Námshjálp
5. Susquehanna-fljótið


5. Susquehanna-fljótið

Ljósmynd
ljósmynd 5

Þessi mynd sýnir Susquehanna-fljótið í Harmony sveitarfélaginu, Pennsylvaníu.

Merkir atburðir: Joseph Smith yngri kom fyrst til Harmony 1825 í atvinnuleit. Hann og faðir hans voru kostgangarar á heimili Isaacs Hale hér nálægt, og þar hitti Joseph fyrst Emmu Hale, verðandi eiginkonu sína (JS — S 1:56–57). Joseph og Emma giftust 18. janúar 1827. Spámaðurinn fékk afhentar gulltöflurnar 22. september 1827 í Manchester, New York, og flutti skömmu síðar með Emmu til Harmony, þar sem hann hóf að þýða töflurnar. Á meðan á þýðingu Mormónsbókar stóð vildu Joseph og Oliver Cowdery fá að vita meira um skírn og gengu að stað í skóginum skammt héðan til að biðja til Drottins varðandi málið. Sem svar við þessari bæn, hinn 15. maí 1829, birtist Jóhannes skírari (JS — S 1:66–74; K&S 13). Hann veitti Joseph og Oliver Aronsprestdæmið. Eftir það fóru þeir að fljótinu og skírðu hvor annan til fyrirgefningar synda. Síðan leiðbeindi Jóhannes skírari Joseph og Oliver varðandi vígslu hvor annars til Aronsprestdæmisins. Nokkru síðar birtust Pétur, Jakob og Jóhannes á milli Harmony og Colesville og veittu Joseph og Oliver Melkísedeksprestdæmið (K&S 27:12–13; 128:20).