13. Mansion House í Nauvoo
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

13. Mansion House í Nauvoo

Joseph Smith yngri og fjölskylda hans fluttu inn í Mansion House í Nauvoo í ágúst 1843. Síðar var álmu bætt við austurhlið aðalbyggingarinnar svo að alls urðu herbergin 22. Frá janúarbyrjun 1844, rak Ebenezer Robinson hótel í húsinu, og spámaðurinn hafði sex herbergjanna fyrir sig og fjölskyldu sína. Húsið varð nokkurs konar miðstöð félagslífs í Nauvoo-samfélaginu. Hér tók spámaðurinn á móti mikilsverðum gestum.

Merkir atburðir: Hinn 27. júní 1844 var spámaðurinn Joseph og bróðir hans Hyrum skotnir til bana í Carthage, Illinois, og líkamar þeirra fluttir til þessa húss til að standa þar uppi fram að jarðarförinni. Þeir eru grafnir í litlum fjölskyldugrafreit rétt handan við Main Street, vestur af gamla bjálkahúsinu sem Joseph bjó í fyrst eftir að hann kom til Nauvoo. Emma Smith bjó í Mansion House fram til 1871. Þá flutti hún í Nauvoo House, þar sem hún dó 1879.