2 Nefí 11
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

11. Kapítuli

Jakob sá lausnara sinn — Lögmál Móse er táknrænt um Krist og sannar að hann muni koma. Um 559–545 f.Kr.

1 Og aJakob ræddi reyndar margt fleira við fólk mitt á þessum tíma. Engu að síður hef ég einungis látið færa þetta í bletur, því að mér nægir það, sem ég hef skráð.

2 Og nú ætla ég, Nefí, að rita meira af orðum aJesaja, því að sál mín hefur unun af orðum hans. Því að orð hans skírskota til fólks míns, og vil ég flytja þau áfram til allra barna minna, því að sannlega sá hann blausnara minn, á sama hátt og ég hef séð hann.

3 Og bróðir minn, Jakob, hefur einnig aséð hann á sama hátt og ég hef séð hann. Ég mun því flytja orð þeirra áfram til barna minna til að sanna þeim, að orð mín eru sönn. Þess vegna hefur Guð sagt: Með orðum bþriggja munu orð mín staðfest. Engu að síður sendir Guð fleiri votta, og hann sannar öll sín orð.

4 Sjá. Sál mín hefur unun af að asanna þjóð minni sannleikann um bkomu Krists, því að í þeim tilgangi var clögmál Móse gefið, og allt, sem Guð hefur gefið manninum frá upphafi veraldar, er táknrænt um hann.

5 Og sál mín hefur einnig unun af asáttmálunum, sem Drottinn gjörði við feður okkar. Já, sál mín finnur unað í náð hans og réttvísi og krafti hans og miskunn, sem birtist í hinni miklu eilífðaráætlun um frelsun frá dauða.

6 Og sál mín hefur unun af að sanna fyrir fólki mínu, að aán komu Krists hljóta allir menn að farast.

7 Því að ef Kristur væri aekki til, þá væri Guð ekki heldur til. Og væri Guð ekki til, værum við ekki til, því að engin bsköpun hefði átt sér stað. En Guð er til, og hann er Kristur, og hann kemur í fyllingu síns eigin tíma.

8 Og nú ætla ég að færa nokkur orða Jesaja í letur, svo að hver sá af fólki mínu, sem þau sér, megi upplyftast í hjarta og fyllast fögnuði vegna alls mannkyns. Og hér eru orðin, og þau gilda um ykkur og alla menn.