Ritningar
Moróní 10

10. Kapítuli

Hægt er að eignast vitnisburð um Mormónsbók fyrir kraft heilags anda — Hinir trúföstu hljóta gjafir andans — Gjafir andans eru ætíð samfara trú — Orð Morónís koma úr duftinu — Komið til Krists, fullkomnist í honum, og helgið sálir yðar. Um 421 e.Kr.

1 Ég, Moróní, rita nú það, sem mér virðist gott, og ég beini orðum mínum til bræðra minna, aLamaníta. Ég vil, að þeir viti, að rúmlega fjögur hundruð og tuttugu ár eru liðin, síðan tákn var gefið um komu Krists.

2 Og þegar ég hef mælt nokkur hvatningarorð til yðar, ainnsigla ég þessar heimildir.

3 Sjá. Ég hvet yður, þegar þér lesið þetta — sé það viska Guðs, að þér lesið það — að þér hafið það hugfast, hve miskunnsamur Drottinn hefur verið mannanna börnum frá sköpun Adams og allt fram til þess tíma, er þér meðtakið þetta, og aígrundið það í bhjörtum yðar.

4 Og þegar þér meðtakið þetta, þá hvet ég yður að aspyrja Guð, hinn eilífa föður, í nafni Krists, hvort þetta er bekki sannleikur. Og ef þér spyrjið í hjartans ceinlægni, með deinbeittum huga og í etrú á Krist, mun hann fopinbera yður gsannleiksgildi þess fyrir kraft heilags anda.

5 Og fyrir kraft heilags anda getið þér fengið að avita bsannleiksgildi allra hluta.

6 Og allt, sem er gott, er rétt og sannleikanum samkvæmt. Þess vegna afneitar ekkert gott Kristi, heldur viðurkennir, að hann er.

7 Og fyrir kraft heilags anda megið þér vita, að hann er. Þess vegna hvet ég yður til að afneita ekki krafti Guðs, því að máttarverk hans eru í asamræmi við trú mannanna barna, hin sömu í dag og á morgun og að eilífu.

8 Og enn fremur hvet ég yður, bræður mínir, til að hafna ekki agjöfum Guðs, því að þær eru margar, og þær eru frá hinum sama Guði komnar. Gjafir þessar eru gefnar á bmargan hátt, en það er hinn sami Guð, sem er að verki í þeim öllum, og þær eru gefnar fyrir opinberun anda Guðs til mannanna þeim til heilla.

9 Því að sjá. aEinum er gefið fyrir anda Guðs að bkenna vísdómsorð —

10 Og öðrum að kenna orð þekkingar fyrir hinn sama anda —

11 Og öðrum mjög sterk atrú, og öðrum gjöf blækninga fyrir sama anda —

12 Og enn öðrum að gjöra máttug akraftaverk —

13 Og enn öðrum er gefið að spá um alla hluti —

14 Og enn öðrum að sjá engla og þjónustuanda —

15 Og enn öðrum að tala margvíslegar tungur —

16 Og enn öðrum túlkun tungumála og margvíslegra atungna.

17 En allar þessar gjafir öðlast menn fyrir anda Krists, og hver og einn hlýtur þær að hans vilja.

18 Og ég hvet yður, mínir elskuðu bræður, að hafa það hugfast, asérhver góð gjöf kemur frá Kristi.

19 Og ég brýni fyrir yður, ástkæru bræður mínir, að hafa það hugfast, að hann er hinn asami í gær, í dag og að eilífu, og að svo lengi sem heimurinn stendur verða allar þær gjafir, sem ég hef minnst á og eru andlegs eðlis, aldrei burtu teknar, nema fyrir bvantrú mannanna barna.

20 Þess vegna hlýtur að vera atrú, og þar sem trú er, þar hlýtur einnig að vera von, og þar sem vonin vakir, þar hlýtur einnig að vera kærleiki.

21 Og eigið þér ekki akærleik, getið þér á engan hátt orðið hólpnir í Guðs ríki, né heldur getið þér orðið hólpnir í Guðs ríki, vanti yður trú, og eigi heldur, skorti yður von.

22 Og ef þér eigið enga von, hljótið þér að vera fullir örvæntingar, en örvæntingin stafar af misgjörðum.

23 Og Kristur sagði vissulega við feður vora: aEf þér trúið, getið þér gjört allt, sem mér er æskilegt.

24 Og nú beini ég máli mínu til allra hluta jarðarinnar — komi sá dagur, að kraftur Guðs og gjafir verði að engu gjört, þá gjörist það avegna bvantrúar.

25 Og vei sé mannanna börnum, ef svo verður, því að aenginn mun gjöra góðverk meðal yðar, ekki einn. En verði einn á meðal yðar, sem gott gjörir, þá gjörir hann það fyrir kraft og gjafir Guðs.

26 Og vei þeim, sem gjöra þetta að engu og deyja, því að þeir adeyja í bsyndum sínum og geta ekki frelsast í Guðs ríki. Og ég segi þetta í samræmi við orð Krists, og orð mín eru sönn.

27 Og ég hvet yður að hafa þetta hugfast, því að sá dagur mun brátt koma, að þér fáið vissu um, að orð mín eru sönn, því að þér munuð sjá mig við dómgrindur Guðs, og Drottinn Guð mun segja við yður: Boðaði ég yður ekki aorð mín, sem þessi maður hefur fært í letur, sem bhróp hinna dauðu, já, eins og maður, sem hrópar úr cduftinu?

28 Ég boða þetta til uppfyllingar spádómunum. Og sjá. Það skal fram ganga af munni hins ævarandi Guðs, og orð hans mun aberast frá kynslóð til kynslóðar.

29 Og Guð mun sýna yður, að það, sem ég hef ritað, er sannleikur.

30 Og enn vil ég hvetja yður að akoma til Krists og höndla hverja góða gjöf og bsnerta ekki hina illu gjöf, né það, sem óhreint er.

31 Og avakna og rís úr duftinu, ó Jerúsalem. Já, klæð þig skartklæðum þínum, ó bSíonardóttir. cStyrktu dstikur þínar og færðu út kvíar þínar eilíflega, svo að þú verðir eei framar smáð og sáttmálarnir, sem hinn eilífi faðir hefur við þig gjört, ó Ísraelsætt, nái að uppfyllast.

32 Já, akomið til Krists, bfullkomnist í honum og hafnið öllu óguðlegu. Og ef þér hafnið öllu óguðlegu og celskið Guð af öllum mætti yðar, huga og styrk, þá bregst yður eigi náð hans, en fyrir náð hans náið þér fullkomnun í Kristi. Og ef þér, fyrir dnáð Guðs, eruð fullkomin í Kristi, getið þér alls eigi afneitað krafti Guðs.

33 Og enn fremur. Ef þér fyrir náð Guðs eruð fullkomin í Kristi og afneitið ekki krafti hans, eruð þér ahelguð í Kristi fyrir náð Guðs með úthellingu bblóðs Krists, sem er í sáttmála föðurins til cfyrirgefningar synda yðar, svo að þér verðið dheilög og flekklaus.

34 Og nú segi ég við yður öll, lifið heil. Ég geng brátt til ahvíldar í bparadís Guðs, uns candi minn og líkami dsameinast á ný og ég svíf um eloftið í sigurgleði til móts við yður frammi fyrir hinum fljúfu dómgrindum hins mikla gJehóva, hins eilífa hdómara bæði lifenda og látinna. Amen.

Endir