í letur, sem ég tala til þeirra, því að af cbókum þeim, sem skráðar verða, mun ég ddæma heiminn, sérhvern mann af verkum sínum, samkvæmt því sem ritað er.

12 Því að sjá. Ég mun tala til aGyðinganna, og þeir munu færa það í letur. Og ég mun einnig tala til Nefítanna, og þeir munu bfæra það í letur. Og ég mun einnig tala til annarra ættkvísla Ísraels, sem ég hef leitt burtu, og þær munu færa það í letur. Og ég mun auk þess tala til callra þjóða jarðar, og þær munu færa það í letur.

13 Og svo mun bera við, að aGyðingarnir fá orð Nefítanna og Nefítarnir orð Gyðinganna. Og Nefítarnir og Gyðingarnir munu fá orð hinna btýndu ættkvísla Ísraels. Og hinar týndu ættkvíslir Ísraels munu fá orð Nefítanna og Gyðinganna.

14 Og svo mun bera við að þjóð minni, sem er af aÍsraelsætt, mun safnað heim til eignalands síns. Og orði mínu mun einnig safnað í beina heild. Og ég mun sýna þeim, sem berjast gegn orði mínu og gegn þjóð minni, sem er af cÍsraelsætt, að ég er Guð og að ég gjörði dsáttmála við Abraham um að muna eniðja hans að feilífu.