2. Kúmórahæðin og Palmyra-Manchester svæðið
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

2. Kúmórahæðin og Palmyra-Manchester svæðið

Horft í norðurátt. Myndin sýnir Kúmórahæðina í Manchester, New York. Hæðin byrjar í neðra hægra horni myndarinnar og nær lítið eitt lengra en hálfa leið upp. Hvíta minnismerkið sem sést á norðurenda hæðarinnar er til heiðurs englinum Moróní og birtingu Mormónsbókar. Kúmórahæðin er um 5 kílómetrum suðaustur af Lundinum helga. Palmyraþorpið er næstum því efst á myndinni, í 6½ kílómetra fjarlægð. Smith-búgarðinn og Lundinn helga er að finna vinstra megin á efri hluta myndarinnar.

Merkir atburðir: Fjölskylda spámannsins Josephs Smith bjó á þessu svæði þegar Fyrsta sýnin fékkst (JS — S 1:3). Árið 421 e.Kr. gróf Moróní safn gulltaflna, er geymdu helga sögu þjóðar hans, í Kúmórahæðinni (OMorm 1:1–11; Morm 6:6; Moró 10:1–2). Þessi sami Moróní sagði Joseph Smith hvar töflurnar væri að finna á hæðinni. Moróní afhenti honum þær 1827 (K&S 27:5; 128:20; JS — S 1:33–35, 51–54, 59).