Ritningar
2 Nefí 21


21. Kapítuli

Stofn Ísaí (Kristur) mun fella réttlátan dóm — Þekkingin á Guði mun fylla jörðina í þúsund ára ríkinu — Drottinn mun reisa merki og safna saman Ísrael — Samanber Jesaja 11. Um 559–545 f.Kr.

1 En akvistur mun fram spretta af bstofni cÍsaí og angi upp vaxa af rótum hans.

2 Yfir honum mun hvíla aandi Drottins, andi vísdóms og skilnings, andi ráðspeki og kraftar, andi þekkingar og ótta Drottins —

3 Sem mun skerpa skilning hans í Drottins ótta. Hann mun ekki adæma eftir því, sem augu hans sjá, og ekki skera úr málum eftir því, sem eyru hans heyra.

4 En með aréttlæti mun hann dæma hina fátæku og bskera með sannsýni úr málum hinna chógværu á jörðunni. Hann mun ljósta jörðina með sprota munns síns og deyða hina ranglátu með anda vara sinna.

5 Réttlæti verður beltið um lendar hans og trúfesti beltið um amjaðmir hans.

6 Þá mun úlfurinn una hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum, kálfar, ung ljón og alifé ganga saman og ungt barn gætir þeirra.

7 Og kýr og birna verða á beit saman, kálfar og húnar liggja hvorir hjá öðrum og ljónið mun hey eta sem naut.

8 Brjóstmylkingurinn mun leika sér við holu anöðrunnar og barnið, nývanið af brjósti, stinga hendi sinni inn í bæli bhornormsins.

9 Hvergi á mínu heilaga fjalli mun aillt framið né nokkru tortímt, því að jörðin verður full af bþekkingu á Drottni, á sama hátt og djúp sjávar er vötnum hulið.

10 Á aþeim degi mun brótarkvistur Ísaí standa sem merki fyrir lýðinn, og ctil þess munu dÞjóðirnar leita, og hvíld hans verður dýrðleg.

11 Og svo ber við, að á þeim degi mun Drottinn útrétta hönd sína aöðru sinni til þess að endurheimta þær leifar fólks síns, sem eftir eru í Assýríu, Norður-Egyptalandi, Suður-Egyptalandi, Blálandi, Elam, Sínear, Hamat og á eyjum sjávar.

12 Og hann mun reisa amerki fyrir þjóðirnar, heimta saman hina bbrottreknu úr Ísrael og csafna saman hinum tvístruðu úr Júda, úr fjórum höfuðáttum heims.

13 Þá mun aöfund Efraíms einnig hverfa og fjandskapur Júda líða undir lok. bEfraím mun ekki öfundast við cJúda og Júda ekki fjandskapast við Efraím.

14 Þeir munu asteypa sér niður á herðum Filista gegn vestri og í sameiningu ræna austbyggja. Edóm og Móab munu þeir hremma og Ammónítar verða þeim lýðskyldir.

15 Og Drottinn mun aþurrka upp voga Egyptahafs og bregða hendi sinni yfir fljótið í stríðum stormi og skipta því í sjö kvíslir, svo að yfir má ganga þurrum fótum.

16 Og það skal verða abrautarvegur fyrir þær leifar fólks hans, sem enn er eftir í Assýríu, eins og var fyrir Ísrael, þá er hann fór frá Egyptalandi.