2 Nefí 3
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

3. Kapítuli

Jósef í Egyptalandi sá Nefítana í sýn — Hann sagði fyrir um Joseph Smith, síðari daga sjáanda; um Móse, sem bjarga myndi Ísrael; og um tilkomu Mormónsbókar. Um 589–570 f.Kr.

1 Og nú beini ég orðum mínum til þín, Jósef, sem ert ayngstur barna minna. Þú fæddist í óbyggðum þrenginga minna. Já, móðir þín ól þig á þeim dögum, er sorgin nísti mig dýpst.

2 Og megi Drottinn einnig helga þér þetta aland, þetta dýrmæta land, og gjöra það að erfðalandi þínu og niðja þinna, sem og bræðra þinna, ykkur til athvarfs að eilífu, ef svo fer, að þið haldið boðorð hins heilaga Ísraels.

3 Og Jósef, yngsta barn mitt, sem ég leiddi úr óbyggðum þrenginga minna. Megi blessun Drottins hvíla yfir þér að eilífu, því að niðjum þínum verður ekki með öllu atortímt.

4 Því að sjá. Þú ert ávöxtur lenda minna, og ég er afkomandi aJósefs, sem fluttur var bánauðugur til Egyptalands. Og miklir voru sáttmálarnir, sem Drottinn gjörði við Jósef.

5 Þess vegna a Jósef að sönnu okkar tíma. Drottinn gaf honum fyrirheit um, að bréttlát cgrein Ísraelsættar mundi vaxa af ávexti lenda hans fyrir tilverknað Drottins Guðs, ekki Messías, heldur grein, sem brotin yrði frá, en yrði engu að síður í minnum höfð í sáttmálum Drottins, þannig að dMessías mundi birtast þeim á síðari dögum í anda veldisins og færa þá úr emyrkrinu í ljósið — já, úr fylgsnum myrkurs og úr fjötrum til frelsis.

6 Því að Jósef gaf sannarlega vitnisburð og sagði: Drottinn Guð minn mun vekja upp asjáanda, sem verða mun ávöxtum blenda minna útvalinn sjáandi.

7 Já, Jósef sagði sannlega: Svo segir Drottinn við mig: Útvalinn asjáanda mun ég vekja upp af ávexti lenda þinna, og hann mun mikils metinn meðal ávaxta lenda þinna. Og honum mun ég gefa fyrirmæli um að vinna verk fyrir ávöxt lenda þinna, bræður sína, sem verða munu þeim mikils virði og færa þeim þekkingu á sáttmálunum, sem ég hef gjört við feður þína.

8 Og ég mun gefa honum fyrirmæli um að taka sér ekki aannað fyrir hendur en það, sem ég býð honum að gjöra. Og ég mun gjöra hann mikinn fyrir sjónum mínum, því að hann mun vinna mitt verk.

9 Og hann verður mikill eins og aMóse, sem ég hef sagst mundu vekja upp meðal yðar til að bleysa lýð minn, ó Ísraelsætt.

10 Og Móse mun ég upp vekja til að leiða fólk þitt út úr Egyptalandi til frelsis.

11 En sjáanda mun ég vekja upp af ávexti lenda þinna. Honum mun ég gefa avald til að flytja niðjum lenda þinna orð mitt — og ekki aðeins til að flytja orð mitt, segir Drottinn, heldur einnig að sannfæra þá um orð mitt, sem þá þegar mun hafa borist út á meðal þeirra.

12 Þess vegna mun ávöxtur lenda þinna arita, og ávöxtur lenda bJúda mun crita. Og það, sem ávöxtur lenda þinna ritar, og það, sem ávöxtur lenda Júda ritar, skal tengjast saman og dgjöra falskenningar að engu, jafna deilur og koma á friði meðal ávaxta lenda þinna og eveita þeim fþekkingu á feðrum sínum á síðari dögum, sem og þekkingu á sáttmálum mínum, segir Drottinn.

13 Og úr veikleika mun honum vaxa styrkur á þeim degi, er verk mitt hefst meðal alls lýðs míns til að endurreisa þig, ó Ísraelsætt, segir Drottinn.

14 Og á þennan hátt spáði Jósef og sagði: Sjá, Drottinn mun blessa þennan spámann. Og þeir, sem leitast við að tortíma honum, munu verða sér til skammar, því að þetta heit, sem Drottinn hefur gefið mér um ávöxt lenda minna, mun koma fram. Sjá, ég veit með vissu, að þetta heit mun uppfyllt —

15 Og hann mun aheitinn eftir mér og bföður sínum. Og hann mun verða mér líkur, því að það, sem Drottinn kemur til leiðar með hans hendi, mun með Drottins krafti leiða fólk mitt til sáluhjálpar.

16 Já, þannig spáði Jósef: Ég er jafn viss um þetta og loforðið um Móse, því að Drottinn hefur sagt við mig: Ég mun að eilífu avarðveita niðja þína.

17 Og Drottinn hefur sagt: Ég mun vekja upp Móse, og ég mun veita honum vald í staf og þekkingu til að skrifa. Samt mun ég ekki leysa tungu hans, svo að hann tali mikið, því að ég mun ekki gjöra hann mælskan. En ég mun aletra lögmál mín fyrir hann með fingri eigin handar, og ég mun sjá honum fyrir btalsmanni.

18 Og Drottinn sagði einnig við mig: Ég mun upp vekja fyrir ávöxt lenda þinna, og ég mun sjá honum fyrir talsmanni. Og sjá, ég mun veita honum það, að rita rit ávaxtar lenda þinna fyrir ávöxt lenda þinna. Og talsmaður lenda þinna mun boða það.

19 Og orðin, sem hann ritar, verða orð, sem ég í visku minni tel ráðlegt, að boðuð séu meðal aávaxtar lenda þinna. Og það mun vera einna líkast því, sem ávöxtur lenda þinna hafi hrópað til þeirra búr duftinu, því að trú þeirra þekki ég.

20 Og þeir munu ahrópa úr duftinu. Já, þeir munu kalla bræður sína til iðrunar, jafnvel eftir að margar kynslóðir eru liðnar undir lok. Og svo mun við bera, að hróp þeirra skal berast, já, í einföldum orðum þeirra.

21 Trúar þeirra vegna munu aorð þeirra berast af vörum mínum til bræðra þeirra, sem eru ávöxtur lenda þinna. Og vanmætti orða þeirra mun ég breyta í styrk í trú þeirra, svo að þeir muni sáttmálann, sem ég gjörði við feður þína.

22 Og sjá nú, sonur minn Jósef. Þannig aspáði forfaðir minn endur fyrir löngu.

23 Og vegna þessa sáttmála nýtur þú blessunar, því að afkomendur þínir munu ekki tortímast, því að þeir munu ljá orðum bókarinnar eyra.

24 Og meðal þeirra mun rísa máttugur maður, sem mun láta mikið gott af sér leiða, bæði í orði og verki. Hann mun verða verkfæri í hendi Guðs og eiga næga trú til að vinna mikil undur og gjöra það, sem er stórfenglegt í augum Guðs og leiða til mikillar endurreisnar fyrir Ísraelsætt og niðja bræðra þinna.

25 Og blessaður ert þú nú, Jósef. Sjá, þú ert smár. Hlustaðu þess vegna á orð bróður þíns, Nefís, og fyrir þér mun fara eins og ég hef mælt. Minnstu orða deyjandi föður þíns. Amen.