Ritningar
2 Nefí 7


7. Kapítuli

Jakob les áfram úr Jesaja: Jesaja mælir fyrir munn Messíasar — Messías mun hafa tungu hins lærða — Hann býður bak sitt þeim sem berja hann — Hann verður sér ekki til skammar — Samanber Jesaja 50. Um 559–545 f.Kr.

1 Já, svo mælir Drottinn: Hef ég ýtt yður til hliðar eða vísað yður frá að eilífu? Og Drottinn mælti: Hvar er skilnaðarskrá móður yðar: Hvar eru þeir, er ég hef afhent yður og hverjum lánardrottna minna hef ég framselt yður? Já, hverjum hef ég framselt yður? Sjá, sakir misgjörða yðar hafið þér aselt sjálfa yður, og sakir afbrota yðar hefur móðir yðar verið burtu rekin.

2 Þegar ég kom, var þess vegna engan að sjá, og þegar ég akallaði, var enginn til svara. Ó Ísraelsætt, er hönd mín svo stutt orðin, að hún geti ekki leyst úr haldi eða vantar mig kraft til að bjarga? Sjá, með hótun minni þurrka ég upp bhafið, gjöri cfljótin að eyðimörk, svo að dfiskar í þeim úldna af vatnsleysi og deyja úr þorsta.

3 Ég hjúpa himininn asvörtu og sveipa hann bsorgarbúningi.

4 Drottinn Guð hefur gefið mér atungu hins lærða, til þess að ég geti mælt tímabær orð við yður, ó þú Ísraelsætt. Þegar þér eruð þreytt, vekur hann yður á hverjum morgni. Hann vekur eyra mitt, svo að ég taki eftir að hætti hinna lærðu.

5 Drottinn Guð opnaði aeyra mitt, og ég þverskallaðist eigi, færðist eigi undan.

6 Ég bauð bak mitt þeim, sem abörðu mig, og vanga mína þeim, sem hárreyttu mig. Eigi byrgði ég ásjónu mína hvorki fyrir háðungum né hrákum.

7 Drottinn Guð hjálpar mér, og þess vegna mun ég ekki láta háðungarnar á mér festa. Þess vegna gjörði ég andlit mitt að tinnusteini og ég veit, að ég verð mér ekki til skammar.

8 Og Drottinn er nálægur og hann réttlætir mig. Hver vill deila við mig? Vér skulum standa saman. Hver er mótstöðumaður minn? Lát hann koma til mín, og ég mun ljósta hann með krafti munns míns.

9 Því að Drottinn Guð hjálpar mér. Og allir þeir, sem adæma mig, munu detta sundur eins og gamalt klæði, og mölur mun eyða þeim.

10 Hver er sá meðal yðar, sem óttast Drottin og hlýðir aröddu þjóns hans, en gengur í myrkri og sér enga skímu?

11 En sjá allir þér, sem tendrað hafið eld og stráið um yður eldneistum, gangið í skini aelda þeirra og neista, sem þér hafið tendrað. Frá minni hendi kemur þetta yfir yður, þér skuluð liggja í kvölum.