2 Nefí 14
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

14. Kapítuli

Síon og dætur hennar munu endurleystar og hreinsaðar á degi sæluríkisins — Samanber Jesaja 4. Um 559–545 f.Kr.

1 Og á þeim degi munu sjö konur þrífa í sama manninn og segja: Vér skulum sjálfar fæða oss og klæða, leyfðu oss aðeins að nefnast eftir þínu nafni og nem burt asmán vora.

2 Á þeim degi mun akvistur Drottins fagur og dýrðlegur verða og ávöxtur landsins ágætur og við hæfi þeirra af Ísrael, sem undan hafa komist.

3 Og svo mun bera við, að þeir, sem af lifa í Síon og eftir verða í Jerúsalem, skulu kallast heilagir, allir þeir, sem skráðir eru meðal hinna lifandi í Jerúsalem —

4 aÞá er Drottinn hefur bafmáð óhreinindi dætra Síonar og hreinsað blóð Jerúsalemborgar af henni miðri með refsidómsanda og cbrennandi hreinsunaranda.

5 Og yfir hverju bóli á Síonfjalli og samkomunum þar mun Drottinn skapa aský og reyk um daga og skínandi eldsloga um nætur, því að yfir allri dýrð Síonar skal verndarhlíf vera.

6 Og laufskáli skal vera til hlífðar fyrir hitanum á daginn og til aathvarfs og skjóls fyrir stormum og steypiregni.